Vonbetri eftir daginn í dag Jón Þór Stefánsson og Bjarki Sigurðsson skrifa 11. desember 2024 17:43 Þorgerður Katrín segist bjartsýn eftir viðræður dagsins. Vísir/Vilhelm „Eftir þennan dag er ég vonbetri um að þetta geti náð saman. Ég segi það með þeim fyrirvara að það eru nokkur stór álitaefni eftir. En miðað við hvernig við höfum leyst önnur álitaefni er ég bjartsýn á að við náum niðurstöðum í þeim. Meiri líkur en minni eftir þennan dag að við sjáum nýja ríkisstjórn alla vega fyrir áramót.“ Þetta sagði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar eftir stjórnarmyndunarviðræður dagsins. Vinnan í dag hafi gengið ljómandi vel. Sex starfshópar væru að vinna að ýmsum málum og mjakist ágætlega í vel flestum þessara hópa. „Það veit á gott að ég heyrði að samtöl þessara flokka eru fín. Þetta eru náttúrulega þrír ólíkir flokkar, en um leið er mjög margt sem þeir geta sameinast um,“ sagði Þorgerður í samtali við fréttastofu. Hvernig er tilfinningin eftir daginn í dag? „Hún er ágæt. Eftir daginn í dag myndi ég segja að við höfum þokast nær. Við sjáum bara hvað setur. Það voru góð samtöl tekin í dag, ekki síst á milli okkar formannanna þar sem við erum að ná lendingu í mörgum stórum málum. En nokkur brýn líka eftir sem við þurfum að finna úrlausn á,“ segir Þorgerður Katrín. Það hljóti allir að sjá eftir fréttir um að heildarafkoma ríkissjóðs verði neikvæð um 1,2 prósent af vergri landsframleiðslu á næsta ári. Efnahagsmálinu væru stærsta málið við samningaborðið hjá þessari mögulegu ríkisstjórn „Efnahagsmálin eru að mínu mati alfa og ómega upphafs þessarar ríkisstjórnar. Við erum að vanda okkar þar. Þessar tölur frá fjármálaráðuneytinu um verri afkomu ríkissjóðs gera verkefnið að einhverju leyti snúnara, en við nálgumst það af mikilli festu ábyrgð og hæfilegri bjartsýni.“ Flokkarnir þrír þyrftu enn að leysa nokkur mál sín í milli, en samtal þeirra væri einlægt og heiðarlegt. Komið hefur fram að flokkarnir stefni að því að fækka ráðuneytum. Þorgerður Katrín segir enga tölu komna á fækkun ráðuneyta. Þau samtöl væru í gangi. Í raun sværi fjöldi ráðuneyta ekki stærsta málið. Hvernig er hljóðið innan úr Viðreisn? Er fólk ánægt með þessar stjórnarmyndunarviðræður? „Já ég myndi segja það. Í heildina er fólk ánægt. Það er eftirvænting og forvitni. Mér finnst meðbyrinn meiri með þessum samtölum en ég bjóst upphaflega við. En mér finnst gott að segja að við allar stelpurnar, leyfi ég mér að segja, erum mjög meðvitaðar um okkar ábyrgð. Við þurfum að vinna hratt en samt vanda okkur og gera þetta af festu þannig að samfélagið okkar fari á næstu árum inn í betri og vissari tíma," sagði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir að loknum stjórnarmyndunarviðræðum í dag. Alþingiskosningar 2024 Viðreisn Samfylkingin Flokkur fólksins Tengdar fréttir Bjartsýn á að til verði stjórn sem þori að taka ákvarðanir Formaður Samfylkingarinnar segir ljóst að einhver verkefni verði að bíða vegna verri afkomu ríkissjóðs en áætlanir fráfarandi ríkisstjórnar gerðu ráð fyrir. Hún er þó bjartsýn á mögulegt stjórnarsamstarf flokka sem þori að taka ákvarðanir sem fyrri stjórn hafi ekki treyst sér í. 10. desember 2024 19:23 Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Innlent Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Innlent Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Innlent Fleiri fréttir Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Sjá meira
