Leikskólinn – vara á markaði? Kristín Dýrfjörð skrifar 18. desember 2024 09:04 Borgin virðist nú vera á vegferð sem miðar að útvistun leikskólastarfs og nánu samstarfi við stórfyrirtæki. Í stað þess að viðhalda og styrkja hið opinbera leikskólakerfi – það sem við höfum í áratugi byggt upp sem samfélagslegt jöfnunartæki – er borgarstjórn að bjóða upp á díla þar sem einkaaðilar fá lóðir, fjármagn og yfirráð yfir menntun yngstu barna okkar. Það þarf að staldra við og spyrja: Hvaða afleiðingar hefur þetta fyrir lýðræði og félagslegt réttlæti í borginni? Hverjir fá að njóta góðs af þessum „lausnum“ og hverjir sitja eftir? Borgarstjóri og með framsóknarkápu á herðum Borgarstjóri, fyrrum sjálfstæðismaður, valdi að varpa yfir sig framsóknarkápu til að komast til valda – en birtist nú sem grímulaust íhald. Aðgerðir borgarinnar í leikskólamálum einkennast sífellt meira af stefnu sem þjónar einkahagsmunum í stað almannahagsmuna. Þetta er ekki aðeins pólitísk vegferð – þetta er grundvallarbreyting á því hvernig við skilgreinum leikskólann sem samfélagslegt kerfi. Útvistun, einkaframkvæmdir og samtöl við stórfyrirtæki eru sett fram sem nauðsynlegar jákvæðar og skapandi lausnir. En þegar dýpra er skoðað er ljóst að þetta felur í sér skýrt brot á því lýðræði sem leikskólinn á að standa fyrir: jafnrétti til menntunar fyrir öll börn. Lóðir og dílar: Hvað er verið að bjóða upp á? Einkafyrirtæki fá aðgengi að lóðum og stuðningi hins opinbera til að byggja leikskóla. Hið opinbera greiðir megnið af kostnaðinum við reksturinn, en fyrirtækin halda yfirráðum, velja sér börn til inntöku og hagnast á rekstrinum. Þetta er einkavæðing í sinni skýrustu mynd – þar sem samfélagslegt kerfi er fært í hendur einkaaðila í þágu fárra. Hvaða framtíð sjáum við fyrir okkur þegar leikskólastarf verður háð samkeppni og markaðslögmálum frekar en samfélagslegum þörfum? Þegar skattfé borgarbúa er notað til að styðja sérhagsmuni stórfyrirtækja í stað þess að styrkja leikskólana sem við eigum öll saman? Sameiginlega gulleggið – arfleifð Sumargjafar Leikskólinn í Reykjavík er ekki aðeins menntastofnun – hann er arfleifð og sameiginlegt gullegg sem hefur þjónustað fjölskyldur og börn í áratugi. Félagasamtökin Barnavinafélagið Sumargjöf lögðu grunninn að leikskólakerfinu með skýrum samfélagslegum gildum um leikskóla til að verja bernsku þeirra barna sem mest þurftu á að halda og að veita öllum börnum, óháð uppruna eða stöðu að njóta tækifæra til menntunar. Nú virðist þetta gullegg vera orðið að varningi sem hent er á milli þeirra sem bjóða hæst. Einkavæðing leikskóla er ekki aðeins brot á samfélagslegum sáttmála heldur svik við þá arfleifð sem byggir á lýðræðislegum grunni og félagslegu réttlæti. Skammgóður vermir að pissa í skóinn sinn – lýðræði og réttlæti í hættu Leikskólinn er eitt mikilvægasta jöfnunartæki samfélagsins. Það að breyta leikskólastarfi í vöru á markaði er ekki lausn fyrir samfélagið – það er brot á trausti og lýðræði. Við verðum að spyrja hver á leikskólann og fyrir hverja hann er rekinn: Fyrir börnin og fjölskyldurnar sem þurfa á honum að halda? Eða fyrir stórfyrirtæki sem vilja hagnast á skorti og krísu? Borgarstjórn hefur val – og borgarbúar eiga rétt á því að krefjast ábyrgðar og langtímahugsunar í stað einkavæðingar í skjóli skammgóðs vermis. Lausnin er ekki að afhenda menntun yngstu barna samfélagsins til einkaaðila. Lausnin er að verja og styrkja það kerfi sem byggt hefur verið upp á grunni réttlætis, jafnréttis og lýðræðis. Höfundur er leikskólakennari og dósent í leikskólafræðum við Háskólann á Akureyri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Leikskólar Skóla- og menntamál Mest lesið Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Skoðun Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Sjá meira
