Freyr ekki heyrt frá KSÍ: „Í engum vafa um hvað ég hef fram að færa“ Valur Páll Eiríksson skrifar 19. desember 2024 11:15 Freyr Alexandersson gæti mögulega orðið næsti knattspyrnustjóri Cardiff. Getty Freyr Alexandersson, fráfarandi þjálfari fótboltaliðs Kortrijk í Belgíu, er brattur þrátt fyrir uppsögn í vikunni. Hann hefur ekki heyrt frá KSÍ varðandi landsliðsþjálfarastarfið en mun taka upp tólið, komi símtalið. Frey var sagt upp störfum í vikunni eftir 3-0 tap fyrir Dender á laugardaginn var. Hann segist hafa verið undirbúinn fyrir sparkið enda líftími þjálfarastarfs í Belgíu almennt skammur. „Þegar ég ákvað að koma til Belgíu vissi ég alveg hvernig landið liggur hérna. Nú var ég kominn í tólf mánuði og meðal líftími þjálfara í Belgíu er fimm mánuðir. Þegar við fundum að ákveðinn hluti stuðningsmanna væri að kalla eftir stjórn félagsins vissi ég að þeir myndu nýta fyrsta tækifæri til að vernda sjálfa sig og losa mig,“ segir Freyr í samtali við íþróttadeild. „Það er bara kúltúrinn hérna og ég er ekki að dæma þá fyrir það. Ég reyndi að breyta þeim og fá þá til að hugsa meira strategískt yfir lengri tíma en þegar þú upplifir þig með bakið upp við vegg sem stjórnarmaður tekurðu ákvarðanir sem þú þekkir,“ „Þetta þekkja þeir. Ég var alveg undirbúinn fyrir þetta og samdi þannig þegar ég kom hingað að það er allt í góðu hjá mér,“ segir Freyr. Ekki heyrt frá KSÍ Freyr hefur verið orðaður við landsliðsþjálfarastarf karla en kveðst ekki hafa heyrt frá forystu KSÍ. Hann muni taka upp tólið og til í að skoða þann möguleika. „Ég mun alltaf taka samtalið við Knattspyrnusambandið ef þeir hafa áhuga á að fá mig til starfa. Það sem ég les er að þeir eru fara í gegnum mikinn process að finna út úr því hvernig þeir vilja gera þetta, hvernig þjálfara þeir vilja fá og manneskju,“ „Ef ég fæ samtalið frá Knattspyrnusambandinu hlakka ég til að heyra hvaða pælingar þeir hafa og hvort ég rími við það. Ég er í engum vafa um það hvað ég hef fram að færa fyrir landsliðið og íslensku þjóðina og er fullur ástríðu fyrir íslenska landsliðinu,“ segir Freyr. „Það sem er mikilvægast í þessu er að stjórn Knattspyrnusambandsins og ég pössum saman, að við getum róað í sömu átt. Sem Íslendingur og fyrrum starfsmaður með mikla tengingu við þetta lið er það mikilvægasta að rétti maðurinn verði þarna,“ „Ef það er ég mun ég taka það samtal mjög alvarlega. Ef það er einhver annar mun ég styðja það heilshugar. Það mikilvægasta er að þetta sé gert rétt og rétti maðurinn finnist. Samtalið verður tekið ef það er áhugi fyrir því en hingað til hef ég ekki átt samskipti við Knattspyrnusambandið,“ segir Freyr. Tvö félög sett sig í samband Tvö félög hafa hins vegar þegar sett sig í samband við Frey. Eitt á Norðurlöndum og annað á Bretlandseyjum. „Þetta er allt hluti af stærra ferðalagi sem ég er á. Ég er það heppinn að það eru nú þegar tvö félög búin að hafa samband og vilja fund. Ég ætla að taka alla fundi og skoða þá möguleika sem ég fæ upp. En ég ætla líka að reyna að velja vel og ég er með ákveðnar hugmyndir um það sem mig langar til að gera,“ „Maður verður að skoða hvað kemur. Það kemur eitthvað spennanadi og kannski tkkar það í öll boxin sem mig langar að gera. Kannski ekki en þá þarf maður bara að búa sér til eitthvað plan og eitthvað spennandi í kringum það,“ segir Freyr. Nánar verður rætt við Frey í Sportpakkanum sem er klukkan 18:50 á Stöð 2 í kvöld. Landslið karla í fótbolta KSÍ Mest lesið Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja Handbolti Torsóttur sigur toppliðsins Fótbolti Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Fótbolti „Alltaf óþolandi að klikka“ Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Óvænt rekinn með símtali rétt áður en Elísabet tók við Forseta FIFA boðið á innsetningu Donald Trump Solskjær: Lét mig vinna launalaust Þróttur fær aðra úr Árbænum Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Mbappé með slæmar fréttir fyrir mótherja Real Madrid Arnar fer með Ísland til Skotlands Sjá meira
