Leikskólinn – vara á markaði? Kristín Dýrfjörð skrifar 18. desember 2024 09:04 Borgin virðist nú vera á vegferð sem miðar að útvistun leikskólastarfs og nánu samstarfi við stórfyrirtæki. Í stað þess að viðhalda og styrkja hið opinbera leikskólakerfi – það sem við höfum í áratugi byggt upp sem samfélagslegt jöfnunartæki – er borgarstjórn að bjóða upp á díla þar sem einkaaðilar fá lóðir, fjármagn og yfirráð yfir menntun yngstu barna okkar. Það þarf að staldra við og spyrja: Hvaða afleiðingar hefur þetta fyrir lýðræði og félagslegt réttlæti í borginni? Hverjir fá að njóta góðs af þessum „lausnum“ og hverjir sitja eftir? Borgarstjóri og með framsóknarkápu á herðum Borgarstjóri, fyrrum sjálfstæðismaður, valdi að varpa yfir sig framsóknarkápu til að komast til valda – en birtist nú sem grímulaust íhald. Aðgerðir borgarinnar í leikskólamálum einkennast sífellt meira af stefnu sem þjónar einkahagsmunum í stað almannahagsmuna. Þetta er ekki aðeins pólitísk vegferð – þetta er grundvallarbreyting á því hvernig við skilgreinum leikskólann sem samfélagslegt kerfi. Útvistun, einkaframkvæmdir og samtöl við stórfyrirtæki eru sett fram sem nauðsynlegar jákvæðar og skapandi lausnir. En þegar dýpra er skoðað er ljóst að þetta felur í sér skýrt brot á því lýðræði sem leikskólinn á að standa fyrir: jafnrétti til menntunar fyrir öll börn. Lóðir og dílar: Hvað er verið að bjóða upp á? Einkafyrirtæki fá aðgengi að lóðum og stuðningi hins opinbera til að byggja leikskóla. Hið opinbera greiðir megnið af kostnaðinum við reksturinn, en fyrirtækin halda yfirráðum, velja sér börn til inntöku og hagnast á rekstrinum. Þetta er einkavæðing í sinni skýrustu mynd – þar sem samfélagslegt kerfi er fært í hendur einkaaðila í þágu fárra. Hvaða framtíð sjáum við fyrir okkur þegar leikskólastarf verður háð samkeppni og markaðslögmálum frekar en samfélagslegum þörfum? Þegar skattfé borgarbúa er notað til að styðja sérhagsmuni stórfyrirtækja í stað þess að styrkja leikskólana sem við eigum öll saman? Sameiginlega gulleggið – arfleifð Sumargjafar Leikskólinn í Reykjavík er ekki aðeins menntastofnun – hann er arfleifð og sameiginlegt gullegg sem hefur þjónustað fjölskyldur og börn í áratugi. Félagasamtökin Barnavinafélagið Sumargjöf lögðu grunninn að leikskólakerfinu með skýrum samfélagslegum gildum um leikskóla til að verja bernsku þeirra barna sem mest þurftu á að halda og að veita öllum börnum, óháð uppruna eða stöðu að njóta tækifæra til menntunar. Nú virðist þetta gullegg vera orðið að varningi sem hent er á milli þeirra sem bjóða hæst. Einkavæðing leikskóla er ekki aðeins brot á samfélagslegum sáttmála heldur svik við þá arfleifð sem byggir á lýðræðislegum grunni og félagslegu réttlæti. Skammgóður vermir að pissa í skóinn sinn – lýðræði og réttlæti í hættu Leikskólinn er eitt mikilvægasta jöfnunartæki samfélagsins. Það að breyta leikskólastarfi í vöru á markaði er ekki lausn fyrir samfélagið – það er brot á trausti og lýðræði. Við verðum að spyrja hver á leikskólann og fyrir hverja hann er rekinn: Fyrir börnin og fjölskyldurnar sem þurfa á honum að halda? Eða fyrir stórfyrirtæki sem vilja hagnast á skorti og krísu? Borgarstjórn hefur val – og borgarbúar eiga rétt á því að krefjast ábyrgðar og langtímahugsunar í stað einkavæðingar í skjóli skammgóðs vermis. Lausnin er ekki að afhenda menntun yngstu barna samfélagsins til einkaaðila. Lausnin er að verja og styrkja það kerfi sem byggt hefur verið upp á grunni réttlætis, jafnréttis og lýðræðis. Höfundur er leikskólakennari og dósent í leikskólafræðum við Háskólann á Akureyri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Leikskólar Skóla- og menntamál Mest lesið Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Sjá meira
