Áfall fyrir andstæðinga sjókvíaeldis í Seyðisfirði Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 13. desember 2024 13:07 Benedikta varð fyrir miklum vonbrigðum með tillögu MAST og setur ennfremur spurningamerki við tímasetninguna. Formaður VÁ, Félags um verndun fjarðar, segir tillögu MAST að rekstrarleyfi Kaldvíkur til fiskeldis í Seyðisfirði vera áfall fyrir alla sem hafa barist gegn áformunum. Hún segir þennan tímapunkt einstaklega vondan fyrir tillöguna, nú sé starfsstjórn og korter í jól. Hún kveðst handviss um að landsmenn standi með Seyðfirðingum. Á heimasíðu MAST í gær birtist tillaga stofnunarinnar að rekstrarleyfi í Seyðisfirði vegna sjókvíaeldis Kaldvíkur hf. með allt að tíu þúsund tonna hámarkslífmassa af laxi. Hámark lífmassa af frjóum laxi má vera allt að sex þúsund og fimm hundruð tonn. Benedikta Guðrún Svavarsdóttir, formaður VÁ, félags um verndun fjarðar, hefur ásamt félögum sínum barist gegn þessum áformum í fjögur ár. „Þetta er bara mikið áfall fyrir okkur sem höfum verið að berjast fyrir hönd meirihluta íbúa á Seyðisfirði gegn þessum áformum, mjög vont að fá þetta núna á meðan starfsstjórn er við völd og rétt fyrir jól þegar allir eru bara á leiðinni í jólafrí og aðventuna og vi höfum til 20. janúar til að bregðast við og við erum í miklu samtali við stofnanir sem hafa með leyfið að gera því við sjáum marga ágalla á því þannig að það er mjög mikið áfall að það þurfi að drífa svona í þessu og maður veltir fyrir sér af hverju þurfið þið að drífa svona i þessu núna og af hverju þessi tímapunktur er valinn.“ Henni finnst sem sjónarmið Seyðfirðinga séu virt að vettugi og að meirihluti sveitarstjórnar Múlaþings hafi ekki talað máli íbúanna. „Það næsta sem tók við var haf- og strandsvæðiskipulag og þar var lofað samráði við íbúa, hagaðilar og íbúar áttu að komast að borðinu áður en haf- og strandsvæðisskipulag var samþykkt, þá liggur fyrir skoðanakönnun sveitarfélagsins Múlaþings sem sýndi að 75% íbúa Seyðisfjarðar voru á móti áformunum og á þetta hefur ekki verið hlustað og þetta er auðvitað algjörlega óásættanlegt.“ „Það á auðvitað að hlusta á íbúana. Það vita allir að þetta er ekki rétt og ég veit að landsmenn standa með Seyðfirðingum og það er mikilvægt að íbúarnir fái að stýra framtíð síns bæjarfélags,“ segir Benedikta Guðrún Svavarsdóttir, formaður VÁ, Félags um verndun fjarðar. Sjókvíaeldi Skoðanakannanir Múlaþing Fiskeldi Tengdar fréttir Telja Seyðisfjörð þola tíu þúsund tonn af eldislaxi Matvælastofnun hefur unnið tillögu að rekstrarleyfi vegna sjókvíaeldis Kaldvíkur hf. með allt að 10.000 tonna hámarkslífmassa af laxi. Hámark lífmassa af frjóum laxi má vera allt að 6.500 tonn. Tillagan byggir á matsskýrslu frá árinu 2020 um 10.000 tonna laxeldi í Seyðisfirði. 13. desember 2024 09:42 Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Ný könnun leiðir í ljós að mikill meirihluti spurðra er andvígur fyrirhuguðu 10 þúsund tonna laxeldi í opnum sjókvíum í Seyðisfirði. 22. nóvember 2024 15:06 Mest lesið Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður Vaktin: Dómur kveðinn upp í Gufunesmálinu Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Erlent Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Innlent Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Innlent Fleiri fréttir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Gufunesmálinu Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Sjá meira
