Nú er búið að ákveða það að einn leikjanna sem fara fram í Evrópu á næstu leiktíð muni fara fram í Írlandi.
Við höfum séð leiki í Englandi, í Þýskalandi og á Spáni og nú fá Írarnir líka að vera með.
Leikurinn verður spilaður á Croke Park í Dublin í september. Þetta verður skráður sem heimaleikur hjá Pittsburgh Steelers.
Það stendur reyndar eitt í vegi fyrir að þetta verði að veruleika. Írska ríkisstjórnin þarf að samþykkja komu NFL deildarinnar og skrifa undir plagg frá deildinni. Allt snýst þetta náttúrulega um peninga.
Það er hins vegar mikill áhugi á NFL og ekki síst Steelers liðinu í Dublin. Það seldist þannig upp á áhorfspartý á leik Pittsburgh Steelers en það var haldið á umræddum Croke Park.
Croke Park tekur yfir 69 þúsund manns í sæti og alls 82 þúsund manns með stæðum meðtöldum.
Leikvangurinn er aðalleikvangur galíska fótboltans á Írlandi.