Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir og Kári Garðarsson skrifa 19. desember 2024 13:32 Það er tjáningarfrelsi á Íslandi. Þetta er staðreynd - og sem betur fer. Lýðræðislegt samfélag á allt sitt undir því að tjáningarfrelsi sé tryggt og virt, það þekkjum við hinsegin fólk vel. Hins vegar eru tjáningarfrelsinu settar ákveðnar skorður, bæði í almennum hegningarlögum og í stjórnarskrá lýðveldisins. Þar segir: Allir eru frjálsir skoðana sinna og sannfæringar. Hver maður á rétt á að láta í ljós hugsanir sínar, en ábyrgjast verður hann þær fyrir dómi. Ritskoðun og aðrar sambærilegar tálmanir á tjáningarfrelsi má aldrei í lög leiða. Tjáningarfrelsi má aðeins setja skorður með lögum í þágu allsherjarreglu eða öryggis ríkisins, til verndar heilsu eða siðgæði manna eða vegna réttinda eða mannorðs annarra, enda teljist þær nauðsynlegar og samrýmist lýðræðishefðum. Þetta eru æðstu lögin í landinu, mörkin sem við höfum sett okkur sem samfélag. Mörk frelsis hvers einstaklings til tjáningar eru þannig almennt dregin við frelsi annarrar manneskju til þess að fá að vera til í friði. Rétt eins og ferðafrelsi okkar takmarkast almennt af þröskuldi næsta manns, þá eru skorður settar á tjáningarfrelsi okkar. Snorri Másson, nýkjörinn alþingismaður Miðflokksins, skrifar í Morgunblaðið í dag og á Facebook-síðu sína. Þar fjallar hann um tjáningarfrelsið og leggur út af kæru Samtakanna ‘78 á hendur Eldi Smára Kristinssyni fyrir hatursorðræðu. Í grein sinni velur Snorri ein kærð ummæli af sjö til þess að taka sérstaklega fyrir, væntanlega þau sem hann telur fela í sér minnstan grófleika. Ljóst er að honum finnst kæran ekki eiga rétt á sér. Síðar í greininni tekur hann þó fram að í kærunni séu einnig „ummæli [...] sem lýsa heift og fyrirlitningu og eru alls ekki við hæfi í siðgæddri umræðu“. Það ætti ekki að koma neinum á óvart að félag hinsegin fólks á Íslandi láti reyna á þau lög sem eru í landinu til verndar hinsegin fólki. Snorri kallar eftir ábyrgð Samtakanna ‘78, sem hann segir ranglega að séu alfarið fjármögnuð af hinu opinbera, en óljóst er hvort hann á bara við þessi einu ummæli eða kæruna í heild sinni. Rétt er að taka fram að það er á endanum ákæruvaldið og dómstólar sem taka afstöðu til þess hvað telst stangast á við lög og hvað ekki, Samtökin ‘78 ráða því ekki og Snorri svo sannarlega ekki heldur. Í allri umræðu um tjáningarfrelsi virðist stundum hafa gleymst að orð og gjörðir hafa yfirleitt afleiðingar. Það þarf ákveðna tegund af veruleikafirringu að halda að fólk sem þú kallar öllum illum nöfnum og lýgur upp á muni ekki gera þig ábyrgan fyrir orðum þínum. Við búum í samfélagi - og í samfélagi hefur það einfaldlega afleiðingar að koma illa fram við annað fólk. Með öðrum orðum: Fólki er fullkomlega frjálst að segja ljóta hluti. Öðru fólki er frjálst að láta í ljós óánægju sína með framgöngu þeirra og leita réttar síns ef á þau er ráðist. Öllu frelsi fylgir ábyrgð, það ætti alþingismaður að vita. Snorri heldur því einnig fram, þvert á staðreyndir máls, að Samtökin ‘78 hafi einsett sér að ráðast að frambjóðanda til Alþingis. Hið rétta er að kæran á hendur Eldi Smára var lögð fram í júní, löngu áður en hann fór í framboð. Hann var kallaður í skýrslutöku daginn fyrir kosningar og sagði frá því alveg einn og óstuddur. Samtökin ‘78 hafa aldrei haft frumkvæði að því að um þennan mann sé fjallað. Eldur Smári sætir nú sakamálarannsókn fyrir hatursorðræðu gagnvart hinsegin fólki vegna þess að lögregla metur það sem svo að líkur séu á því að hann hafi brotið lög með málflutningi sínum. Samtökin ‘78 hafa á undanförnum misserum kært til lögreglu fjóra aðila sem hafa kallað okkur eða hópa innan okkar raða ofbeldisfólk, jafnvel barnaníðinga og fullyrt að við séum að tæla börn eða beita þau ofbeldi. Það eru alvarlegar lygar sem vega að öryggi alls hinsegin fólks og sem við sitjum ekki undir aðgerðalaus. Við hvetjum Snorra Másson til þess að sýna ábyrgð í opinberri umræðu. Fyrsta mál á dagskrá í þeim efnum er líklega að sannreyna heimildir sínar. Einnig bjóðum við hann velkominn á skrifstofuna okkar, í samtal um þessi málefni þar sem við getum svarað öllum hans spurningum. Höfundar eru formaður og framkvæmdastjóri Samtakanna ‘78. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bjarndís Helga Tómasdóttir Kári Garðarsson Hinsegin Tjáningarfrelsi Mest lesið Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir Skoðun Fjárlögin 2026: Hvert stefnum við? Stefán Vagn Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni skrifar Skoðun Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Fjárlögin 2026: Hvert stefnum við? