Innlent

Múlagöng lokuð vegna bilaðrar hurðar

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Bílar vestan megin sem bíða eftir að geta ekið um gönginn Ólafsfjarðarmegin.
Bílar vestan megin sem bíða eftir að geta ekið um gönginn Ólafsfjarðarmegin. Vegagerðin

Lokað er fyrir umferð um Múlagöng á milli Ólafsfjarðar og Dalvíkur vegna bilunar í hurðarbúnaði. Viðgerðarmenn eru að mæta á svæðið.

Samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni opnast hurðin á Dalvíkurendanum aðeins til hálfs. Fyrir vikið hafi verið lokað fyrir umferð inn í göngin. Einhverjir bílar voru inni í göngunum þegar bilunin varð en allir munu verða komnir út að sögn Jónas Gunnlaugssonar hjá vaktstjórn Vegagerðarinnar.

Hurð er á báðum endum ganganna vegna mikillar klakamyndunar sem annars yrði í göngunum að vetri til. Hurðirnar eru sjálfvirkar en nemi talsvert frá göngunum á báðum endum sendir merki þegar bíll er á ferð og þá opnast dyrnar.

Lokað er fyrir umferð um göngin á meðan á viðgerð stendur. Bílaröð er við gangnamunann vestan megin. Samkvæmt heimildum fréttastofu eru hluti af áhöfn Freyju, nýjasta varðskipti Landhelgisgæslunnar, meðal þeirra sem ekki komast um göngin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×