Auglýstu á samfélagsmiðlum fyrir 45 milljónir Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 10. desember 2024 23:02 Til samans vörðu stjórnmálaflokkarnir hátt í 45 milljónum í auglýsingar á Facebook og Instagram mánuðinn fyrir kosningar. Vísir/Getty Stjórnmálaflokkar, aðildarfélög þeirra og einstaka frambjóðendur til Alþingis vörðu samtals um 44,8 milljónum króna í auglýsingar á samfélagsmiðlum Meta síðustu 30 dagana fyrir kosningar. Mestu varði Sjálfstæðisflokkurinn eða rétt tæpum níu milljónum króna, þá Flokkur fólksins sem notaði rúmar 7,5 milljónir í slíkar auglýsingar og Framsóknarflokkurinn kemur þar fast á hæla með rúmar 7,2 milljónir sem fóru í auglýsingar á samfélagsmiðlum Meta, það er Facebook og Instagram. Samfylkingin er í fjórða sæti og eyddi tæpum 5,7 milljónum og þá Miðflokkurinn sem eyddi rétt undir 4,6 milljónum. Þetta má lesa úr gögnum frá fyrirtækinu yfir auglýsingar sem tengjast félagsmálum, kosningum og stjórnmálum og miðast tölurnar við dagana 2. nóvember til 1. desember. Alþingiskosningarnar fóru fram þann 30. nóvember. Sé horft til síðustu níutíu daganna fyrir kosningar vörðu flokkarnir, frambjóðendur og aðildar- og svæðisfélög flokkanna samtals um 48,2 milljónum í auglýsingar hjá Meta og því nokkuð ljóst að langmestu fé var varið í slíkar auglýsingar síðasta mánuðinn fyrir kosningar. Næstir í röðinni á eftir Miðflokknum eru Píratar sem vörðu um 3,5 milljónum sem er svipað og það sem Vinstri græn eyddu í auglýsingar hjá Meta. Viðreisn notaði um 2,3 milljónir og þá Sósíalistaflokkurinn sem notaði rétt um 1,24 milljónir. Langminnstu fé vörðu Lýðræðisflokkurinn, um 230 þúsund krónum, og Ábyrg framtíð sem notaði rúmar 24 þúsund krónur. Kökuritið hér að neðan sýnir hversu miklu hver flokkur varði hlutfallslega í auglýsingar hjá miðlum Meta. Athugið að um er að ræða samtölu fyrir hvern flokk, þar sem í sumum tilfellum er einnig tekið með inn í reikninginn það sem aðildarfélög flokkanna og einstaka frambjóðendur þeirra vörðu í auglýsingar. Sautján frambjóðendur auglýstu í eigin nafni Þegar litið er á gögn yfir auglýsingagreiðslur einstaka frambjóðenda má sjá að alls kostuðu sautján frambjóðendur auglýsingar í eigin nafni. Í einhverjum tilfellum virðast stuðningsmenn frambjóðenda kosta auglýsingarnar og í öðrum tilfellum reka frambjóðendur fleiri einn samfélagsmiðlaaðgang sem kostar auglýsingar á tímabilinu. Til samans voru greiddar 226.530 krónur í auglýsingar í nafni Höllu Hrundar Logadóttur, frambjóðenda Framsóknar á tímabilinu, ýmist í nafni hennar sjálfrar eða stuðningsfólks hennar. Þá eru tveir aðgangar skráðir í nafni Kristjáns Þórðar Snæbjarnarsonar og Þórðar Snæs Júlíussonar, Samfylkingu. Líkt og kunnugt er ætlar sá síðastnefndi ekki að taka sæti á þingi og þá er annar aðgangurinn í hans nafni tengdur við fréttabréf Þórðar Snæs, Kjarnyrt. Sá sem eyddi mestu náði ekki kjöri Ásmundur Einar Daðason er sá frambjóðandi sem varði hvað mestu fé í auglýsingar hjá fyrirtækinu eða 629.224 krónum á tímabilinu. Ásmundur sem er starfandi mennta- og barnamálaráðherra var oddviti Framsóknarflokksins í Reykjavík norður en náði ekki endurkjöri til Alþingis. Jóhann Páll Jóhannsson, sem var endurkjörinn þingmaður Samfylkingarinnar, eyddi