Borgin virðist nú vera á vegferð sem miðar að útvistun leikskólastarfs og nánu samstarfi við stórfyrirtæki. Í stað þess að viðhalda og styrkja hið opinbera leikskólakerfi – það sem við höfum í áratugi byggt upp sem samfélagslegt jöfnunartæki – er borgarstjórn að bjóða upp á díla þar sem einkaaðilar fá lóðir, fjármagn og yfirráð yfir menntun yngstu barna okkar. Það þarf að staldra við og spyrja: Hvaða afleiðingar hefur þetta fyrir lýðræði og félagslegt réttlæti í borginni? Hverjir fá að njóta góðs af þessum „lausnum“ og hverjir sitja eftir? Borgarstjóri og með framsóknarkápu á herðum Borgarstjóri, fyrrum sjálfstæðismaður, valdi að varpa yfir sig framsóknarkápu til að komast til valda – en birtist nú sem grímulaust íhald. Aðgerðir borgarinnar í leikskólamálum einkennast sífellt meira af stefnu sem þjónar einkahagsmunum í stað almannahagsmuna. Þetta er ekki aðeins pólitísk vegferð – þetta er grundvallarbreyting á því hvernig við skilgreinum leikskólann sem samfélagslegt kerfi. Útvistun, einkaframkvæmdir og samtöl við stórfyrirtæki eru sett fram sem nauðsynlegar jákvæðar og skapandi lausnir. En þegar dýpra er skoðað er ljóst að þetta felur í sér skýrt brot á því lýðræði sem leikskólinn á að standa fyrir: jafnrétti til menntunar fyrir öll börn. Lóðir og dílar: Hvað er verið að bjóða upp á? Einkafyrirtæki fá aðgengi að lóðum og stuðningi hins opinbera til að byggja leikskóla. Hið opinbera greiðir megnið af kostnaðinum við reksturinn, en fyrirtækin halda yfirráðum, velja sér börn til inntöku og hagnast á rekstrinum. Þetta er einkavæðing í sinni skýrustu mynd – þar sem samfélagslegt kerfi er fært í hendur einkaaðila í þágu fárra. Hvaða framtíð sjáum við fyrir okkur þegar leikskólastarf verður háð samkeppni og markaðslögmálum frekar en samfélagslegum þörfum? Þegar skattfé borgarbúa er notað til að styðja sérhagsmuni stórfyrirtækja í stað þess að styrkja leikskólana sem við eigum öll saman? Sameiginlega gulleggið – arfleifð Sumargjafar Leikskólinn í Reykjavík er ekki aðeins menntastofnun – hann er arfleifð og sameiginlegt gullegg sem hefur þjónustað fjölskyldur og börn í áratugi. Félagasamtökin Barnavinafélagið Sumargjöf lögðu grunninn að leikskólakerfinu með skýrum samfélagslegum gildum um leikskóla til að verja bernsku þeirra barna sem mest þurftu á að halda og að veita öllum börnum, óháð uppruna eða stöðu að njóta tækifæra til menntunar. Nú virðist þetta gullegg vera orðið að varningi sem hent er á milli þeirra sem bjóða hæst. Einkavæðing leikskóla er ekki aðeins brot á samfélagslegum sáttmála heldur svik við þá arfleifð sem byggir á lýðræðislegum grunni og félagslegu réttlæti. Skammgóður vermir að pissa í skóinn sinn – lýðræði og réttlæti í hættu Leikskólinn er eitt mikilvægasta jöfnunartæki samfélagsins. Það að breyta leikskólastarfi í vöru á markaði er ekki lausn fyrir samfélagið – það er brot á trausti og lýðræði. Við verðum að spyrja hver á leikskólann og fyrir hverja hann er rekinn: Fyrir börnin og fjölskyldurnar sem þurfa á honum að halda? Eða fyrir stórfyrirtæki sem vilja hagnast á skorti og krísu? Borgarstjórn hefur val – og borgarbúar eiga rétt á því að krefjast ábyrgðar og langtímahugsunar í stað einkavæðingar í skjóli skammgóðs vermis. Lausnin er ekki að afhenda menntun yngstu barna samfélagsins til einkaaðila. Lausnin er að verja og styrkja það kerfi sem byggt hefur verið upp á grunni réttlætis, jafnréttis og lýðræðis. Höfundur er leikskólakennari og dósent í leikskólafræðum við Háskólann á Akureyri.
Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun