„Síðasta manneskjan sem mann myndi nokkurn tímann gruna“ Jón Þór Stefánsson skrifar 10. desember 2024 19:31 Luigi Mangione er 26 ára gamall. EPA Luigi Mangione, sem er grunaður um að skjóta mann til bana á götum New York-borgar í síðustu viku, leit á morðið sem táknræna athöfn til að ógna og ögra meintri spillingu og valdatafli. Þetta kemur fram í lögregluskýrslu sem New York Times hefur undir höndum. Manigone var handtekinn í gærkvöld eftir umfangsmikla leit í nokkurra daga. Hann er talinn hafa myrt Brian Thompson, einn forstjóra UnitedHealthcare eins stærsta sjúkratryggingafélags Bandaríkjanna, verið á flótta þangað til hann var handtekinn í útibúi McDonalds í Pennsylvaníu-ríki. „Miðað við viðbrögð við skotárásinni á netinu, þar sem drápi á yfirmanni sjúkratryggingafyrirtækis er fagnað, er hætta á að margir öfgamenn muni líta á Manigone sem píslarvott, fordæmi sem hægt verði að fylgja eftir,“ segir í lögregluskýrslunni. Lítur líkleg á sig sem hetju Manigone var með í fórum sínum nokkurra blaðsíðna stefnuyfirlýsingu. Að mati lögreglunnar gefur yfirlýsingin til kynna að hann „líti líklega á sjálfan sig sem eins konar hetju sem ákvað loksins að bregðast við ósanngirninni.“ Mangione er kominn af auðugri fjölskyldu frá Baltimore í Maryland sem hefur verið viðloðin fasteignaviðskipti um árabil. Hann dúxaði í einkaskóla á barnsaldri og útskrifaðist úr Háskólanum í Pennsylvaníu árið 2020 með BA og meistaragráðu í tölvunar- og upplýsingafræðum. Útibú McDonalds í Pennsylvaníu þar sem Mangione fannst eftir nokkurra daga leit.EPA Að loknu h´askólanámi fór hann í starfsnám hjá John Hopkins-háskólanum og tölvuleikjaframleiðandanum Firaxis Games. Þar á eftir starfaði hann hjá bílasöluvefsíðunni TrueCar. Grunaði hann alls ekki New York Times segir hann hafa verið í reglulegu sambandi við fjölskyldu sína þar til fyrir sex mánuðum þegar hann hætti þeim samskiptum skyndilega. Luigi Mangione er grunaður um að hafa orðið Brian Thompson, einum forstjóra UnitedHealthcare, að bana.EPA „Hann var síðasta manneskjan sem nokkurn myndi nokkuru sinni gruna,“ hefur New York Times eftir Thomas J. Maronick lögmanni og útvarpsmanni sem þekkir til Mangione-fjölskyldunnar. „Þessi fjölskylda er mikils virt. Hún hefur verið framarlega í Baltimore.“ Jafnramt var rætt við vin Mangione, Aaron Cranston, sem stundaði nám með honum í Gilman-skólanum, sem þykir einn fremsti einkaskólinn í Baltimore. Hann sagði Mangione hafa verið sérstaklega gáfaðan, jafnvel þann klárasta í þessum virta skóla. Mangione hefði verið félagslyndur, vinalegur og ekki sérlega pólitískur. Bakveikindi tekið mikið á Greint hefur verið frá því í fjölmiðlum vestanhafs að í aðdraganda árásarinnar í síðustu viku hafi Mangione glímt við mikinn verk í baki. R.J. Martin, sem kynntist Mangione í Honolulu í Hawaii, þar sem hann hefur dvalið mikið síðustu ár, sagði að bakveikindi hafi háð honum verulega. „Hann vissi að það væri erfitt að fara á stefnumót og vera líkamlega náin einhverjum með bakið í þessu ástandi,“ sagði Martin. „Ég man eftir því þegar hann sagði mér það, og ég greindi djúpria sorg í honum.