Á heimasíðu MAST í gær birtist tillaga stofnunarinnar að rekstrarleyfi í Seyðisfirði vegna sjókvíaeldis Kaldvíkur hf. með allt að tíu þúsund tonna hámarkslífmassa af laxi. Hámark lífmassa af frjóum laxi má vera allt að sex þúsund og fimm hundruð tonn. Benedikta Guðrún Svavarsdóttir, formaður VÁ, félags um verndun fjarðar, hefur ásamt félögum sínum barist gegn þessum áformum í fjögur ár. „Þetta er bara mikið áfall fyrir okkur sem höfum verið að berjast fyrir hönd meirihluta íbúa á Seyðisfirði gegn þessum áformum, mjög vont að fá þetta núna á meðan starfsstjórn er við völd og rétt fyrir jól þegar allir eru bara á leiðinni í jólafrí og aðventuna og vi höfum til 20. janúar til að bregðast við og við erum í miklu samtali við stofnanir sem hafa með leyfið að gera því við sjáum marga ágalla á því þannig að það er mjög mikið áfall að það þurfi að drífa svona í þessu og maður veltir fyrir sér af hverju þurfið þið að drífa svona i þessu núna og af hverju þessi tímapunktur er valinn.“ Henni finnst sem sjónarmið Seyðfirðinga séu virt að vettugi og að meirihluti sveitarstjórnar Múlaþings hafi ekki talað máli íbúanna. „Það næsta sem tók við var haf- og strandsvæðiskipulag og þar var lofað samráði við íbúa, hagaðilar og íbúar áttu að komast að borðinu áður en haf- og strandsvæðisskipulag var samþykkt, þá liggur fyrir skoðanakönnun sveitarfélagsins Múlaþings sem sýndi að 75% íbúa Seyðisfjarðar voru á móti áformunum og á þetta hefur ekki verið hlustað og þetta er auðvitað algjörlega óásættanlegt.“ „Það á auðvitað að hlusta á íbúana. Það vita allir að þetta er ekki rétt og ég veit að landsmenn standa með Seyðfirðingum og það er mikilvægt að íbúarnir fái að stýra framtíð síns bæjarfélags,“ segir Benedikta Guðrún Svavarsdóttir, formaður VÁ, Félags um verndun fjarðar.
Sjókvíaeldi Skoðanakannanir Múlaþing Fiskeldi Tengdar fréttir Telja Seyðisfjörð þola tíu þúsund tonn af eldislaxi Matvælastofnun hefur unnið tillögu að rekstrarleyfi vegna sjókvíaeldis Kaldvíkur hf. með allt að 10.000 tonna hámarkslífmassa af laxi. Hámark lífmassa af frjóum laxi má vera allt að 6.500 tonn. Tillagan byggir á matsskýrslu frá árinu 2020 um 10.000 tonna laxeldi í Seyðisfirði. 13. desember 2024 09:42 Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Ný könnun leiðir í ljós að mikill meirihluti spurðra er andvígur fyrirhuguðu 10 þúsund tonna laxeldi í opnum sjókvíum í Seyðisfirði. 22. nóvember 2024 15:06 Mest lesið Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður Vaktin: Dómur kveðinn upp í Gufunesmálinu Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Erlent Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Innlent Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Innlent Fleiri fréttir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Gufunesmálinu Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Sjá meira
Telja Seyðisfjörð þola tíu þúsund tonn af eldislaxi Matvælastofnun hefur unnið tillögu að rekstrarleyfi vegna sjókvíaeldis Kaldvíkur hf. með allt að 10.000 tonna hámarkslífmassa af laxi. Hámark lífmassa af frjóum laxi má vera allt að 6.500 tonn. Tillagan byggir á matsskýrslu frá árinu 2020 um 10.000 tonna laxeldi í Seyðisfirði. 13. desember 2024 09:42
Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Ný könnun leiðir í ljós að mikill meirihluti spurðra er andvígur fyrirhuguðu 10 þúsund tonna laxeldi í opnum sjókvíum í Seyðisfirði. 22. nóvember 2024 15:06