Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 20. desember 2024 16:09 Það má með sanni segja að verðandi hjón séu í skýjunum. Hin nýtrúlofaða listakona Vigdís Howser svífur um á bleiku skýi eftir snemmbúna jólagjöf í formi bónorðs frá kærastanum á stórtónleikum Sir Paul McCartney í London í gær. Vigdís og unnusti hennar Kristján Ernir Björvinssson, framleiðandi og dagskrárgerðarmaður, voru stödd á tónleikum Bítilsins í 02 höllinni í London í gærkvöldi þegar Kristján skellti sér öllum að óvörum á skeljarnar og bað um hönd Vigdísar. Vigdís segist hafa verið gapandi hissa. „Ég hélt að við værum bara að taka mynd á meðan Paul McCartney var að syngja uppáhalds lagið mitt. Ég fór eiginlega alveg í black-out. Það voru alveg tuttugu þúsund manns í kringum okkur og ótrúlega margir Íslendingar. Svo kom Matti Matt tónlistarmaður til okkar og óskaði okkur til hamingju,“ segir Vigdís hlæjandi. Parið var á veitingastaðnum Sketch í London að skála fyrir tímamótunum og að njóta lífsins þegar blaðamaður náði tali af þeim. „Við erum núna á Sketch að fagna þessu og það er búið að hella í okkur kampavíni, ótrúlega gaman,“ segir Vigdís sem nýtur lífsins. Vigdís segir að þau ætli að gifta sig 2026 eða 2027. Hún er eðli málsins samkvæmt enn að ná sér niður á jörðina eftir augnablikið sem mun aldrei gleymast. Þau Kristján hafa verið saman í eitt og hálft ár og alla tíð verið á bleiku skýi. „Hann var búinn að ákveða að biðja mín í fyrsta skipti sem við hittumst. Þetta var bara ást við fyrstu sýn.“ Parið deildi hjartnæmu myndbandi af bónorðinu á Tiktok sem hægt er að sjá hér fyrir neðan. @kalladumighowser Romance still lives on - he was so covered in lipstick 🤣 i love this man #fyp #paulmccartney #london #o2 #proposal #íslenskt ♬ original sound - Kallaðu mig Howser Ástin og lífið Tímamót Íslendingar erlendis Mest lesið „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Lífið Bríet ældi á miðjum tónleikum Lífið „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ Lífið Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Lífið Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Lífið Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Lífið Auður segir skilið við Gímaldið Menning Fleiri fréttir Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Sjá meira
Vigdís og unnusti hennar Kristján Ernir Björvinssson, framleiðandi og dagskrárgerðarmaður, voru stödd á tónleikum Bítilsins í 02 höllinni í London í gærkvöldi þegar Kristján skellti sér öllum að óvörum á skeljarnar og bað um hönd Vigdísar. Vigdís segist hafa verið gapandi hissa. „Ég hélt að við værum bara að taka mynd á meðan Paul McCartney var að syngja uppáhalds lagið mitt. Ég fór eiginlega alveg í black-out. Það voru alveg tuttugu þúsund manns í kringum okkur og ótrúlega margir Íslendingar. Svo kom Matti Matt tónlistarmaður til okkar og óskaði okkur til hamingju,“ segir Vigdís hlæjandi. Parið var á veitingastaðnum Sketch í London að skála fyrir tímamótunum og að njóta lífsins þegar blaðamaður náði tali af þeim. „Við erum núna á Sketch að fagna þessu og það er búið að hella í okkur kampavíni, ótrúlega gaman,“ segir Vigdís sem nýtur lífsins. Vigdís segir að þau ætli að gifta sig 2026 eða 2027. Hún er eðli málsins samkvæmt enn að ná sér niður á jörðina eftir augnablikið sem mun aldrei gleymast. Þau Kristján hafa verið saman í eitt og hálft ár og alla tíð verið á bleiku skýi. „Hann var búinn að ákveða að biðja mín í fyrsta skipti sem við hittumst. Þetta var bara ást við fyrstu sýn.“ Parið deildi hjartnæmu myndbandi af bónorðinu á Tiktok sem hægt er að sjá hér fyrir neðan. @kalladumighowser Romance still lives on - he was so covered in lipstick 🤣 i love this man #fyp #paulmccartney #london #o2 #proposal #íslenskt ♬ original sound - Kallaðu mig Howser
Ástin og lífið Tímamót Íslendingar erlendis Mest lesið „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Lífið Bríet ældi á miðjum tónleikum Lífið „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ Lífið Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Lífið Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Lífið Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Lífið Auður segir skilið við Gímaldið Menning Fleiri fréttir Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Sjá meira