Ísrael lokar sendiráði sínu á Írlandi Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 15. desember 2024 16:18 Gídeon Saar er utanríkisráðherra Ísraels. EPA/Martin Divisek Ísraelsk stjórnvöld hafa tilkynnt um að sendiráði Ísraels í Dyflinni á Írlandi verði lokað. Utanríkisráðuneytið segir það helst koma til vegna „öfgafullrar“ og „andsemitískrar“ stefnu írskra stjórnvalda í garð Ísraels. Samband Írlands og Ísraels hefur stirfnað talsvert og þá sérstaklega í kjölfar þess að Írar lýstu yfir stuðningi sínum á mál fyrir alþjóðadómstólnum þar sem Ísraelar eru sakaðir um þjóðarmorð á Gasasvæðinu. Ísraelar hafa þó ekki lokað sendiráðum sínum í öðrum ríkjum sem standa að málsókninni, líkt og Egyptalandi, Spáni og Mexíkó. Sakar írsk stjórnvöld um gyðingahatur Í fréttatilkynningu á vef utanríkisráðuneytisins eru helstu ástæður ákvörðunarinnar tíundaðar, þar ber á viðurkenningu Írlands á sjálfstæði palestínska ríkisins og svo stuðning þeirra við málsóknina í alþjóðadómstólnum. Haft er einnig eftir Gídeon Saar utanríkisráðherra að Írland hafi farið yfir öll mörk í samskiptum sínum við Ísraela og að það stafi af gyðingahatri og tvöföldu siðferði. „Ísrael mun fjárfesta í því að styrkja samband sitt við lönd um allan heim samkvæmt forgangsröðum sem tekur aðgerðir og orðræðu landanna í garð Ísraels með í reikninginn,“ er haft eftir honum en í tilkynningunni greinir hann einnig frá því að Ísrael hyggist opna sendiráð í Moldóvu. „Það eru lönd sem hafa áhuga á því að styrkja samband sitt við Ísrael þar sem við erum ekki með ísraelskt sendiráð,“ segir hann. Harmar ákvörðunina Simon Harris, forsætisráðherra Írlands, hefur tjáð sig um ákvörðun Ísraela. Í færslu á samfélagsmiðlum segist hann harma hana. „Ég harma innilega ákvörðun ríkisstjórn Netanjahús. Ég hafna algjörlega þeirri fullyrðingu að Írland sé andvígt Ísrael. Írland er hlynnt friði, mannréttindum og alþjóðalögum,“ segir hann. „Írland vill tveggja ríkja lausn og að Ísrael og Palestína geti lifað í sátt og öryggi. Írland mun alltaf vera talsmaður mannréttinda og alþjóðalaga,“ segir Harris. Ísrael Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Írland Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin Innlent Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Innlent Fleiri fréttir Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Sjá meira
Samband Írlands og Ísraels hefur stirfnað talsvert og þá sérstaklega í kjölfar þess að Írar lýstu yfir stuðningi sínum á mál fyrir alþjóðadómstólnum þar sem Ísraelar eru sakaðir um þjóðarmorð á Gasasvæðinu. Ísraelar hafa þó ekki lokað sendiráðum sínum í öðrum ríkjum sem standa að málsókninni, líkt og Egyptalandi, Spáni og Mexíkó. Sakar írsk stjórnvöld um gyðingahatur Í fréttatilkynningu á vef utanríkisráðuneytisins eru helstu ástæður ákvörðunarinnar tíundaðar, þar ber á viðurkenningu Írlands á sjálfstæði palestínska ríkisins og svo stuðning þeirra við málsóknina í alþjóðadómstólnum. Haft er einnig eftir Gídeon Saar utanríkisráðherra að Írland hafi farið yfir öll mörk í samskiptum sínum við Ísraela og að það stafi af gyðingahatri og tvöföldu siðferði. „Ísrael mun fjárfesta í því að styrkja samband sitt við lönd um allan heim samkvæmt forgangsröðum sem tekur aðgerðir og orðræðu landanna í garð Ísraels með í reikninginn,“ er haft eftir honum en í tilkynningunni greinir hann einnig frá því að Ísrael hyggist opna sendiráð í Moldóvu. „Það eru lönd sem hafa áhuga á því að styrkja samband sitt við Ísrael þar sem við erum ekki með ísraelskt sendiráð,“ segir hann. Harmar ákvörðunina Simon Harris, forsætisráðherra Írlands, hefur tjáð sig um ákvörðun Ísraela. Í færslu á samfélagsmiðlum segist hann harma hana. „Ég harma innilega ákvörðun ríkisstjórn Netanjahús. Ég hafna algjörlega þeirri fullyrðingu að Írland sé andvígt Ísrael. Írland er hlynnt friði, mannréttindum og alþjóðalögum,“ segir hann. „Írland vill tveggja ríkja lausn og að Ísrael og Palestína geti lifað í sátt og öryggi. Írland mun alltaf vera talsmaður mannréttinda og alþjóðalaga,“ segir Harris.
Ísrael Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Írland Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin Innlent Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Innlent Fleiri fréttir Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Sjá meira