Borgin virðist nú vera á vegferð sem miðar að útvistun leikskólastarfs og nánu samstarfi við stórfyrirtæki. Í stað þess að viðhalda og styrkja hið opinbera leikskólakerfi – það sem við höfum í áratugi byggt upp sem samfélagslegt jöfnunartæki – er borgarstjórn að bjóða upp á díla þar sem einkaaðilar fá lóðir, fjármagn og yfirráð yfir menntun yngstu barna okkar. Það þarf að staldra við og spyrja: Hvaða afleiðingar hefur þetta fyrir lýðræði og félagslegt réttlæti í borginni? Hverjir fá að njóta góðs af þessum „lausnum“ og hverjir sitja eftir? Borgarstjóri og með framsóknarkápu á herðum Borgarstjóri, fyrrum sjálfstæðismaður, valdi að varpa yfir sig framsóknarkápu til að komast til valda – en birtist nú sem grímulaust íhald. Aðgerðir borgarinnar í leikskólamálum einkennast sífellt meira af stefnu sem þjónar einkahagsmunum í stað almannahagsmuna. Þetta er ekki aðeins pólitísk vegferð – þetta er grundvallarbreyting á því hvernig við skilgreinum leikskólann sem samfélagslegt kerfi. Útvistun, einkaframkvæmdir og samtöl við stórfyrirtæki eru sett fram sem nauðsynlegar jákvæðar og skapandi lausnir. En þegar dýpra er skoðað er ljóst að þetta felur í sér skýrt brot á því lýðræði sem leikskólinn á að standa fyrir: jafnrétti til menntunar fyrir öll börn. Lóðir og dílar: Hvað er verið að bjóða upp á? Einkafyrirtæki fá aðgengi að lóðum og stuðningi hins opinbera til að byggja leikskóla. Hið opinbera greiðir megnið af kostnaðinum við reksturinn, en fyrirtækin halda yfirráðum, velja sér börn til inntöku og hagnast á rekstrinum. Þetta er einkavæðing í sinni skýrustu mynd – þar sem samfélagslegt kerfi er fært í hendur einkaaðila í þágu fárra. Hvaða framtíð sjáum við fyrir okkur þegar leikskólastarf verður háð samkeppni og markaðslögmálum frekar en samfélagslegum þörfum? Þegar skattfé borgarbúa er notað til að styðja sérhagsmuni stórfyrirtækja í stað þess að styrkja leikskólana sem við eigum öll saman? Sameiginlega gulleggið – arfleifð Sumargjafar Leikskólinn í Reykjavík er ekki aðeins menntastofnun – hann er arfleifð og sameiginlegt gullegg sem hefur þjónustað fjölskyldur og börn í áratugi. Félagasamtökin Barnavinafélagið Sumargjöf lögðu grunninn að leikskólakerfinu með skýrum samfélagslegum gildum um leikskóla til að verja bernsku þeirra barna sem mest þurftu á að halda og að veita öllum börnum, óháð uppruna eða stöðu að njóta tækifæra til menntunar. Nú virðist þetta gullegg vera orðið að varningi sem hent er á milli þeirra sem bjóða hæst. Einkavæðing leikskóla er ekki aðeins brot á samfélagslegum sáttmála heldur svik við þá arfleifð sem byggir á lýðræðislegum grunni og félagslegu réttlæti. Skammgóður vermir að pissa í skóinn sinn – lýðræði og réttlæti í hættu Leikskólinn er eitt mikilvægasta jöfnunartæki samfélagsins. Það að breyta leikskólastarfi í vöru á markaði er ekki lausn fyrir samfélagið – það er brot á trausti og lýðræði. Við verðum að spyrja hver á leikskólann og fyrir hverja hann er rekinn: Fyrir börnin og fjölskyldurnar sem þurfa á honum að halda? Eða fyrir stórfyrirtæki sem vilja hagnast á skorti og krísu? Borgarstjórn hefur val – og borgarbúar eiga rétt á því að krefjast ábyrgðar og langtímahugsunar í stað einkavæðingar í skjóli skammgóðs vermis. Lausnin er ekki að afhenda menntun yngstu barna samfélagsins til einkaaðila. Lausnin er að verja og styrkja það kerfi sem byggt hefur verið upp á grunni réttlætis, jafnréttis og lýðræðis. Höfundur er leikskólakennari og dósent í leikskólafræðum við Háskólann á Akureyri.
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun