Lífið

Hefðum við átt að sjá fram­boð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar?

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Óvænt eða ekki óvænt? Lauflétt yfirferð yfir nokkur af eftirtektarverðustu framboðum alþingiskosninganna í síðasta mánuði.
Óvænt eða ekki óvænt? Lauflétt yfirferð yfir nokkur af eftirtektarverðustu framboðum alþingiskosninganna í síðasta mánuði. Vísir/Sara

Halla Hrund Logadóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, fyrrverandi orkumálastjóri og forsetaframbjóðandi, átti eina óvæntustu innkomu ársins sem er að líða. Hún var alls staðar!

Eftir að hafa komið sér rækilega á kortið í framboði til embættis forseta var Halla Hrund orðuð við framboð fyrir fleiri en einn flokk í nýliðnum alþingiskosningum. Hún fór á endanum fram fyrir Framsókn, eins og frægt er.

En hefðum við kannski átt að sjá val hennar fyrir strax í febrúar? Halla mætti þá í myndver í kvöldfréttum Stöðvar 2 ansi Framsóknarleg til fara, eins og sýnt er í annál fréttastofu hér fyrir neðan. Yfirferðin hefst á mínútu 3:25.

Umrædd yfirferð hefst á því að farið er lauflétt yfir nokkur af eftirtektarverðustu framboðum kosninganna og lagt mat á það hvort þau geti talist óvænt eða hvort þau hafi, eftir á að hyggja, verið alveg viðbúin. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.