„Það er ekkert drama í þessu – ég rýk ekkert á dyr“ Jakob Bjarnar skrifar 11. desember 2024 14:47 Skarphéðinn þekkir sinn vitjunartíma. Hann lýkur störfum hjá RÚV um áramót og veit ekki hvað tekur við. Kolbrún Vaka Skarphéðinn Guðmundsson hefur sagt starfi sínu sem dagskrárstjóri Ríkisútvarpsins Sjónvarps lausu. Hann hættir um áramótin og segist ekki vita hvað taki við. „Allir eiga sinn vitjunartíma. En þetta hefur verið langur og góður tími,“ segir Skarphéðinn sem hefur sent samstarfsmönnum sínum kveðjubréf. DV greindi frá starfslokunum en þar kemur fram að Skarphéðinn sé sagnfræðingur að mennt og að hann hafi starfað sem dagskrárstjóri Ríkisútvarpsins frá árinu 2012. Þar áður var hann dagskrárstjóri Stöðvar 2 frá 2007 og upplýsingafulltrúi 365 miðla frá 2005. Þar áður var hann um árabil á menningardeild Morgunblaðsins, sem blaðamaður og gagnrýnandi. Ertu þá hættur í fjölmiðlum? „Framtíðin á eftir að leiða það í ljós, ég útiloka ekki neitt í þessum efnum,“ segir Skarphéðinn í samtali við Vísi. „Það er óráðið en í janúar er ég búinn að vera akkúrat 25 ár í fjölmiðlun. Sú tilhugsun skelfir mann, að segja skilið við fjölmiðla, ég veit hvers konar tómarúm það skilur eftir sig. Það á eftir að láta á það reyna, hvort ég treysti mér til þess. Veltur á því hvaða tækifæri sýna sig.“ Skarphéðinn segir áramótin ljómandi tíma til að þess að skipta um starf. „Áramót eru gjarnan tími kaflaskila og þetta er eitthvað sem hefur verið að blunda í mér um einhvern tíma.“ Ekki haft tök á því að velta framhaldinu fyrir sér Skarphéðinn segir starf dagskrárstjóra krefjandi og því fylgi mikið álag. Það hefur hann fundið frá fyrsta degi síðan steig fæti inn í Efstaleitið. „Það er kominn góður tími og tími á annars konar áskoranir fyrir mig. Og tími fyrir nýtt blóð, í starf sem er krefjandi. Það kallar á endurnýjun reglulega. Þetta er þýðingarmikið starf og mikilvægt að sjá til þess að það væri kominn tími á endurnýjun og nýtt blóð.“ Skarphéðinn segir ekkert liggja fyrir með önnur störf en það sé vissulega margt spennandi sem hann hefur verið að íhuga. Skarphéðinn hefur verið hartnær 25 ár í fjölmiðlum. Nú á eftir að koma í ljós hvort hann þoli það tómarúm sem myndast þegar menn hverfa þaðan.Kolbrún Vaka „Ég er ekki að láta af störfum vegna einhvers annars starfs sem bíður. Þetta tekur upp allan manns huga og athygli og ekki mikið svigrúm til að velta fyrir sér öðrum störfum. Það væri ekki sanngjarnt gagnvart vinnustaðnum og ég er fyrst og fremst að horfa fram á þessi kaflaskil og geta nú velt því fyrir mér hvað tekur við næst.“ Hluti af starfinu að svara blaðamönnum Starfið verður auglýst laust til umsóknar en eftir að Skarphéðinn hverfur á braut mun Margrét Jónasdóttir, aðstoðardagskrárstjóri sinna starfi Skarphéðins. Þar til formlega verður gengið frá arftaka hans. „Um áramótin fer ég. Það er ekkert drama í þessu. Þetta er ákvörðun sem ég tók. Ég rýk ekkert á dyr. Það er ýmsu ólokið og ég vil klára það í samvinnu við samstarfsfólk.“ Þá er eiginlega ekki annað eftir en þakka Skarphéðni það hversu liðlegur hann hefur verið að svara blaðamönnum þegar einhver málefni hafa komið upp sem krefjast skýringa. „Það er ekki hægt að svara þessu öðru vísi en svo að ég vinn við það, það er hluti af starfinu að vera til taks og svara fyrir þær ákvarðanir sem hér eru teknar.“ Ríkisútvarpið Fjölmiðlar Tímamót Vistaskipti Mest lesið Verður aflífaður eftir allt saman Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Erlent Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Óttast að mörg hundruð séu látin Erlent Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Fleiri fréttir Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sjá meira