Frey var sagt upp störfum í vikunni eftir 3-0 tap fyrir Dender á laugardaginn var. Hann segist hafa verið undirbúinn fyrir sparkið enda líftími þjálfarastarfs í Belgíu almennt skammur. „Þegar ég ákvað að koma til Belgíu vissi ég alveg hvernig landið liggur hérna. Nú var ég kominn í tólf mánuði og meðal líftími þjálfara í Belgíu er fimm mánuðir. Þegar við fundum að ákveðinn hluti stuðningsmanna væri að kalla eftir stjórn félagsins vissi ég að þeir myndu nýta fyrsta tækifæri til að vernda sjálfa sig og losa mig,“ segir Freyr í samtali við íþróttadeild. „Það er bara kúltúrinn hérna og ég er ekki að dæma þá fyrir það. Ég reyndi að breyta þeim og fá þá til að hugsa meira strategískt yfir lengri tíma en þegar þú upplifir þig með bakið upp við vegg sem stjórnarmaður tekurðu ákvarðanir sem þú þekkir,“ „Þetta þekkja þeir. Ég var alveg undirbúinn fyrir þetta og samdi þannig þegar ég kom hingað að það er allt í góðu hjá mér,“ segir Freyr. Ekki heyrt frá KSÍ Freyr hefur verið orðaður við landsliðsþjálfarastarf karla en kveðst ekki hafa heyrt frá forystu KSÍ. Hann muni taka upp tólið og til í að skoða þann möguleika. „Ég mun alltaf taka samtalið við Knattspyrnusambandið ef þeir hafa áhuga á að fá mig til starfa. Það sem ég les er að þeir eru fara í gegnum mikinn process að finna út úr því hvernig þeir vilja gera þetta, hvernig þjálfara þeir vilja fá og manneskju,“ „Ef ég fæ samtalið frá Knattspyrnusambandinu hlakka ég til að heyra hvaða pælingar þeir hafa og hvort ég rími við það. Ég er í engum vafa um það hvað ég hef fram að færa fyrir landsliðið og íslensku þjóðina og er fullur ástríðu fyrir íslenska landsliðinu,“ segir Freyr. „Það sem er mikilvægast í þessu er að stjórn Knattspyrnusambandsins og ég pössum saman, að við getum róað í sömu átt. Sem Íslendingur og fyrrum starfsmaður með mikla tengingu við þetta lið er það mikilvægasta að rétti maðurinn verði þarna,“ „Ef það er ég mun ég taka það samtal mjög alvarlega. Ef það er einhver annar mun ég styðja það heilshugar. Það mikilvægasta er að þetta sé gert rétt og rétti maðurinn finnist. Samtalið verður tekið ef það er áhugi fyrir því en hingað til hef ég ekki átt samskipti við Knattspyrnusambandið,“ segir Freyr. Tvö félög sett sig í samband Tvö félög hafa hins vegar þegar sett sig í samband við Frey. Eitt á Norðurlöndum og annað á Bretlandseyjum. „Þetta er allt hluti af stærra ferðalagi sem ég er á. Ég er það heppinn að það eru nú þegar tvö félög búin að hafa samband og vilja fund. Ég ætla að taka alla fundi og skoða þá möguleika sem ég fæ upp. En ég ætla líka að reyna að velja vel og ég er með ákveðnar hugmyndir um það sem mig langar til að gera,“ „Maður verður að skoða hvað kemur. Það kemur eitthvað spennanadi og kannski tkkar það í öll boxin sem mig langar að gera. Kannski ekki en þá þarf maður bara að búa sér til eitthvað plan og eitthvað spennandi í kringum það,“ segir Freyr. Nánar verður rætt við Frey í Sportpakkanum sem er klukkan 18:50 á Stöð 2 í kvöld.
Landslið karla í fótbolta KSÍ Mest lesið Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja Handbolti Torsóttur sigur toppliðsins Fótbolti Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Fótbolti „Alltaf óþolandi að klikka“ Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Óvænt rekinn með símtali rétt áður en Elísabet tók við Forseta FIFA boðið á innsetningu Donald Trump Solskjær: Lét mig vinna launalaust Þróttur fær aðra úr Árbænum Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Mbappé með slæmar fréttir fyrir mótherja Real Madrid Arnar fer með Ísland til Skotlands Sjá meira