Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Vésteinn Örn Pétursson skrifar 12. desember 2024 12:04 Erindi borgarans til borgarinnar var ekki svarað í tvö ár. Vísir/Vilhelm Lögfræðingur á umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkurborgar segist taka ábendingar Umboðsmanns Alþingis um aðgengi fólks að starfsfólki og þjónustu sviðsins alvarlega. Mannleg mistök hafi leitt til þess að gagnabeiðni frá borgara var ekki afgreidd í tvö ár. Í gær birti umboðsmaður bréf sem hann sendi Reykjavíkurborg fyrr í mánuðinum, vegna kvörtunar manns sem beið í meira en tvö ár eftir afgreiðslu beiðni sinnar um aðgang að gögnum og upplýsingum hjá umhverfis- og skipulagssviði. Lögfræðingur hjá borginni segir miður að farist hafi fyrir að afgreiða gagnabeiðni mannsins, sem barst í ágúst 2022. Beiðnin hafi einfaldlega gleymst. „Síðan er það í raun ekki fyrr en kvörtun berst til umboðsmanns og umboðsmaður snýr sér að okkur, að það er orðið við þessari gagnabeiðni. Auðvitað hefði átt að afgreiða hana á þessum tíma, eins og gengur og gerist,“ segir Auðun Helgason, deildarstjóri lögfræðideildar hjá umhverfis- og skipulagssviði Umboðsmaður sjálfur í vandræðum að fá svör Í bréfinu sagði að umboðsmanni hefði gengið erfiðlega að fá svör við spurningum sínum, meðal annars þar sem ekki væri hægt að ná í starfsfólk sviðsins í síma. Umboðsmaður hafi ítrekað þurft að ganga eftir skýrari svörum við fyrirspurnum sínum með tölvubréfi. Auðun Helgason er deildarstjóri lögfræðideildar umhverfis- og skiplagssviðs Reykjavíkurborgar. „Í þessu tilviki var reynt að ná í starfsmann sem var upptekinn en það má kannski leiðrétta það að það er að öllu jöfnu hægt að hafa samband við starfsfólk, og ef það er upptekið þá á fólk að hringja til baka. Una tilmælum umboðsmanns og taka þau til sín Niðurstöðu umboðsmanns verði unað og skoðað hvort mál sem þetta eigi sér einhverja hliðstæðu. „Að sjálfsögðu tökum við þessu tilmæli til okkar. Við erum enn í samskiptum við umboðsmann Alþingis og reiknum með að bregðast við bréfinu eigi síðar en í dag.“ Með hvaða hætti verður það gert? „Það stendur enn út af borðinu að svara aðallega tveimur spurningum. Þær varða leiðbeiningarskyldu umhverfis- og skipulagssviðs og fara nánar út í það hvernig símsvörun fer fram almennt hjá sviðinu,“ segir Auðun. Reykjavík Stjórnsýsla Umboðsmaður Alþingis Mest lesið Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Erlent Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Innlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Fleiri fréttir Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Sjá meira
Í gær birti umboðsmaður bréf sem hann sendi Reykjavíkurborg fyrr í mánuðinum, vegna kvörtunar manns sem beið í meira en tvö ár eftir afgreiðslu beiðni sinnar um aðgang að gögnum og upplýsingum hjá umhverfis- og skipulagssviði. Lögfræðingur hjá borginni segir miður að farist hafi fyrir að afgreiða gagnabeiðni mannsins, sem barst í ágúst 2022. Beiðnin hafi einfaldlega gleymst. „Síðan er það í raun ekki fyrr en kvörtun berst til umboðsmanns og umboðsmaður snýr sér að okkur, að það er orðið við þessari gagnabeiðni. Auðvitað hefði átt að afgreiða hana á þessum tíma, eins og gengur og gerist,“ segir Auðun Helgason, deildarstjóri lögfræðideildar hjá umhverfis- og skipulagssviði Umboðsmaður sjálfur í vandræðum að fá svör Í bréfinu sagði að umboðsmanni hefði gengið erfiðlega að fá svör við spurningum sínum, meðal annars þar sem ekki væri hægt að ná í starfsfólk sviðsins í síma. Umboðsmaður hafi ítrekað þurft að ganga eftir skýrari svörum við fyrirspurnum sínum með tölvubréfi. Auðun Helgason er deildarstjóri lögfræðideildar umhverfis- og skiplagssviðs Reykjavíkurborgar. „Í þessu tilviki var reynt að ná í starfsmann sem var upptekinn en það má kannski leiðrétta það að það er að öllu jöfnu hægt að hafa samband við starfsfólk, og ef það er upptekið þá á fólk að hringja til baka. Una tilmælum umboðsmanns og taka þau til sín Niðurstöðu umboðsmanns verði unað og skoðað hvort mál sem þetta eigi sér einhverja hliðstæðu. „Að sjálfsögðu tökum við þessu tilmæli til okkar. Við erum enn í samskiptum við umboðsmann Alþingis og reiknum með að bregðast við bréfinu eigi síðar en í dag.“ Með hvaða hætti verður það gert? „Það stendur enn út af borðinu að svara aðallega tveimur spurningum. Þær varða leiðbeiningarskyldu umhverfis- og skipulagssviðs og fara nánar út í það hvernig símsvörun fer fram almennt hjá sviðinu,“ segir Auðun.
Reykjavík Stjórnsýsla Umboðsmaður Alþingis Mest lesið Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Erlent Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Innlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Fleiri fréttir Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Sjá meira