„Vinnum ekki leiki ef við spilum ekki vörn“ Andri Már Eggertsson skrifar 11. desember 2024 22:00 Ólafur Jónas Sigurðsson var ekki ánægður með vörn liðsins Vísir / Pawel Cieslikiewicz Stjarnan tapaði gegn Keflavík á útivelli 105-86. Keflvíkingar voru sterkari aðilinn nánast allan leikinn og Ólafi Jónasi Sigurðssyni, þjálfari Stjörnunnar, fannst niðurstaðan sanngjörn. „Úrslitin gáfu hárrétta mynd af því hvernig leikurinn spilaðist. Nítján stig eru nítján stig en við vorum alltaf að hóta því að koma til baka en við vinnum ekki leiki ef við spilum ekki vörn. Þetta var bara ein sending og opið skot sem var ekki nógu gott.“ „Ég var ánægður með að það komu allar stelpurnar inn á og gáfu allt í þetta og við fengum ýmislegt frá mörgum leikmönnum í kvöld,“ sagði Ólafur Jónas í viðtali beint eftir leik. Ólafur var ekki sáttur með varnarleik Stjörnunnar þar sem heimakonur gerðu 105 stig sem var of mikið að hans mati. „Við vorum búin að fara vel yfir þau atriði sem Keflavík gerir vel og því sem Keflavík er að leitast eftir en við gerðum ekki nógu vel gegn þeim og af hverju ekki er ómögulegt að segja. Við þurfum að skoða það betur og þetta var ekki nógu gott varnarlega. Sóknarlega hef ég ekki eins miklar áhyggjur en varnarlega þurfum við að fara að spýta í lófana.“ Stjarnan byrjaði síðari hálfleik af krafti og kom forskoti Keflavíkur undir tíu stig og Ólafur var ánægður með þann kafla hjá liðinu. „Þá fórum við að spila vörn og færslurnar voru góðar. Við vorum grimmar og ekki til baka eins og í fyrri hálfleik. Mér fannst við voðalega hræddar í fyrri hálfleik en breyttum því á þessum kafla og fengum blóð á tennurnar og fórum að gera betur en síðan fór vindurinn úr því.“ Aðspurður út í það hvort honum fannst Stjarnan fá einhver tækifæri í fjórða leikhluta til að ógna forskoti Keflavíkur var Ólafur ekki viss. „Ég hef ekki hugmynd um það. Mögulega voru einhver augnablik sem við hefðum geta gert betur en ég er ekki viss,“ sagði Ólafur Jónas að lokum. Stjarnan Bónus-deild kvenna Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Enski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA Körfubolti Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Fótbolti Selfoss jafnaði metin Handbolti Fleiri fréttir Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Dagskráin í dag: Besta deild kvenna og Ronaldo „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Stemmningin í húsinu hjálpar“ „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham FCK tímabundið á toppinn Höfðu betur eftir framlengdan leik Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Valur og KR unnu Scania Cup Sjá meira
„Úrslitin gáfu hárrétta mynd af því hvernig leikurinn spilaðist. Nítján stig eru nítján stig en við vorum alltaf að hóta því að koma til baka en við vinnum ekki leiki ef við spilum ekki vörn. Þetta var bara ein sending og opið skot sem var ekki nógu gott.“ „Ég var ánægður með að það komu allar stelpurnar inn á og gáfu allt í þetta og við fengum ýmislegt frá mörgum leikmönnum í kvöld,“ sagði Ólafur Jónas í viðtali beint eftir leik. Ólafur var ekki sáttur með varnarleik Stjörnunnar þar sem heimakonur gerðu 105 stig sem var of mikið að hans mati. „Við vorum búin að fara vel yfir þau atriði sem Keflavík gerir vel og því sem Keflavík er að leitast eftir en við gerðum ekki nógu vel gegn þeim og af hverju ekki er ómögulegt að segja. Við þurfum að skoða það betur og þetta var ekki nógu gott varnarlega. Sóknarlega hef ég ekki eins miklar áhyggjur en varnarlega þurfum við að fara að spýta í lófana.“ Stjarnan byrjaði síðari hálfleik af krafti og kom forskoti Keflavíkur undir tíu stig og Ólafur var ánægður með þann kafla hjá liðinu. „Þá fórum við að spila vörn og færslurnar voru góðar. Við vorum grimmar og ekki til baka eins og í fyrri hálfleik. Mér fannst við voðalega hræddar í fyrri hálfleik en breyttum því á þessum kafla og fengum blóð á tennurnar og fórum að gera betur en síðan fór vindurinn úr því.“ Aðspurður út í það hvort honum fannst Stjarnan fá einhver tækifæri í fjórða leikhluta til að ógna forskoti Keflavíkur var Ólafur ekki viss. „Ég hef ekki hugmynd um það. Mögulega voru einhver augnablik sem við hefðum geta gert betur en ég er ekki viss,“ sagði Ólafur Jónas að lokum.
Stjarnan Bónus-deild kvenna Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Enski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA Körfubolti Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Fótbolti Selfoss jafnaði metin Handbolti Fleiri fréttir Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Dagskráin í dag: Besta deild kvenna og Ronaldo „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Stemmningin í húsinu hjálpar“ „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham FCK tímabundið á toppinn Höfðu betur eftir framlengdan leik Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Valur og KR unnu Scania Cup Sjá meira