Er snjallsími jólagjöf barnsins í ár? Daðey Albertsdóttir, Silja Björk Egilsdóttir og Skúli Bragi Geirdal skrifa 16. desember 2024 08:31 Nú fær Gunna nýjan iPhone,nú eru´að koma jól.Siggi er að skroll´á TikTok,leitar í öruggt skjól. Jólin nálgast, skórinn er kominn út í glugga og jólagjafalisti barnsins tilbúinn. Eftir svartar vikur og daga er nú kominn tími til að hvílast um jólin með snjöllum lausnum sem höfða bæði til barna og foreldra. Þau mega ekki verða út undan, þetta er einmitt á tilboði núna og það eiga allir svona samkvæmt þeim sjálfum. Ó, hve skelfing yrði ég kátef þú gæfir mér,Samsung síma, ígulker,eða bara MacBook Air. Þessi grein er þrískipt: Í fyrsta hluta færum við rök fyrir því af hverju foreldrar ungra barna ættu að fresta því að gefa þeim snjallsíma. Þar á eftir gefum við góð ráð til þeirra sem vilja gefa börnunum sínum snjallsíma um hvernig sé best að standa að því. Að lokum gefum við góð ráð til foreldra barna sem eiga nú þegar snjallsíma og eru hugsi yfir notkun barna sinna á tækjunum. Snjallsími? Af hverju ekki? Mikið hefur verið talað um hrakandi geðheilsu barna og unglinga. Margt er þar sem kemur til en undanfarið hafa spjótin meðal annars beinst að snjallsíma- og samfélagsmiðlanotkun barna. Heili barna gengur í gegnum miklar breytingar og þroska fyrstu árin. Börn hafa þörf fyrir að kanna heiminn, prófa sig áfram, taka áhættur og læra af reynslunni. Þau læra í gegnum leik, þar sem ímyndunaraflið leiðir þau áfram. Þetta er nauðsynlegur hluti af þroska barna. Þegar barn fær snjallsíma með óheftu aðgengi getur það haft áhrif á það hvernig barnið lærir og talað er um snjallsíma sem reynslu-hindrara (e. experience blockers). Síminn er svo ótrúlega spennandi, með öllum forritunum sem hönnuð eru til að halda notandanum við efnið sem lengst (því lengur sem þú er með forritið opið, því meiri möguleika hefur það til þess að skapa sér tekjur með t.d. auglýsingum). Auðvelt er að velja símann fram yfir leikinn og missa börn þannig af nauðsynlegum lærdómstækifærum. Einnig er auðvelt að taka upp símann í óþægilegum félagslegum aðstæðum og getur hann þannig komið í veg fyrir að börnin æfi sig í að tala við ókunnuga, líkt og starfsfólk í búðum, eða halda uppi samræðum við nýjan vin. Með internetið í vasanum opnast allur heimurinn fyrir börnunum. Við fullorðna fólkið vitum hvað er að finna á internetinu og börnin eru fljót að komast að því líka og fá þannig aðgengi að upplýsingum, myndum og efni sem er alls ekki við hæfi þeirra. Við foreldrarnir viljum auðvitað vita hvar börnin okkar eru og með hverjum. Við viljum vernda þau því þau eru það mikilvægasta sem við eigum. En það er líka mikilvægt fyrir börn að lenda í erfiðum aðstæðum svo þau fái tækifæri til að leita lausna án aðkomu okkar. Þannig efla þau seiglu og sjálfstraust og finna hvers þau eru megnug. Börn þurfa ekki að hafa nákvæma staðsetningu á hvar strætó er, það er heilmikill lærdómur í því að þurfa að skoða hvenær strætó kemur og bíða svo í von og óvon að hann mæti. Og þurfa svo að leysa úr þeim aðstæðum sem geta komið upp þegar við missum af honum, hann kemur seint eða kemur alls ekki. Með tilkomu snjallsíma verður aðgengi að samfélagsmiðlum einnig auðveldara. Þó foreldrar setji skýrar reglur um það verður auðveldara að beygja frá þeim og láta undan ef snjallsíminn er kominn í hendurnar á barninu. Þá opnast á enn frekari áskoranir líkt og áhrif á sjálfsmynd, aðgengi ókunnugra að barninu, neteinelti og margt fleira sem ekki verður listað frekar í þessari grein. Því er svo mikilvægt að gefa börnum færi á að læra á heiminn án snjallsíma í vasanum. Þið eruð ekki ein Árið 2021 voru 60% barna á aldrinum 9-12 ára með aðgang að TikTok og Snapchat. Árið 2023 hafði það hlutfall lækkað niður