Einkavæðingaráform gætu hrakið Ísrael úr Eurovision Atli Ísleifsson skrifar 18. desember 2024 08:38 Söngkonan Eden Golan var fulltrúi Ísraels í Eurovision sem fram fór í Malmö í Svíþjóð í maí síðastliðinn. EPA Stríðsrekstur Ísraela á Gasa og víðar fyrir botni Miðjarðarhafs leiddi til mikilla mótmæla þegar Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, Eurovision, fór fram í Malmö í Svíþjóð í maí síðastliðinn. Nú er hugsanlegt að Ísrael verði meinuð þátttaka í keppninni, þó af allt annarri ástæðu. Shlomo Karhi, ráðherra samskiptamála í Ísrael, hefur nú lagt fram lagafrumvarp á ísraelska þinginu sem felur í sér einkavæðingu á sjónvarpsfélaginu KAN. Verði frumvarpið samþykkt eru allar líkur á því að Ísrael missi aðild sína að Samtökum evrópskra sjónvarpsstöðva (EBU) og þar með Eurovision sömuleiðis. Þetta kemur fram í svörum EBU við fyrirspurn Jerusalem Post, en innan vébanda EBU eru einungis sjónvarpsstöðvar í opinberri eigu. Israel hefur tekið þátt í Eurovision frá árinu 1973 og er eitt sigursælasta landið með fjóra sigra, síðast árið 2018. Meirihluti á ísraelska þinginu greiddi atkvæði með lagafrumvarpinu 27. nóvember síðastliðinn, en málið verður tekið til endanlegrar atkvæðagreiðslu í byrjun janúar. Jerusalem Post segir að Karhi hafi ekki viljað tjá sig um yfirlýsingu EBU. Margir starfsmenn KAN hafa gagnrýnt einkavæðingaráformin harðlega. Þannig segir Eran Cicurel, ritstjóri erlendra frétta, að um „sjálfsmark“ sé að ræða þar sem margir hafi lengi barist fyrir því að kasta Ísrael úr keppninni vegna ástandsins á Gasa. „Í heilt ár hafa óvinir okkar reynt að stöðva rétt Ísraels til að taka þátt í Eurovision. En nú virðist Karhi ætla að vinna vinnuna fyrir þá með því að hrekja okkur úr Eurovision,“ segir Cicurel. Eurovision fer næst fram í Basel í Sviss í maí næstkomandi. Ísrael Eurovision Fjölmiðlar Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira
Shlomo Karhi, ráðherra samskiptamála í Ísrael, hefur nú lagt fram lagafrumvarp á ísraelska þinginu sem felur í sér einkavæðingu á sjónvarpsfélaginu KAN. Verði frumvarpið samþykkt eru allar líkur á því að Ísrael missi aðild sína að Samtökum evrópskra sjónvarpsstöðva (EBU) og þar með Eurovision sömuleiðis. Þetta kemur fram í svörum EBU við fyrirspurn Jerusalem Post, en innan vébanda EBU eru einungis sjónvarpsstöðvar í opinberri eigu. Israel hefur tekið þátt í Eurovision frá árinu 1973 og er eitt sigursælasta landið með fjóra sigra, síðast árið 2018. Meirihluti á ísraelska þinginu greiddi atkvæði með lagafrumvarpinu 27. nóvember síðastliðinn, en málið verður tekið til endanlegrar atkvæðagreiðslu í byrjun janúar. Jerusalem Post segir að Karhi hafi ekki viljað tjá sig um yfirlýsingu EBU. Margir starfsmenn KAN hafa gagnrýnt einkavæðingaráformin harðlega. Þannig segir Eran Cicurel, ritstjóri erlendra frétta, að um „sjálfsmark“ sé að ræða þar sem margir hafi lengi barist fyrir því að kasta Ísrael úr keppninni vegna ástandsins á Gasa. „Í heilt ár hafa óvinir okkar reynt að stöðva rétt Ísraels til að taka þátt í Eurovision. En nú virðist Karhi ætla að vinna vinnuna fyrir þá með því að hrekja okkur úr Eurovision,“ segir Cicurel. Eurovision fer næst fram í Basel í Sviss í maí næstkomandi.
Ísrael Eurovision Fjölmiðlar Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira