Heimkaup undir hatt Samkaupa Ólafur Björn Sverrisson skrifar 18. desember 2024 19:13 Höfuðstöðvar Heimkaupa eru í Smáratorgi. Samkaup og Heimkaup hafa komist að samkomulagi um helstu forsendur sameiningar félaganna. Þetta kemur fram í tilkynningu frá SKEL hf., sem er eigandi að 81% hluta í Heimkaup. Þar segir að samkomulagið sé með fyrirvara um samþykki Samkeppniseftirlitsins og hluthafafund beggja félaga. „Samkaup er yfirtökufélagið og sameinast þar með öllum einingum Heimkaupa á matvörumarkaði og greiðir fyrir þau með útgefnu hlutafé í Samkaupum. Önnur félög í eigu SKEL á neytendamarkaði, þ.e. Orkan, Lyfjaval og Löður, eru ekki hluti af samrunanum.“ Haft er eftir Ásgeiri Helga Reykfjörð Gylfasyni forstjóra SKEL fjárfestingarfélags hf. að sameinað félag hafi burði til að nýta sér þau tækifæri sem nú eru á dagvörumarkaði. Ásgeir H. Reykfjörð Gylfason. „Neytendur kalla á aukna samkeppni og nýungar á smásölumarkaði eins og móttökur Prís verslunarinnar sem opnaði fyrr á árinu sýna. Heimkaup hefur frá upphafi lagt áherslu á nýjungar á borð við netverslun og nú síðast með Prís sem ítrekað hefur boðið neytendum lægsta verð á mat- og dagvöru. Hagsmunir SKEL eru áfram þeir sömu á smásölumarkaði með hlutdeild í Samkaup og óbreyttu eignarhaldi á Lyfjavali og Orkunni. SKEL mun áfram leita leiða til að auka samkeppni og fjölbreytni með arðbærum hætti í fjárfestingum sínum á smásölumarkaði,“ segir Ásgeir. Þetta merkir að undir rekstri Samkaupa verða verslanir undir merkjum 10-11, Prís, Extra auk þriggja þægindaverslana sem reknar eru á þjónustustöðvum Orkunnar. Þá á Heimkaup eignarhlut í veitingafélaginu Clippers ehf. sem m.a. rekur Sbarro. SKEL fjárfestingafélag hf. og Samkaup hf. hafa á árinu átt í viðræðum um samruna Samkaupa og tiltekinna dótturfélaga SKEL. „Þeim viðræðum var slitið í lok október en í framhaldinu hófust viðræður um sameiningu rekstrareininga á matvælamarkaði. Að mati samrunaaðila getur samlegð í rekstri umræddra félaga orðið umtalsverð. Eftir sameiningu fái hluthafar Heimkaupa greitt með hlutafé í Samkaupum og eignast þar með rúmlega 10% hlutafjár í Samkaupum. Fyrir viðskiptin er SKEL eigandi að 5% eignarhlut í Samkaupum í gegnum eignarhaldsfélag. Hluthafasamkomulag meðal stærstu hluthafa í Samkaupa gerir ráð fyrir skráningu félagsins á hlutabréfamarkað. Kauphöllin Skel fjárfestingafélag Matvöruverslun Samkeppnismál Verslun Mest lesið Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð Viðskipti innlent Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Viðskipti innlent Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Viðskipti innlent „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá SKEL hf., sem er eigandi að 81% hluta í Heimkaup. Þar segir að samkomulagið sé með fyrirvara um samþykki Samkeppniseftirlitsins og hluthafafund beggja félaga. „Samkaup er yfirtökufélagið og sameinast þar með öllum einingum Heimkaupa á matvörumarkaði og greiðir fyrir þau með útgefnu hlutafé í Samkaupum. Önnur félög í eigu SKEL á neytendamarkaði, þ.e. Orkan, Lyfjaval og Löður, eru ekki hluti af samrunanum.“ Haft er eftir Ásgeiri Helga Reykfjörð Gylfasyni forstjóra SKEL fjárfestingarfélags hf. að sameinað félag hafi burði til að nýta sér þau tækifæri sem nú eru á dagvörumarkaði. Ásgeir H. Reykfjörð Gylfason. „Neytendur kalla á aukna samkeppni og nýungar á smásölumarkaði eins og móttökur Prís verslunarinnar sem opnaði fyrr á árinu sýna. Heimkaup hefur frá upphafi lagt áherslu á nýjungar á borð við netverslun og nú síðast með Prís sem ítrekað hefur boðið neytendum lægsta verð á mat- og dagvöru. Hagsmunir SKEL eru áfram þeir sömu á smásölumarkaði með hlutdeild í Samkaup og óbreyttu eignarhaldi á Lyfjavali og Orkunni. SKEL mun áfram leita leiða til að auka samkeppni og fjölbreytni með arðbærum hætti í fjárfestingum sínum á smásölumarkaði,“ segir Ásgeir. Þetta merkir að undir rekstri Samkaupa verða verslanir undir merkjum 10-11, Prís, Extra auk þriggja þægindaverslana sem reknar eru á þjónustustöðvum Orkunnar. Þá á Heimkaup eignarhlut í veitingafélaginu Clippers ehf. sem m.a. rekur Sbarro. SKEL fjárfestingafélag hf. og Samkaup hf. hafa á árinu átt í viðræðum um samruna Samkaupa og tiltekinna dótturfélaga SKEL. „Þeim viðræðum var slitið í lok október en í framhaldinu hófust viðræður um sameiningu rekstrareininga á matvælamarkaði. Að mati samrunaaðila getur samlegð í rekstri umræddra félaga orðið umtalsverð. Eftir sameiningu fái hluthafar Heimkaupa greitt með hlutafé í Samkaupum og eignast þar með rúmlega 10% hlutafjár í Samkaupum. Fyrir viðskiptin er SKEL eigandi að 5% eignarhlut í Samkaupum í gegnum eignarhaldsfélag. Hluthafasamkomulag meðal stærstu hluthafa í Samkaupa gerir ráð fyrir skráningu félagsins á hlutabréfamarkað.
Kauphöllin Skel fjárfestingafélag Matvöruverslun Samkeppnismál Verslun Mest lesið Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð Viðskipti innlent Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Viðskipti innlent Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Viðskipti innlent „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Sjá meira