Parið greinir frá nafngiftinni í sameiginlegri færslu á samfélagsmiðlum. Drengurinn komin í heiminn þann 2. október síðastliðinn Fyrir eiga þau Magnús sem er fjögurra ára gamall.
Séra Ólafur Jóhann Borgþórsson stýrði athöfninni sem fór fram í heimahúsi. Systur Eddu Sifjar, þær Eir og Hlín Pálsdætur eru guðmæður Vilhjálms litla.
Edda Sif og Vilhjálmur kynntust innan veggja RÚV en voru upphaflega vinir áður en ástin tók völd. Þau trúlofuðu sig þann 9. október 2022.
Vilhjálmur starfar sem verkefnastjóri stafrænnar kennslu í Háskólanum í Reykjavík. Edda hefur heillað þjóðina með frammistöðu sinni á skjánum sem íþróttafréttakona á RÚV og einnig unnið sem dagskrárgerðarkona í Landanum.