Íslendingarnir allir ósammála valinu á Vinicius Sindri Sverrisson skrifar 18. desember 2024 09:03 Aitana Bonmati og Vinicius Junior þóttu best allra í fótbolta 2024. Samsett/Getty Vinicius Junior og Aitana Bonmatí voru í gær valin besta knattspyrnufólk ársins 2024, á árlegu hófi FIFA, alþjóða knattspyrnusambandsins. Fyrirliðar, landsliðsþjálfarar og fjölmiðlamenn sjá um kjörið og voru fulltrúar Íslands allir ósammála því að Vinicius hefði verið bestur. Brasilíumaðurinn Vinicius, sem er 24 ára, var lykilmaður í liði Real Madrid sem vann Meistaradeild Evrópu og spænsku deildina á síðustu leiktíð, þar sem hann skoraði 24 mörk og átti 11 stoðsendingar. Bonmati er 26 ára miðjumaður Barcelona og spænska landsliðsins. Spánn vann Þjóðadeildina í ár, eftir að hafa orðið heimsmeistari í fyrra, og Barcelona hefur unnið Meistaradeild Evrópu síðustu tvö tímabil. Til marks um stöðu Bonmati sem besta knattspyrnukona heims þá hlaut hún einnig Gullboltann nú í haust. Það gerði Vinicius hins vegar ekki því Gullboltinn fór til Spánverjans Rodri. Rodri og Bonmatí efst hjá Íslendingunum Rodri var einmitt efstur á blaði hjá öllum þremur Íslendingunum sem töku þátt í kjöri FIFA. Frá hverri aðildarþjóð FIFA tóku landsliðsþjálfari, landsliðsfyrirliði og blaðamaður þátt, hjá bæði körlunum og konunum. Fyrir hönd Íslands kusu Jóhann Berg Guðmundsson, Davíð Snorri Jónasson og Víðir Sigurðsson í karlakjörinu, en Glódís Perla Viggósdóttir, Þorsteinn Halldórsson og aftur Víðir í kvennakjörinu. Þau Glódís, Þorsteinn og Víðir voru öll sammála valinu á Bonmatí í efsta sæti. Atkvæði Íslendinganna féllu svona: Jóhann: 1 Rodri, 2 Vinicius, 3 Dani Carvajal Davíð: 1 Rodri, 2 Vinicius, 3 Dani Carvajal Víðir: 1 Rodri, 2 Vinicius, 3 Jude Bellingham Glódís: 1. Aitana Bonmatí, 2 Caroline Graham Hansen, 3 Barbra Banda Þorsteinn: 1. Aitana Bonmatí, 2 Sophia Smith, 3 Lindsey Horan Víðir: 1. Aitana Bonmatí, 2 Caroline Graham Hansen, 3 Salma Paralluelo Í heildarkjörinu varð Bonmatí eins og fyrr segir langefst en sambíski markahrókurinn Barbra Banda í 2. sæti og hin norska Caroline Graham Hansen í 3. sæti. Banda er þó ekki í liði ársins, og ekki heldur Glódís Perla sem var tilnefnd í vörnina. #TheBest FIFA Women's 11 in 2024. ✨— FIFA Women's World Cup (@FIFAWWC) December 17, 2024 Hjá körlunum varð Vinicius efstur en Rodri skammt á eftir og Jude Bellingham í þriðja sætinu, og eru þeir allir í liði ársins. #TheBest FIFA Men's 11 in 2024. 🌟— FIFA World Cup (@FIFAWorldCup) December 17, 2024 Nánar má lesa um kjörið á vef FIFA. Fótbolti Mest lesið Ricky Hatton látinn Sport Víti í blálokin dugði Liverpool Enski boltinn Í beinni: FH - Fram | Allt undir í Krikanum Íslenski boltinn Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Íslenski boltinn Í beinni: Man. City - Man. Utd. | Sesko fær að byrja á Etihad Enski boltinn Í beinni: KA - Vestri | Efri hlutinn heillar Íslenski boltinn Áfall fyrir Norðmenn: „Þetta var mun verra en ég hélt“ Sport Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Enski boltinn Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Enski boltinn Vandræðalegt víti frá Messi Fótbolti Fleiri fréttir Víti í blálokin dugði Liverpool Í beinni: Man. City - Man. Utd. | Sesko fær að byrja á Etihad Mikael hraunaði yfir dómarann í hálfleik og lagði svo upp Glódís ekki enn spilað á tímabilinu Í beinni: FHL - Breiðablik | Botnliðið fær toppliðið í heimsókn Í beinni: Valur - Tindastóll | Stólarnir þurfa stig Í beinni: KA - Vestri | Efri hlutinn heillar Í beinni: FH - Fram | Allt undir í Krikanum Hlín fagnaði sætum sigri gegn Liverpool Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Vandræðalegt víti frá Messi Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? „Draumur síðan ég var krakki“ Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Mark Sveindísar duggði skammt Carvalho rændi stigi af Chelsea Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sævar hetjan í endurkomusigri Brann Arnór tryggði Norrköping stig í Íslendingaslag Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Grótta og Ægir upp í Lengjudeildina Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Zubimendi með tvö í frábærum sigri Sjá meira