Þetta sagði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar eftir stjórnarmyndunarviðræður dagsins. Vinnan í dag hafi gengið ljómandi vel. Sex starfshópar væru að vinna að ýmsum málum og mjakist ágætlega í vel flestum þessara hópa. „Það veit á gott að ég heyrði að samtöl þessara flokka eru fín. Þetta eru náttúrulega þrír ólíkir flokkar, en um leið er mjög margt sem þeir geta sameinast um,“ sagði Þorgerður í samtali við fréttastofu. Hvernig er tilfinningin eftir daginn í dag? „Hún er ágæt. Eftir daginn í dag myndi ég segja að við höfum þokast nær. Við sjáum bara hvað setur. Það voru góð samtöl tekin í dag, ekki síst á milli okkar formannanna þar sem við erum að ná lendingu í mörgum stórum málum. En nokkur brýn líka eftir sem við þurfum að finna úrlausn á,“ segir Þorgerður Katrín. Það hljóti allir að sjá eftir fréttir um að heildarafkoma ríkissjóðs verði neikvæð um 1,2 prósent af vergri landsframleiðslu á næsta ári. Efnahagsmálinu væru stærsta málið við samningaborðið hjá þessari mögulegu ríkisstjórn „Efnahagsmálin eru að mínu mati alfa og ómega upphafs þessarar ríkisstjórnar. Við erum að vanda okkar þar. Þessar tölur frá fjármálaráðuneytinu um verri afkomu ríkissjóðs gera verkefnið að einhverju leyti snúnara, en við nálgumst það af mikilli festu ábyrgð og hæfilegri bjartsýni.“ Flokkarnir þrír þyrftu enn að leysa nokkur mál sín í milli, en samtal þeirra væri einlægt og heiðarlegt. Komið hefur fram að flokkarnir stefni að því að fækka ráðuneytum. Þorgerður Katrín segir enga tölu komna á fækkun ráðuneyta. Þau samtöl væru í gangi. Í raun sværi fjöldi ráðuneyta ekki stærsta málið. Hvernig er hljóðið innan úr Viðreisn? Er fólk ánægt með þessar stjórnarmyndunarviðræður? „Já ég myndi segja það. Í heildina er fólk ánægt. Það er eftirvænting og forvitni. Mér finnst meðbyrinn meiri með þessum samtölum en ég bjóst upphaflega við. En mér finnst gott að segja að við allar stelpurnar, leyfi ég mér að segja, erum mjög meðvitaðar um okkar ábyrgð. Við þurfum að vinna hratt en samt vanda okkur og gera þetta af festu þannig að samfélagið okkar fari á næstu árum inn í betri og vissari tíma," sagði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir að loknum stjórnarmyndunarviðræðum í dag.
Alþingiskosningar 2024 Viðreisn Samfylkingin Flokkur fólksins Tengdar fréttir Bjartsýn á að til verði stjórn sem þori að taka ákvarðanir Formaður Samfylkingarinnar segir ljóst að einhver verkefni verði að bíða vegna verri afkomu ríkissjóðs en áætlanir fráfarandi ríkisstjórnar gerðu ráð fyrir. Hún er þó bjartsýn á mögulegt stjórnarsamstarf flokka sem þori að taka ákvarðanir sem fyrri stjórn hafi ekki treyst sér í. 10. desember 2024 19:23 Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Innlent Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Innlent Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Innlent Fleiri fréttir Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Sjá meira
Bjartsýn á að til verði stjórn sem þori að taka ákvarðanir Formaður Samfylkingarinnar segir ljóst að einhver verkefni verði að bíða vegna verri afkomu ríkissjóðs en áætlanir fráfarandi ríkisstjórnar gerðu ráð fyrir. Hún er þó bjartsýn á mögulegt stjórnarsamstarf flokka sem þori að taka ákvarðanir sem fyrri stjórn hafi ekki treyst sér í. 10. desember 2024 19:23