Fótbolti

Ron­aldo býður sig fram til for­seta brasilíska knatt­spyrnu­sam­bandsins

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Ronaldo vill verða næsti forseti brasilíska knattspyrnusambandsins.
Ronaldo vill verða næsti forseti brasilíska knattspyrnusambandsins. getty/Catherine Ivill

Fótboltagoðsögnin Ronaldo hefur ákveðið að bjóða sig fram til embættis forseta brasilíska knattspyrnusambandsins. Ronaldo freistar þess að taka við af núverandi forseta, Ednaldo Rodrigues, 2026.

„Hundrað hlutir hvetja mig til að verða kandítat í forsetastöðu brasilíska knattspyrnusambandsins. Ég vil endurheimta orðstírinn og virðinguna sem landsliðið hefur alltaf haft en enginn hefur í dag,“ sagði Ronaldo.

Hann greindi jafnframt frá því að hann hygðist selja hlut sinn í spænska úrvalsdeildarliðinu Real Valladolid vegna framboðsins.

Ronaldo átti einnig níutíu prósent hlut í Cruzeiro í heimalandinu en seldi hann fyrr á þessu ári.

Ronaldo varð heimsmeistari með Brasilíu 1994 og 2002. Hann er næstmarkahæstur í sögu heimsmeistaramótsins með fimmtán mörk. Hann skoraði alls 62 mörk í 98 landsleikjum á árunum 1994-2011.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×