næst mestu eða 389.255 krónum og fast á hæla hans kemur Lilja Dögg Alfreðsdóttir, oddviti Framsóknar í Reykjavík suður sem ekki hafði erindi sem erfiði í kosningunum. Ásmundur Einar Daðason varði hundruðum þúsunda í auglýsingar á samfélagsmiðlum en náði ekki að tryggja sér endurkjör.Vísir/Vilhelm Guðmundur Ingi Guðbrandsson, varaformaður Vinstri grænna og oddviti flokksins í Suðvesturkjördæmi, eyddi rétt rúmum 250 þúsund krónum í auglýsingar en hann náði ekki sæti á þingi frekar en aðrir frambjóðendur VG í kosningunum. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, ráðherra og þingmaður Sjálfstæðisflokksins varði rúmum 235 þúsund krónum í auglýsingar á tímabilinu og flokksbróðir hennar Guðlaugur Þór Þórðarson notaði rétt tæpar 200 þúsund krónur. Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins slapp með naumindum aftur inn á þing þegar síðustu tölur voru kunngjörðar daginn eftir kjördag en hann notaði rúmar 144 þúsund krónur í samfélagsmiðlaauglýsingar. Lilja Dögg og Áslaug Arna splæstu líka í auglýsingar á samfélagsmiðlum.Vísir/Vilhelm Aðrir einstaka frambjóðendur sem komast á blað eru Svandís Svavarsdóttir, formaður VG, Þórarin Ingi Pétursson og Ingibjörg Isaksen þingmenn Framsóknarflokksins og frambjóðandi flokksins Einar Bárðarson sem ekki náði inn, Jakob Frímann Magnússon sem færði sig úr Flokki fólksins yfir í Miðflokkinn og Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir og Sigríður Á. Andersen nýkjörnir þingmenn Miðflokksins og Diljá Mist Einarsdóttir Sjálfstæðisflokki, auk áðurnefndra Þórðar Snæs Júlíussonar og Kristjáns Þórðar Snæbjarnarsonar Samfylkingu. Öll eyddu þau innan við hundrað þúsund krónum í auglýsingar á Facebook og Instagram á tímabilinu. Langminnstu af þeim eyddi Sigríður Andersen eða 160 krónum. Hvöttu stjórnmálaflokka til að auglýsa í innlendum miðlum Rétt er að taka fram að fréttastofa hefur að svo búnu ekki upplýsingar um hversu miklu fé stjórnmálaflokkarnir vörðu í innlendar auglýsingar eða öðrum samfélagsmiðlum. Þar af leiðandi liggur ekki fyrir hve stór hluti auglýsingafjármagns flokkanna rann til erlendra samfélagsmiðla. Sigríður Dögg Auðunsdóttir, formaður Blaðamannafélags Íslands, segir í samtali við Vísi að félagið hafi í aðdraganda kosninga sent áskorun til allra stjórnmálaflokka þar sem þeir voru meðal annars hvattir til að auglýsa í innlendum miðlum. „Auglýsingalandslagið er náttúrlega orðið gjörbreytt frá því sem áður var þegar hver einasta króna fór til íslenskra fjölmiðla. Nú hafa rannsóknir sýnt og tölur frá Hagstofunni að önnur hver króna sem er eytt í auglýsingar á Íslandi fer úr landi og til þessara samfélagsmiðla. Það er kannski erfitt að tjá sig nákvæmlega um þessi mál án þess að vita hverju var eitt til íslenskra miðla,“ segir Sigríður Dögg. Sigríður Dögg Auðunsdóttir er formaður Blaðamannafélags Íslands.Vísir/Vilhelm Hún nefnir þó að í upphafi kosningabaráttunnar, stuttu eftir að það var tilkynnt að kosningar væru framundan, hafi Blaðamannafélag Íslands sent áskorun til allra stjórnmálaflokka. Áskorunin fólst í því að ítreka mikilvægi blaðamennsku, fréttamiðla og mikilvægi þess að grípa til aðgerða til þess að styðja við fjölmiðla og efla rekstrarumhverfi íslenskra fjölmiðla. „Eitt af því sem að við hvöttum flokkana til var að auglýsa í íslenskum fjölmiðlum. Og svo náttúrlega að þeir sem eru að fara að stýra þessu landi setji sér stefnu um auglýsingar og hvernig skuli verja auglýsingafé af hálfu hins opinbera, af hálfu stjórnvalda. Það er mikilvægt að stjórnvöld séu að sýna í verki þennan stuðning við íslenska miðla með því að setja sér að minnsta kosti stefnu. Mér finnst að ríkið eigi bara alls ekkert að auglýsa á samfélagsmiðlum,“ segir Sigríður Dögg. Ekki reynst mögulegt að skattleggja tæknirisa Í vor skilaði starfshópur á vegum menningar- og viðskiptaráðuneytisins skýrslu um gjaldtöku á erlendar streymisveitur og tæknifyrirtæki. Meðal þess sem hópurinn tók til skoðunar var hvort hægt væri að skattleggja erlenda tæknirisa en var niðurstaðan sú að alþjóðlegar skuldbindingar Íslands standi í vegi fyrir því. Það sé staðan að minnsta kosti á meðan unnið væri að sameiginlegri lausn á vettvangi OECD sem átti að ljúka í sumar. Fram kemur í skýrslu starfshópsins að Ísland sé meðal þeirra þjóða sem skrifuðu undir samkomulag sem skuldbindur Ísland til að leggja ekki á svokallaðan stafrænan þjónustuskatt (DST) á meðan unnið er að sameiginlegri lausn innan OECD. „Ekki er ljóst hvort takast muni að ná sameiginlegri lausn en ef það tekst ekki þarf að huga að undirbúningi og framlagningu frumvarps um DST, líkt og mörg ríki munu væntanlega gera,“ segir meðal annars í skýrslunni. Nokkur OECD ríki hafa ákveðið einhliða að setja á stafrænan þjónustuskatt, þeirra á meðal Kanada. Alþingiskosningar 2024 Sjálfstæðisflokkurinn Flokkur fólksins Framsóknarflokkurinn Samfylkingin Miðflokkurinn Viðreisn Vinstri græn Píratar Sósíalistaflokkurinn Lýðræðisflokkurinn Ábyrg framtíð Samfélagsmiðlar Meta Fjölmiðlar Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi Innlent Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Innlent Fleiri fréttir Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Ríkisstjórn sem þarfnist mikillar samhæfingar milli formannanna Einar baðst fyrirgefningar Sjá meira
Þetta má lesa úr gögnum frá fyrirtækinu yfir auglýsingar sem tengjast félagsmálum, kosningum og stjórnmálum og miðast tölurnar við dagana 2. nóvember til 1. desember. Alþingiskosningarnar fóru fram þann 30. nóvember. Sé horft til síðustu níutíu daganna fyrir kosningar vörðu flokkarnir, frambjóðendur og aðildar- og svæðisfélög flokkanna samtals um 48,2 milljónum í auglýsingar hjá Meta og því nokkuð ljóst að langmestu fé var varið í slíkar auglýsingar síðasta mánuðinn fyrir kosningar. Næstir í röðinni á eftir Miðflokknum eru Píratar sem vörðu um 3,5 milljónum sem er svipað og það sem Vinstri græn eyddu í auglýsingar hjá Meta. Viðreisn notaði um 2,3 milljónir og þá Sósíalistaflokkurinn sem notaði rétt um 1,24 milljónir. Langminnstu fé vörðu Lýðræðisflokkurinn, um 230 þúsund krónum, og Ábyrg framtíð sem notaði rúmar 24 þúsund krónur. Kökuritið hér að neðan sýnir hversu miklu hver flokkur varði hlutfallslega í auglýsingar hjá miðlum Meta. Athugið að um er að ræða samtölu fyrir hvern flokk, þar sem í sumum tilfellum er einnig tekið með inn í reikninginn það sem aðildarfélög flokkanna og einstaka frambjóðendur þeirra vörðu í auglýsingar. Sautján frambjóðendur auglýstu í eigin nafni Þegar litið er á gögn yfir auglýsingagreiðslur einstaka frambjóðenda má sjá að alls kostuðu sautján frambjóðendur auglýsingar í eigin nafni. Í einhverjum tilfellum virðast stuðningsmenn frambjóðenda kosta auglýsingarnar og í öðrum tilfellum reka frambjóðendur fleiri einn samfélagsmiðlaaðgang sem kostar auglýsingar á tímabilinu. Til samans voru greiddar 226.530 krónur í auglýsingar í nafni Höllu Hrundar Logadóttur, frambjóðenda Framsóknar á tímabilinu, ýmist í nafni hennar sjálfrar eða stuðningsfólks hennar. Þá eru tveir aðgangar skráðir í nafni Kristjáns Þórðar Snæbjarnarsonar og Þórðar Snæs Júlíussonar, Samfylkingu. Líkt og kunnugt er ætlar sá síðastnefndi ekki að taka sæti á þingi og þá er annar aðgangurinn í hans nafni tengdur við fréttabréf Þórðar Snæs, Kjarnyrt. Sá sem eyddi mestu náði ekki kjöri Ásmundur Einar Daðason er sá frambjóðandi sem varði hvað mestu fé í auglýsingar hjá fyrirtækinu eða 629.224 krónum á tímabilinu. Ásmundur sem er starfandi mennta- og barnamálaráðherra var oddviti Framsóknarflokksins í Reykjavík norður en náði ekki endurkjöri til Alþingis. Jóhann Páll Jóhannsson, sem var endurkjörinn þingmaður Samfylkingarinnar, eyddi næst mestu eða 389.255 krónum og fast á hæla hans kemur Lilja Dögg Alfreðsdóttir, oddviti Framsóknar í Reykjavík suður sem ekki hafði erindi sem erfiði í kosningunum. Ásmundur Einar Daðason varði hundruðum þúsunda í auglýsingar á samfélagsmiðlum en náði ekki að tryggja sér endurkjör.Vísir/Vilhelm Guðmundur Ingi Guðbrandsson, varaformaður Vinstri grænna og oddviti flokksins í Suðvesturkjördæmi, eyddi rétt rúmum 250 þúsund krónum í auglýsingar en hann náði ekki sæti á þingi frekar en aðrir frambjóðendur VG í kosningunum. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, ráðherra og þingmaður Sjálfstæðisflokksins varði rúmum 235 þúsund krónum í auglýsingar á tímabilinu og flokksbróðir hennar Guðlaugur Þór Þórðarson notaði rétt tæpar 200 þúsund krónur. Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins slapp með naumindum aftur inn á þing þegar síðustu tölur voru kunngjörðar daginn eftir kjördag en hann notaði rúmar 144 þúsund krónur í samfélagsmiðlaauglýsingar. Lilja Dögg og Áslaug Arna splæstu líka í auglýsingar á samfélagsmiðlum.Vísir/Vilhelm Aðrir einstaka frambjóðendur sem komast á blað eru Svandís Svavarsdóttir, formaður VG, Þórarin Ingi Pétursson og Ingibjörg Isaksen þingmenn Framsóknarflokksins og frambjóðandi flokksins Einar Bárðarson sem ekki náði inn, Jakob Frímann Magnússon sem færði sig úr Flokki fólksins yfir í Miðflokkinn og Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir og Sigríður Á. Andersen nýkjörnir þingmenn Miðflokksins og Diljá Mist Einarsdóttir Sjálfstæðisflokki, auk áðurnefndra Þórðar Snæs Júlíussonar og Kristjáns Þórðar Snæbjarnarsonar Samfylkingu. Öll eyddu þau innan við hundrað þúsund krónum í auglýsingar á Facebook og Instagram á tímabilinu. Langminnstu af þeim eyddi Sigríður Andersen eða 160 krónum. Hvöttu stjórnmálaflokka til að auglýsa í innlendum miðlum Rétt er að taka fram að fréttastofa hefur að svo búnu ekki upplýsingar um hversu miklu fé stjórnmálaflokkarnir vörðu í innlendar auglýsingar eða öðrum samfélagsmiðlum. Þar af leiðandi liggur ekki