„Kom mér algjörlega í opna skjöldu að sjá hvernig þetta lítur út“ Bjarki Sigurðsson skrifar 13. desember 2024 22:55 Einar Þorsteinsson borgarstjóri segir víðtækt samráð hafa verið haft við íbúa í Grafarvogi. Vísir/Vilhelm Borgarstjóri segir hæð og útlit á umdeildu vöruhúsi í Breiðholti hafa komið sér algjörlega í opna skjöldu. Hann vill kanna hvort hægt sé að lækka húsið. Í vikunni var fjallað um stærðarinnar vöruhús sem hefur verið reist örfáum metrum frá fjölbýlishúsi í Breiðholti. Íbúi í húsinu sagðist vera afar ósáttur með nýbygginguna, hávaðann sem fylgdi framkvæmdunum og útsýni sem er ekkert sérstaklega spennandi. Í dag sendi byggingaraðilinn, félagið Álfabakki 2 ehf., frá sér tilkynningu þar sem áréttað var að framkvæmdirnar væru með öllu í takti við gildandi deiliskipulag. Allar teikningar hafi verið staðfestar af hálfu borgarinnar. Hagar koma til með að leigja bygginguna þegar hún er fullkláruð, en að öðru leyti kemur fyrirtækið ekki að framkvæmdunum. Borgin hefur verið gagnrýnd fyrir að leyfa uppbygginguna en borgarstjóri segist vilja hefja samtal við eigendur hússins um að lækka það. „Það kom mér algjörlega í opna skjöldu að sjá hvernig þetta lítur út. Ég held að enginn hafi alveg áttað sig á því hvað væri að gerast fyrr en við sjáum þetta rísa. Að mínu viti er þetta algjörlega óásættanlegt. Það gengur ekki að koma svona fram gagnvart íbúum í borginni,“ segir Einar Þorsteinsson borgarstjóri. Borgin beri vissulega ábyrgð á því að skipulagið hafi komist í gegn. En hvernig getur það gerst að þetta verði svona án þess að borgin taki neitt sérstaklega eftir því? „Það þarf að rýna í það mjög vel. Horfast í augu við okkar ábyrgð í þessu og ábyrgð uppbyggingaraðilans sem er að framkvæma þarna. Það þarf að hanna hús svo þau falli inn í umhverfið,“ segir Einar. Uppbyggingin hafi átt sér langan aðdraganda. „Ég alla vega áttaði mig ekki á því hvernig þetta myndi koma til með að líta út og mér finnst þetta ekki ganga. Þannig nú stígum við aðeins inn í og reynum að mæta áhyggjum íbúa,“ segir Einar. Reykjavík Skipulag Húsnæðismál Neytendur Vöruskemma við Álfabakka Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Árborg girnist svæði Flóahrepps Innlent Fleiri fréttir Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Sjá meira
Í vikunni var fjallað um stærðarinnar vöruhús sem hefur verið reist örfáum metrum frá fjölbýlishúsi í Breiðholti. Íbúi í húsinu sagðist vera afar ósáttur með nýbygginguna, hávaðann sem fylgdi framkvæmdunum og útsýni sem er ekkert sérstaklega spennandi. Í dag sendi byggingaraðilinn, félagið Álfabakki 2 ehf., frá sér tilkynningu þar sem áréttað var að framkvæmdirnar væru með öllu í takti við gildandi deiliskipulag. Allar teikningar hafi verið staðfestar af hálfu borgarinnar. Hagar koma til með að leigja bygginguna þegar hún er fullkláruð, en að öðru leyti kemur fyrirtækið ekki að framkvæmdunum. Borgin hefur verið gagnrýnd fyrir að leyfa uppbygginguna en borgarstjóri segist vilja hefja samtal við eigendur hússins um að lækka það. „Það kom mér algjörlega í opna skjöldu að sjá hvernig þetta lítur út. Ég held að enginn hafi alveg áttað sig á því hvað væri að gerast fyrr en við sjáum þetta rísa. Að mínu viti er þetta algjörlega óásættanlegt. Það gengur ekki að koma svona fram gagnvart íbúum í borginni,“ segir Einar Þorsteinsson borgarstjóri. Borgin beri vissulega ábyrgð á því að skipulagið hafi komist í gegn. En hvernig getur það gerst að þetta verði svona án þess að borgin taki neitt sérstaklega eftir því? „Það þarf að rýna í það mjög vel. Horfast í augu við okkar ábyrgð í þessu og ábyrgð uppbyggingaraðilans sem er að framkvæma þarna. Það þarf að hanna hús svo þau falli inn í umhverfið,“ segir Einar. Uppbyggingin hafi átt sér langan aðdraganda. „Ég alla vega áttaði mig ekki á því hvernig þetta myndi koma til með að líta út og mér finnst þetta ekki ganga. Þannig nú stígum við aðeins inn í og reynum að mæta áhyggjum íbúa,“ segir Einar.
Reykjavík Skipulag Húsnæðismál Neytendur Vöruskemma við Álfabakka Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Árborg girnist svæði Flóahrepps Innlent Fleiri fréttir Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Sjá meira