„Kom mér algjörlega í opna skjöldu að sjá hvernig þetta lítur út“ Bjarki Sigurðsson skrifar 13. desember 2024 22:55 Einar Þorsteinsson borgarstjóri segir víðtækt samráð hafa verið haft við íbúa í Grafarvogi. Vísir/Vilhelm Borgarstjóri segir hæð og útlit á umdeildu vöruhúsi í Breiðholti hafa komið sér algjörlega í opna skjöldu. Hann vill kanna hvort hægt sé að lækka húsið. Í vikunni var fjallað um stærðarinnar vöruhús sem hefur verið reist örfáum metrum frá fjölbýlishúsi í Breiðholti. Íbúi í húsinu sagðist vera afar ósáttur með nýbygginguna, hávaðann sem fylgdi framkvæmdunum og útsýni sem er ekkert sérstaklega spennandi. Í dag sendi byggingaraðilinn, félagið Álfabakki 2 ehf., frá sér tilkynningu þar sem áréttað var að framkvæmdirnar væru með öllu í takti við gildandi deiliskipulag. Allar teikningar hafi verið staðfestar af hálfu borgarinnar. Hagar koma til með að leigja bygginguna þegar hún er fullkláruð, en að öðru leyti kemur fyrirtækið ekki að framkvæmdunum. Borgin hefur verið gagnrýnd fyrir að leyfa uppbygginguna en borgarstjóri segist vilja hefja samtal við eigendur hússins um að lækka það. „Það kom mér algjörlega í opna skjöldu að sjá hvernig þetta lítur út. Ég held að enginn hafi alveg áttað sig á því hvað væri að gerast fyrr en við sjáum þetta rísa. Að mínu viti er þetta algjörlega óásættanlegt. Það gengur ekki að koma svona fram gagnvart íbúum í borginni,“ segir Einar Þorsteinsson borgarstjóri. Borgin beri vissulega ábyrgð á því að skipulagið hafi komist í gegn. En hvernig getur það gerst að þetta verði svona án þess að borgin taki neitt sérstaklega eftir því? „Það þarf að rýna í það mjög vel. Horfast í augu við okkar ábyrgð í þessu og ábyrgð uppbyggingaraðilans sem er að framkvæma þarna. Það þarf að hanna hús svo þau falli inn í umhverfið,“ segir Einar. Uppbyggingin hafi átt sér langan aðdraganda. „Ég alla vega áttaði mig ekki á því hvernig þetta myndi koma til með að líta út og mér finnst þetta ekki ganga. Þannig nú stígum við aðeins inn í og reynum að mæta áhyggjum íbúa,“ segir Einar. Reykjavík Skipulag Húsnæðismál Neytendur Vöruskemma við Álfabakka Mest lesið Afþakkaði boð Samherja og fékk 35 milljóna reikning Innlent Galnar nafnabreytingar og dularfull veikindi Innlent Þorsteinn banaði konu sinni á Akureyri Innlent Stjórn segir uppbygginguna þrekvirki en frjálsíþróttirnar harma stöðuna Innlent Vöruhúsið ekki hannað af arkitekt Innlent Sagðist þekkja piltana og foreldra þeirra áður en hún braut á þeim Innlent Féllst á að greiða tugi milljóna vegna áramótaíkveikju á Akranesi Innlent „Kimdátar“ berjast og falla í Kúrsk Erlent Einkavæðingaráform gætu hrakið Ísrael úr Eurovision Erlent Stefán Einar sýknaður af kæru eins höfunda áramótaskaupsins Innlent Fleiri fréttir Rafbyssu beitt í fyrsta sinn Leggja til framtíðarsýn fyrir breytta Grindavík Stefán Einar sýknaður af kæru eins höfunda áramótaskaupsins Trjádeila í Kópavogi fer fyrir Hæstarétt Þorsteinn banaði konu sinni á Akureyri Skera niður í fangelsunum vegna tugmilljóna króna hallarekstrar Féllst á að greiða tugi milljóna vegna áramótaíkveikju á Akranesi Afþakkaði boð Samherja og fékk 35 milljóna reikning Galnar nafnabreytingar og dularfull veikindi Stjórn segir uppbygginguna þrekvirki en frjálsíþróttirnar harma stöðuna Sjóvá bótaskylt vegna slyss á flugslysaæfingu Eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Vöruhúsið ekki hannað af arkitekt Nýr ráðherra muni leita allra leiða til að ógilda leyfið 30 ætlaðir þolendur Quang Lé lifi við óvissu og óöryggi Pakkaflóðið of stórt fyrir flugvélar erlendis frá Hvalveiðileyfið endurnýjast út í eitt Sagðist þekkja piltana og foreldra þeirra áður en hún braut á þeim Hvalveiðileyfið sem endurnýjast út í eitt og stund með átrúnaðargoðum Steinvala á fleygiferð varð að skærum vígahnetti Ættfræði þrætuepli í deilu sem enn harðnar Ekki nauðgun heldur kynferðisleg áreitni í leigubíl Stakk mann þrisvar og reyndi svo að stela hjólinu hans Segir engan hafa sagt neitt fyrr en nágranni fór í stríð við ísbúðina Tugir milljóna króna beint til formanns FH Endurbætur hefjist nú ekki fyrr en í fyrsta lagi 2031 Reiknar með að hefja aftur störf á föstudag Sendu Europol ábendingu um hatursorðræðu á íslenskum síðum Vinna hafin við stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar Vinna við skrif stjórnarsáttmála hafin Sjá meira