„Allir eiga sinn vitjunartíma. En þetta hefur verið langur og góður tími,“ segir Skarphéðinn sem hefur sent samstarfsmönnum sínum kveðjubréf. DV greindi frá starfslokunum en þar kemur fram að Skarphéðinn sé sagnfræðingur að mennt og að hann hafi starfað sem dagskrárstjóri Ríkisútvarpsins frá árinu 2012. Þar áður var hann dagskrárstjóri Stöðvar 2 frá 2007 og upplýsingafulltrúi 365 miðla frá 2005. Þar áður var hann um árabil á menningardeild Morgunblaðsins, sem blaðamaður og gagnrýnandi. Ertu þá hættur í fjölmiðlum? „Framtíðin á eftir að leiða það í ljós, ég útiloka ekki neitt í þessum efnum,“ segir Skarphéðinn í samtali við Vísi. „Það er óráðið en í janúar er ég búinn að vera akkúrat 25 ár í fjölmiðlun. Sú tilhugsun skelfir mann, að segja skilið við fjölmiðla, ég veit hvers konar tómarúm það skilur eftir sig. Það á eftir að láta á það reyna, hvort ég treysti mér til þess. Veltur á því hvaða tækifæri sýna sig.“ Skarphéðinn segir áramótin ljómandi tíma til að þess að skipta um starf. „Áramót eru gjarnan tími kaflaskila og þetta er eitthvað sem hefur verið að blunda í mér um einhvern tíma.“ Ekki haft tök á því að velta framhaldinu fyrir sér Skarphéðinn segir starf dagskrárstjóra krefjandi og því fylgi mikið álag. Það hefur hann fundið frá fyrsta degi síðan steig fæti inn í Efstaleitið. „Það er kominn góður tími og tími á annars konar áskoranir fyrir mig. Og tími fyrir nýtt blóð, í starf sem er krefjandi. Það kallar á endurnýjun reglulega. Þetta er þýðingarmikið starf og mikilvægt að sjá til þess að það væri kominn tími á endurnýjun og nýtt blóð.“ Skarphéðinn segir ekkert liggja fyrir með önnur störf en það sé vissulega margt spennandi sem hann hefur verið að íhuga. Skarphéðinn hefur verið hartnær 25 ár í fjölmiðlum. Nú á eftir að koma í ljós hvort hann þoli það tómarúm sem myndast þegar menn hverfa þaðan.Kolbrún Vaka „Ég er ekki að láta af störfum vegna einhvers annars starfs sem bíður. Þetta tekur upp allan manns huga og athygli og ekki mikið svigrúm til að velta fyrir sér öðrum störfum. Það væri ekki sanngjarnt gagnvart vinnustaðnum og ég er fyrst og fremst að horfa fram á þessi kaflaskil og geta nú velt því fyrir mér hvað tekur við næst.“ Hluti af starfinu að svara blaðamönnum Starfið verður auglýst laust til umsóknar en eftir að Skarphéðinn hverfur á braut mun Margrét Jónasdóttir, aðstoðardagskrárstjóri sinna starfi Skarphéðins. Þar til formlega verður gengið frá arftaka hans. „Um áramótin fer ég. Það er ekkert drama í þessu. Þetta er ákvörðun sem ég tók. Ég rýk ekkert á dyr. Það er ýmsu ólokið og ég vil klára það í samvinnu við samstarfsfólk.“ Þá er eiginlega ekki annað eftir en þakka Skarphéðni það hversu liðlegur hann hefur verið að svara blaðamönnum þegar einhver málefni hafa komið upp sem krefjast skýringa. „Það er ekki hægt að svara þessu öðru vísi en svo að ég vinn við það, það er hluti af starfinu að vera til taks og svara fyrir þær ákvarðanir sem hér eru teknar.“
Ríkisútvarpið Fjölmiðlar Tímamót Vistaskipti Mest lesið Verður aflífaður eftir allt saman Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Erlent Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Óttast að mörg hundruð séu látin Erlent Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Fleiri fréttir Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sjá meira