Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 20. desember 2024 16:09 Það má með sanni segja að verðandi hjón séu í skýjunum. Hin nýtrúlofaða listakona Vigdís Howser svífur um á bleiku skýi eftir snemmbúna jólagjöf í formi bónorðs frá kærastanum á stórtónleikum Sir Paul McCartney í London í gær. Vigdís og unnusti hennar Kristján Ernir Björvinssson, framleiðandi og dagskrárgerðarmaður, voru stödd á tónleikum Bítilsins í 02 höllinni í London í gærkvöldi þegar Kristján skellti sér öllum að óvörum á skeljarnar og bað um hönd Vigdísar. Vigdís segist hafa verið gapandi hissa. „Ég hélt að við værum bara að taka mynd á meðan Paul McCartney var að syngja uppáhalds lagið mitt. Ég fór eiginlega alveg í black-out. Það voru alveg tuttugu þúsund manns í kringum okkur og ótrúlega margir Íslendingar. Svo kom Matti Matt tónlistarmaður til okkar og óskaði okkur til hamingju,“ segir Vigdís hlæjandi. Parið var á veitingastaðnum Sketch í London að skála fyrir tímamótunum og að njóta lífsins þegar blaðamaður náði tali af þeim. „Við erum núna á Sketch að fagna þessu og það er búið að hella í okkur kampavíni, ótrúlega gaman,“ segir Vigdís sem nýtur lífsins. Vigdís segir að þau ætli að gifta sig 2026 eða 2027. Hún er eðli málsins samkvæmt enn að ná sér niður á jörðina eftir augnablikið sem mun aldrei gleymast. Þau Kristján hafa verið saman í eitt og hálft ár og alla tíð verið á bleiku skýi. „Hann var búinn að ákveða að biðja mín í fyrsta skipti sem við hittumst. Þetta var bara ást við fyrstu sýn.“ Parið deildi hjartnæmu myndbandi af bónorðinu á Tiktok sem hægt er að sjá hér fyrir neðan. @kalladumighowser Romance still lives on - he was so covered in lipstick 🤣 i love this man #fyp #paulmccartney #london #o2 #proposal #íslenskt ♬ original sound - Kallaðu mig Howser Ástin og lífið Tímamót Íslendingar erlendis Mest lesið Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Lífið Betra að vera blankur nemi í New York Lífið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Lífið „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Lífið Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Lífið Staðfesta loks sambandið Lífið Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Lífið Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Lífið Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Lífið Glæsilegt raðhús Maríu Paz til sölu Lífið Fleiri fréttir Betra að vera blankur nemi í New York Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Staðfesta loks sambandið Einar og Milla skírðu drenginn Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Getur alls ekki verið einn Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni „Konu“ tónleikar í Hvolnum á Hvolsvelli í kvöld Kim Kardashian greindist með heilagúlp Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Björk deilir „heimi sínum óspilltum“ í nýrri tónleikamynd Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Sextíu fermetrar og fagurrautt Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Allur tilfinningaskalinn á Ungfrú Ísland Teen Elva fann sjálfa sig aftur Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Komin með nýjan rappara í sigtið Kosning hafin um sjónvarpsefni ársins Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa Sjá meira
Vigdís og unnusti hennar Kristján Ernir Björvinssson, framleiðandi og dagskrárgerðarmaður, voru stödd á tónleikum Bítilsins í 02 höllinni í London í gærkvöldi þegar Kristján skellti sér öllum að óvörum á skeljarnar og bað um hönd Vigdísar. Vigdís segist hafa verið gapandi hissa. „Ég hélt að við værum bara að taka mynd á meðan Paul McCartney var að syngja uppáhalds lagið mitt. Ég fór eiginlega alveg í black-out. Það voru alveg tuttugu þúsund manns í kringum okkur og ótrúlega margir Íslendingar. Svo kom Matti Matt tónlistarmaður til okkar og óskaði okkur til hamingju,“ segir Vigdís hlæjandi. Parið var á veitingastaðnum Sketch í London að skála fyrir tímamótunum og að njóta lífsins þegar blaðamaður náði tali af þeim. „Við erum núna á Sketch að fagna þessu og það er búið að hella í okkur kampavíni, ótrúlega gaman,“ segir Vigdís sem nýtur lífsins. Vigdís segir að þau ætli að gifta sig 2026 eða 2027. Hún er eðli málsins samkvæmt enn að ná sér niður á jörðina eftir augnablikið sem mun aldrei gleymast. Þau Kristján hafa verið saman í eitt og hálft ár og alla tíð verið á bleiku skýi. „Hann var búinn að ákveða að biðja mín í fyrsta skipti sem við hittumst. Þetta var bara ást við fyrstu sýn.“ Parið deildi hjartnæmu myndbandi af bónorðinu á Tiktok sem hægt er að sjá hér fyrir neðan. @kalladumighowser Romance still lives on - he was so covered in lipstick 🤣 i love this man #fyp #paulmccartney #london #o2 #proposal #íslenskt ♬ original sound - Kallaðu mig Howser
Ástin og lífið Tímamót Íslendingar erlendis Mest lesið Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Lífið Betra að vera blankur nemi í New York Lífið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Lífið „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Lífið Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Lífið Staðfesta loks sambandið Lífið Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Lífið Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Lífið Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Lífið Glæsilegt raðhús Maríu Paz til sölu Lífið Fleiri fréttir Betra að vera blankur nemi í New York Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Staðfesta loks sambandið Einar og Milla skírðu drenginn Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Getur alls ekki verið einn Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni „Konu“ tónleikar í Hvolnum á Hvolsvelli í kvöld Kim Kardashian greindist með heilagúlp Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Björk deilir „heimi sínum óspilltum“ í nýrri tónleikamynd Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Sextíu fermetrar og fagurrautt Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Allur tilfinningaskalinn á Ungfrú Ísland Teen Elva fann sjálfa sig aftur Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Komin með nýjan rappara í sigtið Kosning hafin um sjónvarpsefni ársins Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa Sjá meira