„Þeir reyndu að gera lítið úr mér“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. desember 2024 22:31 Vinicius Junior sést hér með verðlaun sín frá FIFA en fyrir aftan má sjá Gianni Infantino, forseta FIFA með Carlo Ancelotti, þjálfara Real Madrid. Nú bætti allt Real fólkið á hófið. Getty/Christopher Pike Vinícius Júnior lét gagnrýnendur sína heyra það eftir að hann fékk verðlaunin sem besti fótboltamaður ársins hjá Alþjóða knattspyrnusambandinu. „Veni, vidi, vici,“ byrjaði kappinn færslu sína eftir að verðlaunin voru orðin hans en á íslensku er það „ég kom, ég sá, ég sigraði“ Vinícius hélt samt áfram að leika hlutverk sitt sem fórnarlamb og sakaði þá, sem kusu hann ekki í kosningu um Gullknöttinn, um að reyna að lítillækka sig. Hann skrópaði eins og flestir vita á verðlaunahátíð Ballon d'Or þegar hann vissi að hann væri ekki að fara að vinna. Vinícius átti vissulega frábært ár með Real Madrid en aftur á móti skelfilegt ár með brasilíska landsliðinu. Hann var frábær þegar Real Madrid vann Meistaradeildina og sýndi í mörgum leikjum hversu stórkostlegur leikmaður hann er á deginum sínum. Rodri fékk Gullknöttinn en hann varð Evrópumeistari með spænska landsliðinu og varð Englandsmeistari með Manchester City. Í kosningu FIFA fékk Vinícius 48 stig á móti 43 stigum frá Rodri. Jude Bellingham varð síðan þriðji með 37 stig. „Í dag skrifa ég til barnsins sem í gegnum tíðina hefur séð svo mörg átrúnaðargoð sín lyfta þessum bikar. Tími þess er runninn upp eða miklu frekar tími minn er runninn upp. Það er tími til að segja að, já, ég er besti leikmaður heims og ég hef haft mikið fyrir því að ná þangað,“ skrifaði Vinícius Júnior á samfélagsmiðla sína. „Þeir reyndu að gera lítið úr mér og lítillækka mig. Draga úr afrekum mínum. Enginn getur sagt við mig hvað ég á eða á ekki að berjast fyrir eða hvernig ég á að haga mér. Þegar ég var hjá São Gonçalo þá var kerfinu skítsama um mig og var nálægt því að gleypa mig,“ skrifaði Vinícius. „Ég vann þessi verðlaun fyrir mig og fyrir fjölskyldu mína. Ég hef fengið mikinn stuðning á leiðinni, frá Flamengo, Real Madrid og brasilíska landsliðinu. Frá hundruðum liðsfélaga í gegnum árin. Fólk sem hjálpar mér á hverjum degi og þau sem dást að mér... besta leikmanni heims,“ skrifaði Vinícius. View this post on Instagram A post shared by Vinicius Jr. ⚡️🇧🇷 (@vinijr) Spænski boltinn FIFA Mest lesið Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Körfubolti „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport Lýsti leik uppi á fjalli og milljónir fylgdust með Fótbolti „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti Sjáðu öll atvikin og ástæðu þess að baulað var á Old Trafford Enski boltinn Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Yngir upp í allt of gamalli deild Íslenski boltinn „Okkur sjálfum að kenna“ Enski boltinn Fleiri fréttir Fannar sagði sannleikann um „hrákufimmuna“ sem vakti heimsathygli Yngir upp í allt of gamalli deild Sjáðu öll atvikin og ástæðu þess að baulað var á Old Trafford Lýsti leik uppi á fjalli og milljónir fylgdust með Meiðsladraugrinn lætur Alexander-Arnold ekki í friði hjá Real Madrid „Okkur sjálfum að kenna“ United missti frá sér sigurinn í lokin Liverpool minnist Diogo Jota með tilfinningaþrungnum hætti Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík „Eina leiðin til að lifa af“ Freyr eftirsóttur: „Hef hafnað öllum boðum“ Óttast að Gísli sé enn á ný lengi frá Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Sjáðu brot af því besta frá öllum í hundrað marka klúbbnum Þegar Ronaldo tætti West Ham í sig Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV „Ég er mjög stoltur af mínum leikmönnum“ Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Chelsea fór stigalaust heim af Elland Road Aston Villa með endurkomu í miklum markaleik Merino og Arsenal-vörnin mikilvæg sem fyrr Benoný Breki opnaði markareikninginn sinn Mbappé-sýningin heldur áfram hjá Real Madrid Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Sjá meira