í 36% á TikTok og 42% á Snapchat. Á báðum miðlum er 13 ára aldurstakmark. Foreldrar eru að átta sig á áskorununum sem fylgja því að börnin fái snjallsíma of snemma og vilja gera eitthvað í því. Hins vegar lenda foreldar oft í klemmu þar sem barnið þeirra er jafnvel eina barnið sem ekki á snjallsíma eða ákveðin forrit og upplifir sig þá utan við hópinn eða missir jafnvel af félagslega. Það er eitthvað sem enginn vill og verður oft til þess að foreldrar gefa eftir þó þau vilji það ekki. Þess vegna er mikilvægt fyrir foreldra að standa saman og setja sér sameiginlegar reglur varðandi snjallsíma- og samfélagsmiðlanotkun. Foreldrar í ýmsum hverfum eru að taka sig saman og búa til sameiginleg viðmið um að fresta því að gefa börnum sínum snjallsíma, t.d. með því að búa til bekkjarsáttmála. Þá hafa til að mynda foreldrar í Mosfellsbæ útbúið Facebook-hóp þar sem markmiðið er að styðja hvert við annað í umræðu um snjallsíma og samfélagsmiðla. Þá eru einnig foreldrahópar í ýmsum hverfum að þrýsta á að skólar taki upp samræmdar reglur um símafrí í skólum, leið sem nú þegar margir skólar eru búnir að taka upp með góðum árangri, líkt og á Akureyri. Þá sjáum við fréttir frá Ástralíu þar sem hækka á aldurstakmarkið á samfélagsmiðlum í 16 ára og í Noregi er stefnt að því að það verði hækkað upp í 15 ára. Bretland, Danmörk, Bandaríkin, Írland og fleiri lönd eru þá einnig að skoða þessi mál og halda umræðunni á lofti. Það á að gefa börnum síma’ð skrolla í á jólunum! Ef þú vilt gefa barninu snjallsíma í jólagjöf þá er mikilvægt að fara rétt að því. Hér má finna nokkur góð ráð. – Skoða eigin notkun – við foreldrar setjum fordæmið. Værum við sátt ef barnið okkar hegðaði sér eins og við gerum með símana okkar? Ef svarið er nei þurfum við að endurhugsa okkar eigin notkun. – Setja þarf símann upp með foreldrastýrðum aðgangi áður en barnið fær hann í hendurnar. Nýtum öpp, öryggisstillingar og vefsíur, t.d. Family Sharing hjá Apple og Google Family Link. – Gott er að loka App Store/Google Play Store svo eingöngu foreldrar geti sótt forrit. Einnig er hægt að læsa því þannig að foreldrar þurfi að samþykkja forrit áður en þau eru sótt. – Setja skýrar reglur um notkun á símanum. Hvenær er hann leyfður og hvenær ekki? Ef barnið er vant því að hafa reglur um skjátíma er það líklegra til að virða þær þegar það verður eldra. Hér eru nokkur dæmi um reglur: Matsmálstímar eru símalausir. Útbúa sérstakan stað á heimilinu þar sem síminn á heima þegar hann er ekki í notkun. Enginn sími tveimur klukkustundum fyrir svefn. Síminn er ekki leyfður inni í herbergi á næturnar (treystið okkur, þau munu fara í hann ef það er leyft). Barnið mitt á nú þegar snjallsíma – er ég í vondum málum? Ef barnið á snjallsíma og er ekki vant því að hafa reglur í kringum notkunina en þú vilt breyta því er það hægt. Við megum og eigum að setja mörk út frá því sem við teljum vera barninu okkar fyrir bestu. Hvað get ég gert? Ræða við barnið/unglinginn áður en farið er í þessar aðgerðir og útskýra af hverju við erum að gera þetta. Ræða við foreldra vina barnsins og gera þetta saman. Ákveða í sameiningu hvaða forrit eru leyfð og hver ekki. Það er mun auðveldara að standa við mörkin og segja nei þegar þú veist að foreldrar annarra barna eru í sömu stöðu og þið standið saman. Trappa niður notkunina í stað þess að gera þetta allt í einu. Byrja t.d. að setja reglu um að matmálstímar séu símalausir, svo tveimur klukkustundum fyrir svefn, bílferðir og svo framvegis. Leyfa snjallsímann heima en þegar barnið fer að heiman leyfa því að hafa takkasíma. Loka á internetið utan heimilis svo eingöngu sé hægt að nota símann til að hringja og senda skilaboð. Hér er dæmi um samtal sem hægt er að taka við barnið. Hægt er að aðlaga það