Steinvala á fleygiferð varð að skærum vígahnetti Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 17. desember 2024 17:16 Fanney Gunnarsdóttir áhugaljósmyndari fagnaði sjónarspilið að morgni 22. nóvember. Fanney Gunnarsdóttir Skær vígahnöttur náðist á mynd á föstudagsmorgni í nóvember. Þrátt fyrir að vera á stærð við steinvölu varð hann talsvert bjartari en skærustu stjörnuhröp er hann splundraðist á heiðskírum morgunhimninum. Sævar Helgi Bragason stjörnufræðingur segir að um sé að ræða talsvert bjartara stjörnuhrap en alla jafna. Eftir að hafa fengið ábendingar og síðar myndir af fyrirbærinu geti hann fullyrt að þarna hafi sprungið vígahnöttur. Að auki hefur hann reiknað út hversu stór vígahnötturinn var, og um það bil hvar og í hve mikilli hæð hann sprakk. „Þetta tiltekna fyrirbæri hefur verið lítil steinvala sem hefur verið á fleygiferð um sólkerfið í örugglega fjóra milljarða ára. Sem dag einn varð í vegi jarðarinnar, þannig að þegar húnstingur sér inn í andrúmsloftið og finnur fyrir núningi andrúmsloftsins, byrjar að lýsa og svo stenst hún ekki álagið og springur. Og þegar hann springur verður hann álíka skær eða skærari en Júpíter,“ segir Sævar í samtali við fréttastofu. Vígahnötturinn auk annarra stjarna á himni ofan.Fanney Gunnarsdóttir Rykslóðin sem náðist á mynd Fanneyjar Gunnarsdóttur áhugaljósmyndara áætlar Sævar að hafi verið í yfir sextíu kílómetra hæð. Útreikningar hans sýna að vígahnötturinn hafi sprungið í um tólf gráðu hæð yfir sjóndeildarhring. Steinninn hafi líklega sprungið í um eða yfir 400 kílómetra fjarlægð frá þeim stað sem myndin var tekin eða tæpa 200 kílómetra vestur af Reykjavík, yfir hafinu milli Íslands og Grænlands. „Þetta eru yfirleitt bara örfáar sekúndur. Og yfirleitt alltaf er um að ræða frekar litla steina sem springa fyrir ofan okkur. Þeir eru yfirleitt um sentímetri plús á stærð og þegar þeir eru stærri þá valda þeir meira sjónarspili,“ segir Sævar. Sævar segir vígahnetti reglulega dúkka upp með þessum hætti, til að mynda hafi stærri og myndarlegri vígahnöttur splundrast nærri Reykjavík í lok síðasta árs. Sjá einnig: Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Árið 2022 náðist myndband af vígahnetti springa hjá Heimskautagerðinu við Raufarhöfn. Hnötturinn kom ferðamönnum í Norðurljósaleiðangri svo sannarlega á óvart. Geimurinn Reykjavík Tengdar fréttir Ýmsir dáðust að vígahnetti sem náðist á myndband Svokallaður vígahnöttur lýsti upp himininn á Vesturlandi um klukkan átta í morgun. 3. nóvember 2023 08:36 Vígahnöttur lýsti upp himininn Vígahnöttur lýsti upp norðurhimininn á ellefta tímanum í kvöld, og sást vel hér á landi. 12. september 2023 23:20 Loftsteinn lýsti upp kvöldhimininn í Nuuk Loftsteinn flaug yfir Nuuk, höfuðborg Grænlands, á sjöunda tímanum í gærkvöldi. Myndband náðist af atburðinum og þar sést hvernig loftsteinninn lýsir upp umhverfi sitt. Fjallað hefur verið um málið á vef danska ríkisútvarpsins. 4. janúar 2019 21:39 Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent Hafþór Júlíus kærður til lögreglu af fyrrverandi kærustu Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Kviknaði í haug af timburkurli Innlent Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Innlent Fleiri fréttir Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir Sjá meira
Sævar Helgi Bragason stjörnufræðingur segir að um sé að ræða talsvert bjartara stjörnuhrap en alla jafna. Eftir að hafa fengið ábendingar og síðar myndir af fyrirbærinu geti hann fullyrt að þarna hafi sprungið vígahnöttur. Að auki hefur hann reiknað út hversu stór vígahnötturinn var, og um það bil hvar og í hve mikilli hæð hann sprakk. „Þetta tiltekna fyrirbæri hefur verið lítil steinvala sem hefur verið á fleygiferð um sólkerfið í örugglega fjóra milljarða ára. Sem dag einn varð í vegi jarðarinnar, þannig að þegar húnstingur sér inn í andrúmsloftið og finnur fyrir núningi andrúmsloftsins, byrjar að lýsa og svo stenst hún ekki álagið og springur. Og þegar hann springur verður hann álíka skær eða skærari en Júpíter,“ segir Sævar í samtali við fréttastofu. Vígahnötturinn auk annarra stjarna á himni ofan.Fanney Gunnarsdóttir Rykslóðin sem náðist á mynd Fanneyjar Gunnarsdóttur áhugaljósmyndara áætlar Sævar að hafi verið í yfir sextíu kílómetra hæð. Útreikningar hans sýna að vígahnötturinn hafi sprungið í um tólf gráðu hæð yfir sjóndeildarhring. Steinninn hafi líklega sprungið í um eða yfir 400 kílómetra fjarlægð frá þeim stað sem myndin var tekin eða tæpa 200 kílómetra vestur af Reykjavík, yfir hafinu milli Íslands og Grænlands. „Þetta eru yfirleitt bara örfáar sekúndur. Og yfirleitt alltaf er um að ræða frekar litla steina sem springa fyrir ofan okkur. Þeir eru yfirleitt um sentímetri plús á stærð og þegar þeir eru stærri þá valda þeir meira sjónarspili,“ segir Sævar. Sævar segir vígahnetti reglulega dúkka upp með þessum hætti, til að mynda hafi stærri og myndarlegri vígahnöttur splundrast nærri Reykjavík í lok síðasta árs. Sjá einnig: Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Árið 2022 náðist myndband af vígahnetti springa hjá Heimskautagerðinu við Raufarhöfn. Hnötturinn kom ferðamönnum í Norðurljósaleiðangri svo sannarlega á óvart.
Geimurinn Reykjavík Tengdar fréttir Ýmsir dáðust að vígahnetti sem náðist á myndband Svokallaður vígahnöttur lýsti upp himininn á Vesturlandi um klukkan átta í morgun. 3. nóvember 2023 08:36 Vígahnöttur lýsti upp himininn Vígahnöttur lýsti upp norðurhimininn á ellefta tímanum í kvöld, og sást vel hér á landi. 12. september 2023 23:20 Loftsteinn lýsti upp kvöldhimininn í Nuuk Loftsteinn flaug yfir Nuuk, höfuðborg Grænlands, á sjöunda tímanum í gærkvöldi. Myndband náðist af atburðinum og þar sést hvernig loftsteinninn lýsir upp umhverfi sitt. Fjallað hefur verið um málið á vef danska ríkisútvarpsins. 4. janúar 2019 21:39 Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent Hafþór Júlíus kærður til lögreglu af fyrrverandi kærustu Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Kviknaði í haug af timburkurli Innlent Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Innlent Fleiri fréttir Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir Sjá meira
Ýmsir dáðust að vígahnetti sem náðist á myndband Svokallaður vígahnöttur lýsti upp himininn á Vesturlandi um klukkan átta í morgun. 3. nóvember 2023 08:36
Vígahnöttur lýsti upp himininn Vígahnöttur lýsti upp norðurhimininn á ellefta tímanum í kvöld, og sást vel hér á landi. 12. september 2023 23:20
Loftsteinn lýsti upp kvöldhimininn í Nuuk Loftsteinn flaug yfir Nuuk, höfuðborg Grænlands, á sjöunda tímanum í gærkvöldi. Myndband náðist af atburðinum og þar sést hvernig loftsteinninn lýsir upp umhverfi sitt. Fjallað hefur verið um málið á vef danska ríkisútvarpsins. 4. janúar 2019 21:39