“ Bandaríkin Erlend sakamál Skotárásir í Bandaríkjunum Forstjóri UnitedHealthcare myrtur Tengdar fréttir Ákærður fyrir morð í New York Hinn tuttugu og sex ára gamli Luigi Mangione, sem var handtekinn í Pennsylvaníu í Bandaríkjunum í gær hefur nú verið formlega ákærður fyrir morð í New York á dögunum. Hann er grunaður um að hafa myrt Brian Thompson, forstjóra eins stærsta sjúkratryggingafyrirtækis Bandaríkjanna, á götu úti í New York. 10. desember 2024 09:15 Morðið afhjúpar kraumandi reiði í garð tryggingafélaga Launmorðið á forstjóra stærsta sjúkratryggingafélagi Bandaríkjanna hefur vakið alls kyns viðbrögð. Stjórmálamenn og fólk í atvinnulífinu votta fjölskyldu Brian Thompson samúð sína, á sama tíma og morðið afhjúpar reiði meðal borgaranna gagnvart kerfinu, sem hefur kraumað undir niðri um langt skeið. 7. desember 2024 15:07 Skrifaði á skothylki sem urðu eftir Maðurinn sem skaut forstjóra eins stærsta sjúkratryggingafyrirtækis Bandaríkjanna til bana á götum New York í gær, er sagður hafa skilið eftir skilaboð á patrónum, eða skothylkjum, skota sem hann skaut Brian Thompson með. Þá hafa verið birtar nýjar myndir af manninum, þær fyrstu þar sem andlit hans sést, en maðurinn gengur enn laus. 5. desember 2024 17:52 Mest lesið Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Erlent Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Erlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Fleiri fréttir Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Sjá meira
Manigone var handtekinn í gærkvöld eftir umfangsmikla leit í nokkurra daga. Hann er talinn hafa myrt Brian Thompson, einn forstjóra UnitedHealthcare eins stærsta sjúkratryggingafélags Bandaríkjanna, verið á flótta þangað til hann var handtekinn í útibúi McDonalds í Pennsylvaníu-ríki. „Miðað við viðbrögð við skotárásinni á netinu, þar sem drápi á yfirmanni sjúkratryggingafyrirtækis er fagnað, er hætta á að margir öfgamenn muni líta á Manigone sem píslarvott, fordæmi sem hægt verði að fylgja eftir,“ segir í lögregluskýrslunni. Lítur líkleg á sig sem hetju Manigone var með í fórum sínum nokkurra blaðsíðna stefnuyfirlýsingu. Að mati lögreglunnar gefur yfirlýsingin til kynna að hann „líti líklega á sjálfan sig sem eins konar hetju sem ákvað loksins að bregðast við ósanngirninni.“ Mangione er kominn af auðugri fjölskyldu frá Baltimore í Maryland sem hefur verið viðloðin fasteignaviðskipti um árabil. Hann dúxaði í einkaskóla á barnsaldri og útskrifaðist úr Háskólanum í Pennsylvaníu árið 2020 með BA og meistaragráðu í tölvunar- og upplýsingafræðum. Útibú McDonalds í Pennsylvaníu þar sem Mangione fannst eftir nokkurra daga leit.EPA Að loknu h´askólanámi fór hann í starfsnám hjá John Hopkins-háskólanum og tölvuleikjaframleiðandanum Firaxis Games. Þar á eftir starfaði hann hjá bílasöluvefsíðunni TrueCar. Grunaði hann alls ekki New York Times segir hann hafa verið í reglulegu sambandi við fjölskyldu sína þar til fyrir sex mánuðum þegar hann hætti þeim samskiptum skyndilega. Luigi Mangione er grunaður um að hafa orðið Brian Thompson, einum forstjóra UnitedHealthcare, að bana.EPA „Hann var síðasta manneskjan sem nokkurn myndi nokkuru sinni gruna,“ hefur New York Times eftir Thomas J. Maronick lögmanni og útvarpsmanni sem þekkir til Mangione-fjölskyldunnar. „Þessi fjölskylda er mikils virt. Hún hefur verið framarlega í Baltimore.