Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Hólmfríður Gísladóttir skrifar 11. desember 2024 07:56 Amnesty International segir lögin fela það í sér að þær konur sem deila myndskeiðum af sér á samfélagsmiðlum án höfuðklúts eigi yfir höfði sér að verða dæmdar til dauða. Getty/Anadolu/Fatemeh Bahrami Konur í Íran geta átt von á því að vera dæmdar til dauða eða í allt að fimmtán ára fangelsi ef þær brjóta gegn nýjum „siðferðislögum“ sem taka gildi núna í vikunni. Samkvæmt nýju lögunum má sekta þá eða hýða sem verða uppvísir að því að hylja ekki líkama sinn eða kynda með öðrum hætti undir nekt eða siðaspillingu. Þeir sem gerast ítrekað uppvísir að því að brjóta gegn lögunum eiga yfir höfði sér fimm til fimmtán ára fangelsi. Þeir sem bera siðleysið á borð fyrir erlenda aðila, svo sem fjölmiðla eða erlend samtök, geta sömuleiðis átt von á sekt eða löngum fangelsisdómi og þá geta dómarar nú fundið fólk sekt um „spillingu á jörðu“, sem getur leitt til dauðadóms. Lögin virðast fyrst og fremst beinast gegn konum sem kjósa að bera ekki höfuðklút en aðeins tvö ár eru liðin frá því að mikil mótmæli brutust út í Íran eftir að Mahsa Amini, 22 ára, lést í haldi lögreglu eftir að hún var handtekinn fyrir að bera höfuðklútinn sinn ekki rétt. Konurnar sem tóku þátt í mótmælunum, ættu yfir höfði sér langa fangelsisdóma ef þær endurtækju leikinn nú. Ung kona sem birti myndskeið af sér á dögunum þar sem hún afklæddist var handtekin og flutt á geðsjúkrahús og yfirvöld hafa tilkynnt að þau hyggist setja á laggirnar sérstakar stofnanir þar sem konur verða vistaðar sem hylja ekki hár sitt. Blaðamenn, aðgerðasinnar og sérfræðingar í mannréttindamálum í Íran hafa gagnrýnt löggjöfina harðlega og segja hana grafa verulega undan mannréttindum kvenna. Kona sem Guardian ræddi við, og tók þátt í mótmælunum vegna dauða Möhsu, segir að í raun sé verið að lögleiða ofbeldið sem hún sætti. Lögin fela nefnilega einnig í sér ákvæði um rétt og skyldu annarra til að upplýsa um einstaklinga sem virða ekki boð og bönn um siðferðilegan klæðaburð og þá eiga þeir yfir höfði sér sekt eða fangelsisdóm sem koma í veg fyrir að aðrir grípi inn í þegar kona þykir brjóta gegn lögunum. Íran Jafnréttismál Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira
Samkvæmt nýju lögunum má sekta þá eða hýða sem verða uppvísir að því að hylja ekki líkama sinn eða kynda með öðrum hætti undir nekt eða siðaspillingu. Þeir sem gerast ítrekað uppvísir að því að brjóta gegn lögunum eiga yfir höfði sér fimm til fimmtán ára fangelsi. Þeir sem bera siðleysið á borð fyrir erlenda aðila, svo sem fjölmiðla eða erlend samtök, geta sömuleiðis átt von á sekt eða löngum fangelsisdómi og þá geta dómarar nú fundið fólk sekt um „spillingu á jörðu“, sem getur leitt til dauðadóms. Lögin virðast fyrst og fremst beinast gegn konum sem kjósa að bera ekki höfuðklút en aðeins tvö ár eru liðin frá því að mikil mótmæli brutust út í Íran eftir að Mahsa Amini, 22 ára, lést í haldi lögreglu eftir að hún var handtekinn fyrir að bera höfuðklútinn sinn ekki rétt. Konurnar sem tóku þátt í mótmælunum, ættu yfir höfði sér langa fangelsisdóma ef þær endurtækju leikinn nú. Ung kona sem birti myndskeið af sér á dögunum þar sem hún afklæddist var handtekin og flutt á geðsjúkrahús og yfirvöld hafa tilkynnt að þau hyggist setja á laggirnar sérstakar stofnanir þar sem konur verða vistaðar sem hylja ekki hár sitt. Blaðamenn, aðgerðasinnar og sérfræðingar í mannréttindamálum í Íran hafa gagnrýnt löggjöfina harðlega og segja hana grafa verulega undan mannréttindum kvenna. Kona sem Guardian ræddi við, og tók þátt í mótmælunum vegna dauða Möhsu, segir að í raun sé verið að lögleiða ofbeldið sem hún sætti. Lögin fela nefnilega einnig í sér ákvæði um rétt og skyldu annarra til að upplýsa um einstaklinga sem virða ekki boð og bönn um siðferðilegan klæðaburð og þá eiga þeir yfir höfði sér sekt eða fangelsisdóm sem koma í veg fyrir að aðrir grípi inn í þegar kona þykir brjóta gegn lögunum.
Íran Jafnréttismál Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira