Innlent

Vilja ekki sjá lista­verk á Eld­felli

Árni Sæberg skrifar
Til stendur að reisa minnisvarða um goslokin á Eldfelli.
Til stendur að reisa minnisvarða um goslokin á Eldfelli. Vísir/Vilhelm

Fjöldi Eyjamanna hefur skrifað undir undirskriftarlista þar sem áformum um gerð listaverks á Eldfelli er mótmælt.

Uppsetning listaverks eftir Ólaf Elíasson á Eldfelli í tilefni af fimmtíu ára goslokaafmæli hefur verið í pípunum síðan í fyrra, þegar fimmtíu ár voru liðin frá goslokum.

„Við undirrituð mótmælum fyrirhugaðri röskun á ásýnd, og tilheyrandi kostnaði við gerð listaverks á Eldfelli,“ segir í lýsingu á undirskriftalista á Íslandi.is. Þegar þetta er skrifað hafa 272 skrifað undir.

Í frétt á vef Eyjafréttar segir að brösuglega hafi gengið að afla upplýsinga um byggingu minnisvarðans innan úr bæjarstjórn Vestmannaeyjabæjar.

Áður hafi Eyjafrétt greint frá því að Vestmannaeyjabær hafi neitað að afhenda samning sinn við Ólaf Elíasson án þess að búið væri að afmá upplýsingar úr honum. Til að mynda um kostnað við gerð minnisvarðans.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×