Þegar krísa er nýtt til að fyrirtækjavæða menntun Kristín Dýrfjörð skrifar 17. desember 2024 12:32 Leikskólavandinn á Íslandi er ekki nýr af nálinni; hann hefur fylgt okkur í áratugi. Vandinn er margþættur, en hluti hans hefur falist í skorti á leikskólakennurum sem eru og hafa ávallt verið takmörkuð auðlind. Félagsleg nýsköpun „verðmætasta“ fyrirtækis landsins Í Silfrinu þann 16. desember sl. var fjallað um leikskólakerfið. Umræðan snerist þó fyrst og fremst um rétt mögulega „verðmætasta“ fyrirtækis landsins til að ryðjast inn í menntaumhverfið. Fyrirtækið hefur kynnt „félagslega nýsköpun“ sem felur í sér að það hyggst byggja og reka sína eigin leikskóla með aðkomu tveggja stórfyrirtækja – annars á sviði húsnæðismála og hins í rekstri. Allt á þetta að vera í samræmi við opinber markmið og stefnur. Það hljómar vel, ekki satt? En í allri umræðunni var ekki minnst á hverjir eigi að starfa í þessum leikskólum og hvaða áhrif fyrirtækjaleikskólar geti haft til lengri tíma á hið opinbera kerfi. Þegar skipta á sömu kökunni Ég er leikskólakennari, en það vill svo til að ég er líka matsfræðingur. Á meðal verkfæra matsfræðinnar eru áhrifalíkön sem eru notuð til að greina bæði skammtíma- og langtímaáhrif ákvarðana. Þetta ætti að vera lykilverkfæri þegar sveitarfélög huga að grundvallarbreytingum á rekstrarformi leikskóla. Það skiptir máli að spyrja hver greiðir raunverulegan kostnað og hver nýtur ávinnings. Skammtímasjónarmið: Í þessu tilfelli ætlar Alvotech að byggja og reka leikskóla fyrir sitt starfsfólk, gera dýru starfsfólki kleift að koma sem fyrst til starfa. Til að þessir leikskólar verði eftirsóttir, mun fyrirtækið hafa möguleika á að yfirborga leikskólakennara. Raunveruleikinn: Í núverandi rekstrarumhverfi mun hið opinbera fjármagna stærsta hluta uppbyggingarinnar og megnið af rekstrarkostnaðinum. Það þýðir á mannamáli að skattfé almennings rennur í rekstur sem þjónar aðeins afmörkuðum hópi. Jafnframt dregur þetta úr möguleikum hins opinbera til að styrkja og bæta eigið kerfi – því enginn er að tala um að stækka kökuna. Langtímaáhrif: Þessi þróun dregur úr starfskröftum í opinberum leikskólum sem veikjast þá enn frekar. Afleiðingin er, mismunun eykst, félagslegt réttlæti og jafnræði barna skerðist. Þegar sumir fá eintómar sexur á teningunum í Matador og aðrir ása Leikskólakerfið er eitt mikilvægasta jöfnunartæki samfélagsins. Síðustu þrjátíu ár hefur verið unnið að því að byggja upp samfélagslegan sáttmála um að öll börn á Íslandi eigi rétt á leikskólavist. Opinberir leikskólar tryggja öllum börnum, óháð uppruna eða stöðu, rétt til menntunar og umönnunar sem hæfir þroska þeirra. Fyrirtækjavæðing leikskólamenntunar skerðir þennan rétt og veikir lýðræðislegan grunn kerfisins. Afleiðingin er sú að sumum er úthlutað farseðlum á fyrsta farrými, á meðan þeir sem virkilega þurfa á gæðaleikskólum að halda reka lestina. Lausnin er samstillt átak – ekki fyrirtækjavæðing menntunar Til að leysa leikskólavandann þurfum við samstillt átak ríkis og sveitarfélaga. Fyrst og fremst þarf að ganga frá kjarasamningum við leikskólakennara sem skila þeim þeirri virðingu sem starfið á skilið og tryggja réttlát laun. Við þurfum að laða leikskólakennara aftur til starfa, skapa mannúðlegar vinnuaðstæður og hvetja ungt fólk til að mennta sig í faginu. Leikskólinn er einn lykillinn að réttlátu og jöfnu samfélagi. Lausnin felst í því að styrkja opinberu leikskólana, ekki að veikja þá í þágu skammtímasjónarmiða. Leikskólamenntun er ekki samkeppnismál fyrir stórfyrirtæki, heldur samfélagsleg ábyrgð sem tryggir öllum börnum jöfn tækifæri. Við verðum að spyrja okkur hvort við viljum standa vörð um jöfnunartæki samfélagsins eða selja það í bútum – hverjum þeim sem getur borgað mest. Höfundur er matsfræðingur og leik- og háskólakennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Leikskólar Skóla- og menntamál Mest lesið Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson Skoðun Skoðun Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Sjá meira
Leikskólavandinn á Íslandi er ekki nýr af nálinni; hann hefur fylgt okkur í áratugi. Vandinn er margþættur, en hluti hans hefur falist í skorti á leikskólakennurum sem eru og hafa ávallt verið takmörkuð auðlind. Félagsleg nýsköpun „verðmætasta“ fyrirtækis landsins Í Silfrinu þann 16. desember sl. var fjallað um leikskólakerfið. Umræðan snerist þó fyrst og fremst um rétt mögulega „verðmætasta“ fyrirtækis landsins til að ryðjast inn í menntaumhverfið. Fyrirtækið hefur kynnt „félagslega nýsköpun“ sem felur í sér að það hyggst byggja og reka sína eigin leikskóla með aðkomu tveggja stórfyrirtækja – annars á sviði húsnæðismála og hins í rekstri. Allt á þetta að vera í samræmi við opinber markmið og stefnur. Það hljómar vel, ekki satt? En í allri umræðunni var ekki minnst á hverjir eigi að starfa í þessum leikskólum og hvaða áhrif fyrirtækjaleikskólar geti haft til lengri tíma á hið opinbera kerfi. Þegar skipta á sömu kökunni Ég er leikskólakennari, en það vill svo til að ég er líka matsfræðingur. Á meðal verkfæra matsfræðinnar eru áhrifalíkön sem eru notuð til að greina bæði skammtíma- og langtímaáhrif ákvarðana. Þetta ætti að vera lykilverkfæri þegar sveitarfélög huga að grundvallarbreytingum á rekstrarformi leikskóla. Það skiptir máli að spyrja hver greiðir raunverulegan kostnað og hver nýtur ávinnings. Skammtímasjónarmið: Í þessu tilfelli ætlar Alvotech að byggja og reka leikskóla fyrir sitt starfsfólk, gera dýru starfsfólki kleift að koma sem fyrst til starfa. Til að þessir leikskólar verði eftirsóttir, mun fyrirtækið hafa möguleika á að yfirborga leikskólakennara. Raunveruleikinn: Í núverandi rekstrarumhverfi mun hið opinbera fjármagna stærsta hluta uppbyggingarinnar og megnið af rekstrarkostnaðinum. Það þýðir á mannamáli að skattfé almennings rennur í rekstur sem þjónar aðeins afmörkuðum hópi. Jafnframt dregur þetta úr möguleikum hins opinbera til að styrkja og bæta eigið kerfi – því enginn er að tala um að stækka kökuna. Langtímaáhrif: Þessi þróun dregur úr starfskröftum í opinberum leikskólum sem veikjast þá enn frekar. Afleiðingin er, mismunun eykst, félagslegt réttlæti og jafnræði barna skerðist. Þegar sumir fá eintómar sexur á teningunum í Matador og aðrir ása Leikskólakerfið er eitt mikilvægasta jöfnunartæki samfélagsins. Síðustu þrjátíu ár hefur verið unnið að því að byggja upp samfélagslegan sáttmála um að öll börn á Íslandi eigi rétt á leikskólavist. Opinberir leikskólar tryggja öllum börnum, óháð uppruna eða stöðu, rétt til menntunar og umönnunar sem hæfir þroska þeirra. Fyrirtækjavæðing leikskólamenntunar skerðir þennan rétt og veikir lýðræðislegan grunn kerfisins. Afleiðingin er sú að sumum er úthlutað farseðlum á fyrsta farrými, á meðan þeir sem virkilega þurfa á gæðaleikskólum að halda reka lestina. Lausnin er samstillt átak – ekki fyrirtækjavæðing menntunar Til að leysa leikskólavandann þurfum við samstillt átak ríkis og sveitarfélaga. Fyrst og fremst þarf að ganga frá kjarasamningum við leikskólakennara sem skila þeim þeirri virðingu sem starfið á skilið og tryggja réttlát laun. Við þurfum að laða leikskólakennara aftur til starfa, skapa mannúðlegar vinnuaðstæður og hvetja ungt fólk til að mennta sig í faginu. Leikskólinn er einn lykillinn að réttlátu og jöfnu samfélagi. Lausnin felst í því að styrkja opinberu leikskólana, ekki að veikja þá í þágu skammtímasjónarmiða. Leikskólamenntun er ekki samkeppnismál fyrir stórfyrirtæki, heldur samfélagsleg ábyrgð sem tryggir öllum börnum jöfn tækifæri. Við verðum að spyrja okkur hvort við viljum standa vörð um jöfnunartæki samfélagsins eða selja það í bútum – hverjum þeim sem getur borgað mest. Höfundur er matsfræðingur og leik- og háskólakennari.
Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun
Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun
Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun