Lettneskur landsliðsmaður fannst látinn í Moskvu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. desember 2024 23:01 Janis Timma var að spila körfubolta í Rússlandi þegar hann lést. Getty/Roman Kruchinin Lettneski körfuboltamaðurinn Jānis Timma er látinn en hann var aðeins 32 ára gamall. Lík Timma fannst utandyra nálægt hóteli í miðborg Moskvu. Úkraínski miðilinn Meduza hefur það eftir rússnesku fréttastofunum Tass og RIA Novosti að Timma hafi sjálfur bundið enda á líf sitt. Euroleague deildin er meðal þeirra sem minnist Timma í dag. Hann spilaði fimm tímabil í deildinni með fjórum félögum eða Baskonia Vitoria-Gasteiz, Olympiacos Piraeus, Khimki Moskva og UNICS Kazan. Olympiacos minntist Timma á miðlum sínum. „Við erum í áfalli og í mikilli sorg eftir að hafa fengið þær hræðilegu fréttir að okkar fyrrum leikmaður Jānis Timma hafi látist aðeins 32 ára að aldri. Við munum alltaf minnast hans fyrir fallega brosið hans og fyrir það hversu góðhjartaður hann var,“ sagði í yfirlýsingu gríska félagsins. Fleiri fyrrum félög hans hafa einnig sent samúðarkveðjur til fjölskyldu hans og vina. Timma tók þá ákvörðun í október að halda áfram körfuboltaferli sínum í rússneskri körfuboltadeild sem er rekin af veðmangarafyritækinu Liga Stavok. Hann spilaði þar með liði Alikson. Timma spilaði fyrst með lettneska landsliðinu árið 2014 en hann skoraði 513 stig í 56 landsleikjum. Tímabilið hjá honum í fyrra hófst hjá tyrkneska félaginu Darushashfak í Istanbul en endaði hjá spænska félaginu Obradoiro. View this post on Instagram A post shared by Eurohoops.net (@eurohoops_official) Í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólki með sjálfsvígshugsanir er bent á upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is, Hjálparsíma Rauða krossins s.1717, á netspjallið 1717.is og á Píeta símann s.552-2218. Þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi er bent á stuðning í Sorgarmiðstöð s. 551-4141, upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is og á Píeta símann s.552-2218. Körfubolti Mest lesið „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Selfoss jafnaði metin Handbolti „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ Körfubolti Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Körfubolti „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” Íslenski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Fleiri fréttir „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Sjá meira
Lík Timma fannst utandyra nálægt hóteli í miðborg Moskvu. Úkraínski miðilinn Meduza hefur það eftir rússnesku fréttastofunum Tass og RIA Novosti að Timma hafi sjálfur bundið enda á líf sitt. Euroleague deildin er meðal þeirra sem minnist Timma í dag. Hann spilaði fimm tímabil í deildinni með fjórum félögum eða Baskonia Vitoria-Gasteiz, Olympiacos Piraeus, Khimki Moskva og UNICS Kazan. Olympiacos minntist Timma á miðlum sínum. „Við erum í áfalli og í mikilli sorg eftir að hafa fengið þær hræðilegu fréttir að okkar fyrrum leikmaður Jānis Timma hafi látist aðeins 32 ára að aldri. Við munum alltaf minnast hans fyrir fallega brosið hans og fyrir það hversu góðhjartaður hann var,“ sagði í yfirlýsingu gríska félagsins. Fleiri fyrrum félög hans hafa einnig sent samúðarkveðjur til fjölskyldu hans og vina. Timma tók þá ákvörðun í október að halda áfram körfuboltaferli sínum í rússneskri körfuboltadeild sem er rekin af veðmangarafyritækinu Liga Stavok. Hann spilaði þar með liði Alikson. Timma spilaði fyrst með lettneska landsliðinu árið 2014 en hann skoraði 513 stig í 56 landsleikjum. Tímabilið hjá honum í fyrra hófst hjá tyrkneska félaginu Darushashfak í Istanbul en endaði hjá spænska félaginu Obradoiro. View this post on Instagram A post shared by Eurohoops.net (@eurohoops_official) Í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólki með sjálfsvígshugsanir er bent á upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is, Hjálparsíma Rauða krossins s.1717, á netspjallið 1717.is og á Píeta símann s.552-2218. Þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi er bent á stuðning í Sorgarmiðstöð s. 551-4141, upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is og á Píeta símann s.552-2218.
Í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólki með sjálfsvígshugsanir er bent á upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is, Hjálparsíma Rauða krossins s.1717, á netspjallið 1717.is og á Píeta símann s.552-2218. Þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi er bent á stuðning í Sorgarmiðstöð s. 551-4141, upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is og á Píeta símann s.552-2218.
Körfubolti Mest lesið „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Selfoss jafnaði metin Handbolti „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ Körfubolti Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Körfubolti „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” Íslenski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Fleiri fréttir „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Sjá meira