“ Jafnramt var rætt við vin Mangione, Aaron Cranston, sem stundaði nám með honum í Gilman-skólanum, sem þykir einn fremsti einkaskólinn í Baltimore. Hann sagði Mangione hafa verið sérstaklega gáfaðan, jafnvel þann klárasta í þessum virta skóla. Mangione hefði verið félagslyndur, vinalegur og ekki sérlega pólitískur. Bakveikindi tekið mikið á Greint hefur verið frá því í fjölmiðlum vestanhafs að í aðdraganda árásarinnar í síðustu viku hafi Mangione glímt við mikinn verk í baki. R.J. Martin, sem kynntist Mangione í Honolulu í Hawaii, þar sem hann hefur dvalið mikið síðustu ár, sagði að bakveikindi hafi háð honum verulega. „Hann vissi að það væri erfitt að fara á stefnumót og vera líkamlega náin einhverjum með bakið í þessu ástandi,“ sagði Martin. „Ég man eftir því þegar hann sagði mér það, og ég greindi djúpria sorg í honum.“
Bandaríkin Erlend sakamál Skotárásir í Bandaríkjunum Forstjóri UnitedHealthcare myrtur Tengdar fréttir Ákærður fyrir morð í New York Hinn tuttugu og sex ára gamli Luigi Mangione, sem var handtekinn í Pennsylvaníu í Bandaríkjunum í gær hefur nú verið formlega ákærður fyrir morð í New York á dögunum. Hann er grunaður um að hafa myrt Brian Thompson, forstjóra eins stærsta sjúkratryggingafyrirtækis Bandaríkjanna, á götu úti í New York. 10. desember 2024 09:15 Morðið afhjúpar kraumandi reiði í garð tryggingafélaga Launmorðið á forstjóra stærsta sjúkratryggingafélagi Bandaríkjanna hefur vakið alls kyns viðbrögð. Stjórmálamenn og fólk í atvinnulífinu votta fjölskyldu Brian Thompson samúð sína, á sama tíma og morðið afhjúpar reiði meðal borgaranna gagnvart kerfinu, sem hefur kraumað undir niðri um langt skeið. 7. desember 2024 15:07 Skrifaði á skothylki sem urðu eftir Maðurinn sem skaut forstjóra eins stærsta sjúkratryggingafyrirtækis Bandaríkjanna til bana á götum New York í gær, er sagður hafa skilið eftir skilaboð á patrónum, eða skothylkjum, skota sem hann skaut Brian Thompson með. Þá hafa verið birtar nýjar myndir af manninum, þær fyrstu þar sem andlit hans sést, en maðurinn gengur enn laus. 5. desember 2024 17:52 Mest lesið Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Erlent Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Erlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Fleiri fréttir Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Sjá meira
Ákærður fyrir morð í New York Hinn tuttugu og sex ára gamli Luigi Mangione, sem var handtekinn í Pennsylvaníu í Bandaríkjunum í gær hefur nú verið formlega ákærður fyrir morð í New York á dögunum. Hann er grunaður um að hafa myrt Brian Thompson, forstjóra eins stærsta sjúkratryggingafyrirtækis Bandaríkjanna, á götu úti í New York. 10. desember 2024 09:15
Morðið afhjúpar kraumandi reiði í garð tryggingafélaga Launmorðið á forstjóra stærsta sjúkratryggingafélagi Bandaríkjanna hefur vakið alls kyns viðbrögð. Stjórmálamenn og fólk í atvinnulífinu votta fjölskyldu Brian Thompson samúð sína, á sama tíma og morðið afhjúpar reiði meðal borgaranna gagnvart kerfinu, sem hefur kraumað undir niðri um langt skeið. 7. desember 2024 15:07
Skrifaði á skothylki sem urðu eftir Maðurinn sem skaut forstjóra eins stærsta sjúkratryggingafyrirtækis Bandaríkjanna til bana á götum New York í gær, er sagður hafa skilið eftir skilaboð á patrónum, eða skothylkjum, skota sem hann skaut Brian Thompson með. Þá hafa verið birtar nýjar myndir af manninum, þær fyrstu þar sem andlit hans sést, en maðurinn gengur enn laus. 5. desember 2024 17:52