Landhelgisgæslan greinir frá því í tilkynningu að vegna myrkurs og erfiðra aðstæðna hafi erfiðlega gengið að skera af hvalnum og ákveðið hafi verið að áhöfnin á Þór skyldi gera tilraun til að bjarga dýrinu í birtingu.
Matvælastofnun var gert viðvart og voru fimm úr áhöfn Þórs sendir að hvalnum sem var rækilega fastur í legufærinu.
Fram kemur að áhöfnin hafi notast við belg, tóg og kröku og reyndi að slæða upp spottann sem hvalurinn var flæktur í. Á sjötta tímanum hafi svo loks náðst að skera á tógið og dýrið í kjölfarið synt í burtu frjálst ferða sinna.
„Hvalurinn virtist frelsinu feginn eftir raunir næturinnar og dagsins,“ segir í tilkynningu Landhelgisgæslunnar.