fyrir hve stór hluti auglýsingafjármagns flokkanna rann til erlendra samfélagsmiðla. Sigríður Dögg Auðunsdóttir, formaður Blaðamannafélags Íslands, segir í samtali við Vísi að félagið hafi í aðdraganda kosninga sent áskorun til allra stjórnmálaflokka þar sem þeir voru meðal annars hvattir til að auglýsa í innlendum miðlum. „Auglýsingalandslagið er náttúrlega orðið gjörbreytt frá því sem áður var þegar hver einasta króna fór til íslenskra fjölmiðla. Nú hafa rannsóknir sýnt og tölur frá Hagstofunni að önnur hver króna sem er eytt í auglýsingar á Íslandi fer úr landi og til þessara samfélagsmiðla. Það er kannski erfitt að tjá sig nákvæmlega um þessi mál án þess að vita hverju var eitt til íslenskra miðla,“ segir Sigríður Dögg. Sigríður Dögg Auðunsdóttir er formaður Blaðamannafélags Íslands.Vísir/Vilhelm Hún nefnir þó að í upphafi kosningabaráttunnar, stuttu eftir að það var tilkynnt að kosningar væru framundan, hafi Blaðamannafélag Íslands sent áskorun til allra stjórnmálaflokka. Áskorunin fólst í því að ítreka mikilvægi blaðamennsku, fréttamiðla og mikilvægi þess að grípa til aðgerða til þess að styðja við fjölmiðla og efla rekstrarumhverfi íslenskra fjölmiðla. „Eitt af því sem að við hvöttum flokkana til var að auglýsa í íslenskum fjölmiðlum. Og svo náttúrlega að þeir sem eru að fara að stýra þessu landi setji sér stefnu um auglýsingar og hvernig skuli verja auglýsingafé af hálfu hins opinbera, af hálfu stjórnvalda. Það er mikilvægt að stjórnvöld séu að sýna í verki þennan stuðning við íslenska miðla með því að setja sér að minnsta kosti stefnu. Mér finnst að ríkið eigi bara alls ekkert að auglýsa á samfélagsmiðlum,“ segir Sigríður Dögg. Ekki reynst mögulegt að skattleggja tæknirisa Í vor skilaði starfshópur á vegum menningar- og viðskiptaráðuneytisins skýrslu um gjaldtöku á erlendar streymisveitur og tæknifyrirtæki. Meðal þess sem hópurinn tók til skoðunar var hvort hægt væri að skattleggja erlenda tæknirisa en var niðurstaðan sú að alþjóðlegar skuldbindingar Íslands standi í vegi fyrir því. Það sé staðan að minnsta kosti á meðan unnið væri að sameiginlegri lausn á vettvangi OECD sem átti að ljúka í sumar. Fram kemur í skýrslu starfshópsins að Ísland sé meðal þeirra þjóða sem skrifuðu undir samkomulag sem skuldbindur Ísland til að leggja ekki á svokallaðan stafrænan þjónustuskatt (DST) á meðan unnið er að sameiginlegri lausn innan OECD. „Ekki er ljóst hvort takast muni að ná sameiginlegri lausn en ef það tekst ekki þarf að huga að undirbúningi og framlagningu frumvarps um DST, líkt og mörg ríki munu væntanlega gera,“ segir meðal annars í skýrslunni. Nokkur OECD ríki hafa ákveðið einhliða að setja á stafrænan þjónustuskatt, þeirra á meðal Kanada.
Alþingiskosningar 2024 Sjálfstæðisflokkurinn Flokkur fólksins Framsóknarflokkurinn Samfylkingin Miðflokkurinn Viðreisn Vinstri græn Píratar Sósíalistaflokkurinn Lýðræðisflokkurinn Ábyrg framtíð Samfélagsmiðlar Meta Fjölmiðlar Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi Innlent Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Innlent Fleiri fréttir Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Ríkisstjórn sem þarfnist mikillar samhæfingar milli formannanna Einar baðst fyrirgefningar Sjá meira