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Að deyja með reisn: hver ræður því hvað það þýðir? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Það er tjáningarfrelsi á Íslandi. Þetta er staðreynd - og sem betur fer. Lýðræðislegt samfélag á allt sitt undir því að tjáningarfrelsi sé tryggt og virt, það þekkjum við hinsegin fólk vel. Hins vegar eru tjáningarfrelsinu settar ákveðnar skorður, bæði í almennum hegningarlögum og í stjórnarskrá lýðveldisins. Þar segir: Allir eru frjálsir skoðana sinna og sannfæringar. Hver maður á rétt á að láta í ljós hugsanir sínar, en ábyrgjast verður hann þær fyrir dómi. Ritskoðun og aðrar sambærilegar tálmanir á tjáningarfrelsi má aldrei í lög leiða. Tjáningarfrelsi má aðeins setja skorður með lögum í þágu allsherjarreglu eða öryggis ríkisins, til verndar heilsu eða siðgæði manna eða vegna réttinda eða mannorðs annarra, enda teljist þær nauðsynlegar og samrýmist lýðræðishefðum. Þetta eru æðstu lögin í landinu, mörkin sem við höfum sett okkur sem samfélag. Mörk frelsis hvers einstaklings til tjáningar eru þannig almennt dregin við frelsi annarrar manneskju til þess að fá að vera til í friði. Rétt eins og ferðafrelsi okkar takmarkast almennt af þröskuldi næsta manns, þá eru skorður settar á tjáningarfrelsi okkar. Snorri Másson, nýkjörinn alþingismaður Miðflokksins, skrifar í Morgunblaðið í dag og á Facebook-síðu sína. Þar fjallar hann um tjáningarfrelsið og leggur út af kæru Samtakanna ‘78 á hendur Eldi Smára Kristinssyni fyrir hatursorðræðu. Í grein sinni velur Snorri ein kærð ummæli af sjö til þess að taka sérstaklega fyrir, væntanlega þau sem hann telur fela í sér minnstan grófleika. Ljóst er að honum finnst kæran ekki eiga rétt á sér. Síðar í greininni tekur hann þó fram að í kærunni séu einnig „ummæli [...] sem lýsa heift og fyrirlitningu og eru alls ekki við hæfi í siðgæddri umræðu“. Það ætti ekki að koma neinum á óvart að félag hinsegin fólks á Íslandi láti reyna á þau lög sem eru í landinu til verndar hinsegin fólki. Snorri kallar eftir ábyrgð Samtakanna ‘78, sem hann segir ranglega að séu alfarið fjármögnuð af hinu opinbera, en óljóst er hvort hann á bara við þessi einu ummæli eða kæruna í heild sinni. Rétt er að taka fram að það er á endanum ákæruvaldið og dómstólar sem taka afstöðu til þess hvað telst stangast á við lög og hvað ekki, Samtökin ‘78 ráða því ekki og Snorri svo sannarlega ekki heldur. Í allri umræðu um tjáningarfrelsi virðist stundum hafa gleymst að orð og gjörðir hafa yfirleitt afleiðingar. Það þarf ákveðna tegund af veruleikafirringu að halda að fólk sem þú kallar öllum illum nöfnum og lýgur upp á muni ekki gera þig ábyrgan fyrir orðum þínum. Við búum í samfélagi - og í samfélagi hefur það einfaldlega afleiðingar að koma illa fram við annað fólk. Með öðrum orðum: Fólki er fullkomlega frjálst að segja ljóta hluti. Öðru fólki er frjálst að láta í ljós óánægju sína með framgöngu þeirra og leita réttar síns ef á þau er ráðist. Öllu frelsi fylgir ábyrgð, það ætti alþingismaður að vita. Snorri heldur því einnig fram, þvert á staðreyndir máls, að Samtökin ‘78 hafi einsett sér að ráðast að frambjóðanda til Alþingis. Hið rétta er að kæran á hendur Eldi Smára var lögð fram í júní, löngu áður en hann fór í framboð. Hann var kallaður í skýrslutöku daginn fyrir kosningar og sagði frá því alveg einn og óstuddur. Samtökin ‘78 hafa aldrei haft frumkvæði að því að um þennan mann sé fjallað. Eldur Smári sætir nú sakamálarannsókn fyrir hatursorðræðu gagnvart hinsegin fólki vegna þess að lögregla metur það sem svo að líkur séu á því að hann hafi brotið lög með málflutningi sínum. Samtökin ‘78 hafa á undanförnum misserum kært til lögreglu fjóra aðila sem hafa kallað okkur eða hópa innan okkar raða ofbeldisfólk, jafnvel barnaníðinga og fullyrt að við séum að tæla börn eða beita þau ofbeldi. Það eru alvarlegar lygar sem vega að öryggi alls hinsegin fólks og sem við sitjum ekki undir aðgerðalaus. Við hvetjum Snorra Másson til þess að sýna ábyrgð í opinberri umræðu. Fyrsta mál á dagskrá í þeim efnum er líklega að sannreyna heimildir sínar. Einnig bjóðum við hann velkominn á skrifstofuna okkar, í samtal um þessi málefni þar sem við getum svarað öllum hans spurningum. Höfundar eru formaður og framkvæmdastjóri Samtakanna ‘78.
Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson Skoðun
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson Skoðun