Í vikunni var fjallað um stærðarinnar vöruhús sem hefur verið reist örfáum metrum frá fjölbýlishúsi í Breiðholti. Íbúi í húsinu sagðist vera afar ósáttur með nýbygginguna, hávaðann sem fylgdi framkvæmdunum og útsýni sem er ekkert sérstaklega spennandi. Í dag sendi byggingaraðilinn, félagið Álfabakki 2 ehf., frá sér tilkynningu þar sem áréttað var að framkvæmdirnar væru með öllu í takti við gildandi deiliskipulag. Allar teikningar hafi verið staðfestar af hálfu borgarinnar. Hagar koma til með að leigja bygginguna þegar hún er fullkláruð, en að öðru leyti kemur fyrirtækið ekki að framkvæmdunum. Borgin hefur verið gagnrýnd fyrir að leyfa uppbygginguna en borgarstjóri segist vilja hefja samtal við eigendur hússins um að lækka það. „Það kom mér algjörlega í opna skjöldu að sjá hvernig þetta lítur út. Ég held að enginn hafi alveg áttað sig á því hvað væri að gerast fyrr en við sjáum þetta rísa. Að mínu viti er þetta algjörlega óásættanlegt. Það gengur ekki að koma svona fram gagnvart íbúum í borginni,“ segir Einar Þorsteinsson borgarstjóri. Borgin beri vissulega ábyrgð á því að skipulagið hafi komist í gegn. En hvernig getur það gerst að þetta verði svona án þess að borgin taki neitt sérstaklega eftir því? „Það þarf að rýna í það mjög vel. Horfast í augu við okkar ábyrgð í þessu og ábyrgð uppbyggingaraðilans sem er að framkvæma þarna. Það þarf að hanna hús svo þau falli inn í umhverfið,“ segir Einar. Uppbyggingin hafi átt sér langan aðdraganda. „Ég alla vega áttaði mig ekki á því hvernig þetta myndi koma til með að líta út og mér finnst þetta ekki ganga. Þannig nú stígum við aðeins inn í og reynum að mæta áhyggjum íbúa,“ segir Einar.
Reykjavík Skipulag Húsnæðismál Neytendur Vöruskemma við Álfabakka Mest lesið Afþakkaði boð Samherja og fékk 35 milljóna reikning Innlent Galnar nafnabreytingar og dularfull veikindi Innlent Þorsteinn banaði konu sinni á Akureyri Innlent Stjórn segir uppbygginguna þrekvirki en frjálsíþróttirnar harma stöðuna Innlent Vöruhúsið ekki hannað af arkitekt Innlent Sagðist þekkja piltana og foreldra þeirra áður en hún braut á þeim Innlent Féllst á að greiða tugi milljóna vegna áramótaíkveikju á Akranesi Innlent „Kimdátar“ berjast og falla í Kúrsk Erlent Einkavæðingaráform gætu hrakið Ísrael úr Eurovision Erlent Stefán Einar sýknaður af kæru eins höfunda áramótaskaupsins Innlent Fleiri fréttir Rafbyssu beitt í fyrsta sinn Leggja til framtíðarsýn fyrir breytta Grindavík Stefán Einar sýknaður af kæru eins höfunda áramótaskaupsins Trjádeila í Kópavogi fer fyrir Hæstarétt Þorsteinn banaði konu sinni á Akureyri Skera niður í fangelsunum vegna tugmilljóna króna hallarekstrar Féllst á að greiða tugi milljóna vegna áramótaíkveikju á Akranesi Afþakkaði boð Samherja og fékk 35 milljóna reikning Galnar nafnabreytingar og dularfull veikindi Stjórn segir uppbygginguna þrekvirki en frjálsíþróttirnar harma stöðuna Sjóvá bótaskylt vegna slyss á flugslysaæfingu Eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Vöruhúsið ekki hannað af arkitekt Nýr ráðherra muni leita allra leiða til að ógilda leyfið 30 ætlaðir þolendur Quang Lé lifi við óvissu og óöryggi Pakkaflóðið of stórt fyrir flugvélar erlendis frá Hvalveiðileyfið endurnýjast út í eitt Sagðist þekkja piltana og foreldra þeirra áður en hún braut á þeim Hvalveiðileyfið sem endurnýjast út í eitt og stund með átrúnaðargoðum Steinvala á fleygiferð varð að skærum vígahnetti Ættfræði þrætuepli í deilu sem enn harðnar Ekki nauðgun heldur kynferðisleg áreitni í leigubíl Stakk mann þrisvar og reyndi svo að stela hjólinu hans Segir engan hafa sagt neitt fyrr en nágranni fór í stríð við ísbúðina Tugir milljóna króna beint til formanns FH Endurbætur hefjist nú ekki fyrr en í fyrsta lagi 2031 Reiknar með að hefja aftur störf á föstudag Sendu Europol ábendingu um hatursorðræðu á íslenskum síðum Vinna hafin við stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar Vinna við skrif stjórnarsáttmála hafin Sjá meira