að því hvort um sé að ræða samfélagsmiðil sem á að taka út, internetið, leik, eða takmarka aðgengi að sjálfum símanum: Ég var að fá nýjar upplýsingar um snjallsímann og ég átta mig núna á því að það er ekki gott fyrir þig að hafa internetið alltaf opið svo ég þarf að loka því. Það er margt á internetinu sem er ekki fyrir börn og það er í mínu hlutverki að vernda þig. Ég veit að þér finnst það ósanngjarnt og leiðinlegt, ég skil það vel. Ég þarf að tryggja að þér líði vel og sért örugg/t/ur og þess vegna þurfum við að gera þetta. Skjálausar samverustundir um jólin Jólin eru annasamur tími hjá mörgum og því getur komið fyrir að við kaupum okkur tíma með því að auka skjátíma barnanna okkar til að sinna þeim verkum sem þarf að sinna. Reynum að takmarka slíkan tíma eins og hægt er. Höfum í huga að skapa skjálausar samverustundir um jólin. Það deyr enginn úr leiðindum þótt það komi skjálausar stundir af og til og þú ert ekki leiðinlegt foreldri fyrir að sýna ábyrgð í verki með því að setja skýran ramma um skjátímann á heimilinu. Slíkur rammi ætti auðvitað helst að innihalda meðlimi heimilisins á sama hvaða aldri þeir eru. Við höfum öll gott af því að virkja sköpunarkraftinn og ímyndunaraflið við að finna okkur eitthvað skemmtilegt að gera saman um jólin. Daðey Albertsdóttir er sálfræðingur á Geðheilsumiðstöð barna - HH og Domus Mentis Geðheilsustöð. Silja Björk Egilsdóttir er sálfræðingur á Geðheilsumiðstöð barna - HH og Seiglu sálfræði- og ráðgjafastofu. Skúli Bragi Geirdal er sviðsstjóri SAFT – Netöryggismiðstöðvar Íslands Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Fíkn Skúli Bragi Geirdal Jól Silja Björk Egilsdóttir Daðey Albertsdóttir Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Heimur hins sterka og óvissan framundan Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Viðhorf Leifur Helgi Konráðsson skrifar Skoðun Emma Lazarus og Frelsisstyttan Atli Harðarson skrifar Skoðun Rétt tímasetning skiptir öllu máli Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Sjá meira
Nú fær Gunna nýjan iPhone,nú eru´að koma jól.Siggi er að skroll´á TikTok,leitar í öruggt skjól. Jólin nálgast, skórinn er kominn út í glugga og jólagjafalisti barnsins tilbúinn. Eftir svartar vikur og daga er nú kominn tími til að hvílast um jólin með snjöllum lausnum sem höfða bæði til barna og foreldra. Þau mega ekki verða út undan, þetta er einmitt á tilboði núna og það eiga allir svona samkvæmt þeim sjálfum. Ó, hve skelfing yrði ég kátef þú gæfir mér,Samsung síma, ígulker,eða bara MacBook Air. Þessi grein er þrískipt: Í fyrsta hluta færum við rök fyrir því af hverju foreldrar ungra barna ættu að fresta því að gefa þeim snjallsíma. Þar á eftir gefum við góð ráð til þeirra sem vilja gefa börnunum sínum snjallsíma um hvernig sé best að standa að því. Að lokum gefum við góð ráð til foreldra barna sem eiga nú þegar snjallsíma og eru hugsi yfir notkun barna sinna á tækjunum. Snjallsími? Af hverju ekki? Mikið hefur verið talað um hrakandi geðheilsu barna og unglinga. Margt er þar sem kemur til en undanfarið hafa spjótin meðal annars beinst að snjallsíma- og samfélagsmiðlanotkun barna. Heili barna gengur í gegnum miklar breytingar og þroska fyrstu árin. Börn hafa þörf fyrir að kanna heiminn, prófa sig áfram, taka áhættur og læra af reynslunni. Þau læra í gegnum leik, þar sem ímyndunaraflið leiðir þau áfram. Þetta er nauðsynlegur hluti af þroska barna. Þegar barn fær snjallsíma með óheftu aðgengi getur það haft áhrif á það hvernig barnið lærir og talað er um snjallsíma sem reynslu-hindrara (e. experience blockers). Síminn er svo ótrúlega spennandi, með öllum forritunum sem hönnuð eru til að halda notandanum við efnið sem lengst (því lengur sem þú er með forritið opið, því meiri