Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. desember 2024 23:02 Scottie Pippen skemmti sér og öðrum með uppátæki sínu nema kannski dómurunum. Getty/Tom Weller Scottie Pippen er löngu hættur að spila í NBA deildinni í körfubolta en hann náði samt að hafa áhrif á NBA leik á dögunum. Stríðnispúkinn kom þá fram hjá Pippen þegar hann mætti á leik Los Angeles Lakers og Memphis Grizzlies í Crypto.com Arena í Los Angeles. Pippern fékk sæti á gólfinu sem var á besta stað fyrir aftan aðra körfuna. Í einu leikhléanna þá tók Pippen boltann sem kom rúllandi til hans. Pippen ákvað að fela boltann fyrir dómurum leiksins. Þegar dómararnir ætluðu að byrja leikinn eftir þetta leikhlé þá fundu þeir ekki boltann í fyrstu. Það varð því smá töf á leiknum. Myndband náðist af öllu saman og meðal annars þegar einn dómarann var augljóslega að leita að boltanum. Áhorfendur hlógu síðan mikið þegar dómararnir uppgötvuðu loksins að boltinn væri í felum hjá Pippen. Allir höfðu gaman af þessu á endanum en hér eftir verður Pippen alltaf grunsamlegur þegar boltinn finnst ekki. Pippen varð sex sinnum NBA meistari við hlið Michael Jordan hjá Chicago Bulls á árunum 1991 til 1998. Hann lék alls sautján tímabil í NBA og er af mörgum talinn vera í hópi bestu framherja sögunnar. Pippen var fjölhæfur sóknarleikmaður en einnig mjög góður varnarmaður. Meðaltölin hans í 1178 NBA deildarleikjum voru 16,1 stig, 6,4 fráköst, 5,2 stoðsendingar og 2,0 stolnir boltar í leik. Pippen var svo ánægður með uppátæki sitt að hann birti myndband af því á samfélagsmiðlum sínum eins og sjá má hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Scottie Pippen (@scottiepippen) NBA Mest lesið Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Körfubolti Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Fótbolti Bradley Beal til Clippers Körfubolti Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Fótbolti Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Fótbolti Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Golf Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Sport Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Fleiri fréttir Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sjá meira
Stríðnispúkinn kom þá fram hjá Pippen þegar hann mætti á leik Los Angeles Lakers og Memphis Grizzlies í Crypto.com Arena í Los Angeles. Pippern fékk sæti á gólfinu sem var á besta stað fyrir aftan aðra körfuna. Í einu leikhléanna þá tók Pippen boltann sem kom rúllandi til hans. Pippen ákvað að fela boltann fyrir dómurum leiksins. Þegar dómararnir ætluðu að byrja leikinn eftir þetta leikhlé þá fundu þeir ekki boltann í fyrstu. Það varð því smá töf á leiknum. Myndband náðist af öllu saman og meðal annars þegar einn dómarann var augljóslega að leita að boltanum. Áhorfendur hlógu síðan mikið þegar dómararnir uppgötvuðu loksins að boltinn væri í felum hjá Pippen. Allir höfðu gaman af þessu á endanum en hér eftir verður Pippen alltaf grunsamlegur þegar boltinn finnst ekki. Pippen varð sex sinnum NBA meistari við hlið Michael Jordan hjá Chicago Bulls á árunum 1991 til 1998. Hann lék alls sautján tímabil í NBA og er af mörgum talinn vera í hópi bestu framherja sögunnar. Pippen var fjölhæfur sóknarleikmaður en einnig mjög góður varnarmaður. Meðaltölin hans í 1178 NBA deildarleikjum voru 16,1 stig, 6,4 fráköst, 5,2 stoðsendingar og 2,0 stolnir boltar í leik. Pippen var svo ánægður með uppátæki sitt að hann birti myndband af því á samfélagsmiðlum sínum eins og sjá má hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Scottie Pippen (@scottiepippen)
NBA Mest lesið Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Körfubolti Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Fótbolti Bradley Beal til Clippers Körfubolti Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Fótbolti Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Fótbolti Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Golf Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Sport Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Fleiri fréttir Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sjá meira