Brasilíumaðurinn Vinicius, sem er 24 ára, var lykilmaður í liði Real Madrid sem vann Meistaradeild Evrópu og spænsku deildina á síðustu leiktíð, þar sem hann skoraði 24 mörk og átti 11 stoðsendingar. Bonmati er 26 ára miðjumaður Barcelona og spænska landsliðsins. Spánn vann Þjóðadeildina í ár, eftir að hafa orðið heimsmeistari í fyrra, og Barcelona hefur unnið Meistaradeild Evrópu síðustu tvö tímabil. Til marks um stöðu Bonmati sem besta knattspyrnukona heims þá hlaut hún einnig Gullboltann nú í haust. Það gerði Vinicius hins vegar ekki því Gullboltinn fór til Spánverjans Rodri. Rodri og Bonmatí efst hjá Íslendingunum Rodri var einmitt efstur á blaði hjá öllum þremur Íslendingunum sem töku þátt í kjöri FIFA. Frá hverri aðildarþjóð FIFA tóku landsliðsþjálfari, landsliðsfyrirliði og blaðamaður þátt, hjá bæði körlunum og konunum. Fyrir hönd Íslands kusu Jóhann Berg Guðmundsson, Davíð Snorri Jónasson og Víðir Sigurðsson í karlakjörinu, en Glódís Perla Viggósdóttir, Þorsteinn Halldórsson og aftur Víðir í kvennakjörinu. Þau Glódís, Þorsteinn og Víðir voru öll sammála valinu á Bonmatí í efsta sæti. Atkvæði Íslendinganna féllu svona: Jóhann: 1 Rodri, 2 Vinicius, 3 Dani Carvajal Davíð: 1 Rodri, 2 Vinicius, 3 Dani Carvajal Víðir: 1 Rodri, 2 Vinicius, 3 Jude Bellingham Glódís: 1. Aitana Bonmatí, 2 Caroline Graham Hansen, 3 Barbra Banda Þorsteinn: 1. Aitana Bonmatí, 2 Sophia Smith, 3 Lindsey Horan Víðir: 1. Aitana Bonmatí, 2 Caroline Graham Hansen, 3 Salma Paralluelo Í heildarkjörinu varð Bonmatí eins og fyrr segir langefst en sambíski markahrókurinn Barbra Banda í 2. sæti og hin norska Caroline Graham Hansen í 3. sæti. Banda er þó ekki í liði ársins, og ekki heldur Glódís Perla sem var tilnefnd í vörnina. #TheBest FIFA Women's 11 in 2024. ✨— FIFA Women's World Cup (@FIFAWWC) December 17, 2024 Hjá körlunum varð Vinicius efstur en Rodri skammt á eftir og Jude Bellingham í þriðja sætinu, og eru þeir allir í liði ársins. #TheBest FIFA Men's 11 in 2024. 🌟— FIFA World Cup (@FIFAWorldCup) December 17, 2024 Nánar má lesa um kjörið á vef FIFA.
Fótbolti Mest lesið Ricky Hatton látinn Sport Víti í blálokin dugði Liverpool Enski boltinn Í beinni: FH - Fram | Allt undir í Krikanum Íslenski boltinn Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Íslenski boltinn Í beinni: Man. City - Man. Utd. | Sesko fær að byrja á Etihad Enski boltinn Í beinni: KA - Vestri | Efri hlutinn heillar Íslenski boltinn Áfall fyrir Norðmenn: „Þetta var mun verra en ég hélt“ Sport Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Enski boltinn Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Enski boltinn Vandræðalegt víti frá Messi Fótbolti Fleiri fréttir Víti í blálokin dugði Liverpool Í beinni: Man. City - Man. Utd. | Sesko fær að byrja á Etihad Mikael hraunaði yfir dómarann í hálfleik og lagði svo upp Glódís ekki enn spilað á tímabilinu Í beinni: FHL - Breiðablik | Botnliðið fær toppliðið í heimsókn Í beinni: Valur - Tindastóll | Stólarnir þurfa stig Í beinni: KA - Vestri | Efri hlutinn heillar Í beinni: FH - Fram | Allt undir í Krikanum Hlín fagnaði sætum sigri gegn Liverpool Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Vandræðalegt víti frá Messi Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? „Draumur síðan ég var krakki“ Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Mark Sveindísar duggði skammt Carvalho rændi stigi af Chelsea Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sævar hetjan í endurkomusigri Brann Arnór tryggði Norrköping stig í Íslendingaslag Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Grótta og Ægir upp í Lengjudeildina Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Zubimendi með tvö í frábærum sigri Sjá meira