möguleika hefur það til þess að skapa sér tekjur með t.d. auglýsingum). Auðvelt er að velja símann fram yfir leikinn og missa börn þannig af nauðsynlegum lærdómstækifærum. Einnig er auðvelt að taka upp símann í óþægilegum félagslegum aðstæðum og getur hann þannig komið í veg fyrir að börnin æfi sig í að tala við ókunnuga, líkt og starfsfólk í búðum, eða halda uppi samræðum við nýjan vin. Með internetið í vasanum opnast allur heimurinn fyrir börnunum. Við fullorðna fólkið vitum hvað er að finna á internetinu og börnin eru fljót að komast að því líka og fá þannig aðgengi að upplýsingum, myndum og efni sem er alls ekki við hæfi þeirra. Við foreldrarnir viljum auðvitað vita hvar börnin okkar eru og með hverjum. Við viljum vernda þau því þau eru það mikilvægasta sem við eigum. En það er líka mikilvægt fyrir börn að lenda í erfiðum aðstæðum svo þau fái tækifæri til að leita lausna án aðkomu okkar. Þannig efla þau seiglu og sjálfstraust og finna hvers þau eru megnug. Börn þurfa ekki að hafa nákvæma staðsetningu á hvar strætó er, það er heilmikill lærdómur í því að þurfa að skoða hvenær strætó kemur og bíða svo í von og óvon að hann mæti. Og þurfa svo að leysa úr þeim aðstæðum sem geta komið upp þegar við missum af honum, hann kemur seint eða kemur alls ekki. Með tilkomu snjallsíma verður aðgengi að samfélagsmiðlum einnig auðveldara. Þó foreldrar setji skýrar reglur um það verður auðveldara að beygja frá þeim og láta undan ef snjallsíminn er kominn í hendurnar á barninu. Þá opnast á enn frekari áskoranir líkt og áhrif á sjálfsmynd, aðgengi ókunnugra að barninu, neteinelti og margt fleira sem ekki verður listað frekar í þessari grein. Því er svo mikilvægt að gefa börnum færi á að læra á heiminn án snjallsíma í vasanum. Þið eruð ekki ein Árið 2021 voru 60% barna á aldrinum 9-12 ára með aðgang að TikTok og Snapchat. Árið 2023 hafði það hlutfall lækkað niður í 36% á TikTok og 42% á Snapchat. Á báðum miðlum er 13 ára aldurstakmark. Foreldrar eru að átta sig á áskorununum sem fylgja því að börnin fái snjallsíma of snemma og vilja gera eitthvað í því. Hins vegar lenda foreldar oft í klemmu þar sem barnið þeirra er jafnvel eina barnið sem ekki á snjallsíma eða ákveðin forrit og upplifir sig þá utan við hópinn eða missir jafnvel af félagslega. Það er eitthvað sem enginn vill og verður oft til þess að foreldrar gefa eftir þó þau vilji það ekki. Þess vegna er mikilvægt fyrir foreldra að standa saman og setja sér sameiginlegar reglur varðandi snjallsíma- og samfélagsmiðlanotkun. Foreldrar í ýmsum hverfum eru að taka sig saman og búa til sameiginleg viðmið um að fresta því að gefa börnum sínum snjallsíma, t.d. með því að búa til bekkjarsáttmála. Þá hafa til að mynda foreldrar í Mosfellsbæ útbúið Facebook-hóp þar sem markmiðið er að styðja hvert við annað í umræðu um snjallsíma og samfélagsmiðla. Þá eru einnig foreldrahópar í ýmsum hverfum að þrýsta á að skólar taki upp samræmdar reglur um símafrí í skólum, leið sem nú þegar margir skólar eru búnir að taka upp með góðum árangri, líkt og á Akureyri. Þá sjáum við fréttir frá Ástralíu þar sem hækka á aldurstakmarkið á samfélagsmiðlum í 16 ára og í Noregi er stefnt að því að það verði hækkað upp í 15 ára. Bretland, Danmörk, Bandaríkin, Írland og fleiri lönd eru þá einnig að skoða þessi mál og halda umræðunni á lofti. Það á að gefa börnum síma’ð skrolla í á jólunum! Ef þú vilt gefa barninu snjallsíma í jólagjöf þá er mikilvægt að fara rétt að því. Hér má finna nokkur góð ráð. – Skoða eigin notkun – við foreldrar setjum fordæmið. Værum við sátt ef barnið okkar hegðaði sér eins og við gerum með símana okkar? Ef svarið er nei þurfum við að endurhugsa okkar eigin notkun. – Setja þarf símann upp með foreldrastýrðum aðgangi áður en barnið fær hann í hendurnar. Nýtum öpp, öryggisstillingar og vefsíur, t.d. Family Sharing hjá Apple og Google Family Link. – Gott er að loka App Store/Google Play Store svo eingöngu foreldrar geti sótt forrit. Einnig er hægt að læsa því þannig að foreldrar þurfi að samþykkja forrit áður en þau eru sótt. – Setja skýrar reglur um notkun á símanum. Hvenær er hann leyfður og hvenær ekki? Ef barnið er vant því að hafa reglur um skjátíma er það líklegra til að virða þær þegar það verður eldra. Hér eru nokkur dæmi um reglur: Matsmálstímar eru símalausir. Útbúa sérstakan stað á heimilinu þar sem síminn á heima þegar hann er ekki í notkun. Enginn sími tveimur klukkustundum fyrir svefn. Síminn er ekki leyfður inni í herbergi á næturnar (treystið okkur, þau munu fara í hann ef það er leyft). Barnið mitt á nú þegar snjallsíma – er ég í vondum málum? Ef barnið á snjallsíma og er ekki vant því að hafa reglur í kringum notkunina en þú vilt breyta því er það hægt. Við megum og eigum að setja mörk út frá því sem við teljum vera barninu okkar fyrir bestu. Hvað get ég gert? Ræða við barnið/unglinginn áður en farið er í þessar aðgerðir og útskýra af hverju við erum að gera þetta. Ræða við foreldra vina barnsins og gera þetta saman. Ákveða í sameiningu hvaða forrit eru leyfð og hver ekki. Það er mun auðveldara að standa við mörkin og segja nei þegar þú veist að foreldrar annarra barna eru í sömu stöðu og þið standið saman. Trappa niður notkunina í stað þess að gera þetta allt í einu. Byrja t.d. að setja reglu um að matmálstímar séu símalausir, svo tveimur klukkustundum fyrir svefn, bílferðir og svo framvegis. Leyfa snjallsímann heima en þegar barnið fer að heiman leyfa því að hafa takkasíma. Loka á internetið utan heimilis svo eingöngu sé hægt að nota símann til að hringja og senda skilaboð. Hér er dæmi um samtal sem hægt er að taka við barnið. Hægt er að aðlaga það að því hvort um sé að ræða samfélagsmiðil sem á að taka út, internetið, leik, eða takmarka aðgengi að sjálfum símanum: Ég var að fá nýjar upplýsingar um snjallsímann og ég átta mig núna á því að það er ekki gott fyrir þig að hafa internetið alltaf opið svo ég þarf að loka því. Það er margt á internetinu sem er ekki fyrir börn og það er í mínu hlutverki að vernda þig. Ég veit að þér finnst það ósanngjarnt og leiðinlegt, ég skil það vel. Ég þarf að tryggja að þér líði vel og sért örugg/t/ur og þess vegna þurfum við að gera þetta. Skjálausar samverustundir um jólin Jólin eru annasamur tími hjá mörgum og því getur komið fyrir að við kaupum okkur tíma með því að auka skjátíma barnanna okkar til að sinna þeim verkum sem þarf að sinna. Reynum að takmarka slíkan tíma eins og hægt er. Höfum í huga að skapa skjálausar samverustundir um jólin. Það deyr enginn úr leiðindum þótt það komi skjálausar stundir af og til og þú ert ekki leiðinlegt foreldri fyrir að sýna ábyrgð í verki með því að setja skýran ramma um skjátímann á heimilinu. Slíkur rammi ætti auðvitað helst að innihalda meðlimi heimilisins á sama hvaða aldri þeir eru. Við höfum öll gott af því að virkja sköpunarkraftinn og ímyndunaraflið við að finna okkur eitthvað skemmtilegt að gera saman um jólin. Daðey Albertsdóttir er sálfræðingur á Geðheilsumiðstöð barna - HH og Domus Mentis Geðheilsustöð. Silja Björk Egilsdóttir er sálfræðingur á Geðheilsumiðstöð barna - HH og Seiglu sálfræði- og ráðgjafastofu. Skúli Bragi Geirdal er sviðsstjóri SAFT – Netöryggismiðstöðvar Íslands
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson Skoðun
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar
Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar
Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar
Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson Skoðun