„Veni, vidi, vici,“ byrjaði kappinn færslu sína eftir að verðlaunin voru orðin hans en á íslensku er það „ég kom, ég sá, ég sigraði“ Vinícius hélt samt áfram að leika hlutverk sitt sem fórnarlamb og sakaði þá, sem kusu hann ekki í kosningu um Gullknöttinn, um að reyna að lítillækka sig. Hann skrópaði eins og flestir vita á verðlaunahátíð Ballon d'Or þegar hann vissi að hann væri ekki að fara að vinna. Vinícius átti vissulega frábært ár með Real Madrid en aftur á móti skelfilegt ár með brasilíska landsliðinu. Hann var frábær þegar Real Madrid vann Meistaradeildina og sýndi í mörgum leikjum hversu stórkostlegur leikmaður hann er á deginum sínum. Rodri fékk Gullknöttinn en hann varð Evrópumeistari með spænska landsliðinu og varð Englandsmeistari með Manchester City. Í kosningu FIFA fékk Vinícius 48 stig á móti 43 stigum frá Rodri. Jude Bellingham varð síðan þriðji með 37 stig. „Í dag skrifa ég til barnsins sem í gegnum tíðina hefur séð svo mörg átrúnaðargoð sín lyfta þessum bikar. Tími þess er runninn upp eða miklu frekar tími minn er runninn upp. Það er tími til að segja að, já, ég er besti leikmaður heims og ég hef haft mikið fyrir því að ná þangað,“ skrifaði Vinícius Júnior á samfélagsmiðla sína. „Þeir reyndu að gera lítið úr mér og lítillækka mig. Draga úr afrekum mínum. Enginn getur sagt við mig hvað ég á eða á ekki að berjast fyrir eða hvernig ég á að haga mér. Þegar ég var hjá São Gonçalo þá var kerfinu skítsama um mig og var nálægt því að gleypa mig,“ skrifaði Vinícius. „Ég vann þessi verðlaun fyrir mig og fyrir fjölskyldu mína. Ég hef fengið mikinn stuðning á leiðinni, frá Flamengo, Real Madrid og brasilíska landsliðinu. Frá hundruðum liðsfélaga í gegnum árin. Fólk sem hjálpar mér á hverjum degi og þau sem dást að mér... besta leikmanni heims,“ skrifaði Vinícius. View this post on Instagram A post shared by Vinicius Jr. ⚡️🇧🇷 (@vinijr)
Spænski boltinn FIFA Mest lesið Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Körfubolti „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport Lýsti leik uppi á fjalli og milljónir fylgdust með Fótbolti „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti Sjáðu öll atvikin og ástæðu þess að baulað var á Old Trafford Enski boltinn Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Yngir upp í allt of gamalli deild Íslenski boltinn „Okkur sjálfum að kenna“ Enski boltinn Fleiri fréttir Fannar sagði sannleikann um „hrákufimmuna“ sem vakti heimsathygli Yngir upp í allt of gamalli deild Sjáðu öll atvikin og ástæðu þess að baulað var á Old Trafford Lýsti leik uppi á fjalli og milljónir fylgdust með Meiðsladraugrinn lætur Alexander-Arnold ekki í friði hjá Real Madrid „Okkur sjálfum að kenna“ United missti frá sér sigurinn í lokin Liverpool minnist Diogo Jota með tilfinningaþrungnum hætti Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík „Eina leiðin til að lifa af“ Freyr eftirsóttur: „Hef hafnað öllum boðum“ Óttast að Gísli sé enn á ný lengi frá Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Sjáðu brot af því besta frá öllum í hundrað marka klúbbnum Þegar Ronaldo tætti West Ham í sig Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV „Ég er mjög stoltur af mínum leikmönnum“ Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Chelsea fór stigalaust heim af Elland Road Aston Villa með endurkomu í miklum markaleik Merino og Arsenal-vörnin mikilvæg sem fyrr Benoný Breki opnaði markareikninginn sinn Mbappé-sýningin heldur áfram hjá Real Madrid Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Sjá meira