Ríkisstjórn sem þarfnist mikillar samhæfingar milli formannanna Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 20. desember 2024 18:46 Eiríkur Bergmann prófessor í stjórnmálafræði segir mikilvægara að formenn nýrra ríkisstjórnarflokka vinni vel saman en hverjir nákvæmlega skipi hvaða ráðherrastóla. Vísir/Ívar Fannar Prófessor í stjórnmálafræði segir líklegt að helstu áherslumál nýrrar ríkisstjórnar verði tiltekt í ríkisfjármálum og staða þeirra sem höllum fæti standa. Mönnun í einstaka ráðherrastóla skipti minna máli. Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar fundaði í hinsta sinn í morgun eftir sjö ára sögulega valdatíð þverpólitískrar stjórnar. Ný ríkisstjórn Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins tekur við um helgina. Viðræðurnar eftir hefðinni Í dag hefur Þorgerður Katrín, formaður Viðreisnar, rætt einslega við þingmenn og heyrt afstöðu þeirra til ráðherraskipunar. Gera má ráð fyrir að Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, og Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, hafi gert slíkt hið sama. Þingflokkarnir funda klukkan níu í fyrramálið, hver í sínu horni, þar sem formennirnir munu leggja fram tillögu að ráðherraskipan sem verður samþykkt. Í kjölfarið koma saman flokksráð flokkanna til að fara yfir stjórnarsáttmálann. „Þetta er nú svolítið eftir hefðinni, formaður stærsta flokksins og sá sem hefur stjórnarmyndunarumboðið, Kristrún Frostadóttir - það er gert ráð fyrir að hún verði forsætisráðherra - og að Viðreisn fái bæði fjármálaráðuneytið og utanríkisráðuneytið. Það blasir auðvitað við að Flokkur fólksins mun vilja hafa félagsmálin og velferðarmálin á sinni könnu,“ segir Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði. Eru einhverjar sérstakar persónur sem eru líklegri en aðrar til að fá þarna sæti? „Auðvitað skiptir mestu máli hvar formennirnir lenda. Þetta verður ríkisstjórn sem mun þurfa á töluverðrar samhæfingar að halda milli formannanna þriggja.“ Rík áhersla á á sem höllustum fæti standa Formennirnir munu kynna stjórnarsáttmála og ráðherraskipan á blaðamannafundi klukkan eitt á morgun í Hafnarborg í Hafnarfirði. „Ég held að tvö mál verði nokkuð örugglega mjög áberandi. Það er annars vegar hvernig eigi að takast á við ríkisfjármálin og stöðu efnahagsmála. Að sama skapi verður þarna örugglega rík áhersla á að rétta hlut þeirra sem höllustum fæti standa,“ segir Eiríkur. Morgundagurinn endar svo á Bessastöðum þar sem tveir ríkisráðsfundir verða haldnir. Sá fyrri, með fráfarandi ríkisráði, hefst klukkan þrjú og sá síðar, fyrsti fundur nýs ríkisráðs, hefst hálf fimm. Á þeim fundi mun Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, skipa nýtt ráðuneyti - ríkisstjórn Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins. Alþingiskosningar 2024 Samfylkingin Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Viðreisn Flokkur fólksins Tengdar fréttir „Nokkuð þægilegt samtal um hver fái hvað“ Almannatengill telur víst að Kristrún Frostadóttir verði næsti forsætisráðherra landins og Viðreisn fái fjármálaráðuneyti og utanríkisráðuneyti. Boðað hefur verið til blaðamannafundar í Hafnarborg í Hafnarfirði klukkan eitt á morgun þar sem stjórnarsáttmáli og ráðherraskipan verður tilkynnt. 20. desember 2024 12:32 Kynna ráðherraskipan í Hafnarborg Formenn Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins hafa boðað til fréttamannafundar klukkan eitt á á morgun, laugardaginn 21. desember, í Hafnarborg í Hafnarfirði. 20. desember 2024 11:42 Viðreisn fær utanríkis- og fjármálaráðuneytið Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar verður forsætisráðherra í þeirri ríkisstjórn sem brátt verður kynnt til sögunnar. 20. desember 2024 09:45 Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent „Það er engin sleggja“ Innlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Fleiri fréttir Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Sjá meira
Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar fundaði í hinsta sinn í morgun eftir sjö ára sögulega valdatíð þverpólitískrar stjórnar. Ný ríkisstjórn Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins tekur við um helgina. Viðræðurnar eftir hefðinni Í dag hefur Þorgerður Katrín, formaður Viðreisnar, rætt einslega við þingmenn og heyrt afstöðu þeirra til ráðherraskipunar. Gera má ráð fyrir að Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, og Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, hafi gert slíkt hið sama. Þingflokkarnir funda klukkan níu í fyrramálið, hver í sínu horni, þar sem formennirnir munu leggja fram tillögu að ráðherraskipan sem verður samþykkt. Í kjölfarið koma saman flokksráð flokkanna til að fara yfir stjórnarsáttmálann. „Þetta er nú svolítið eftir hefðinni, formaður stærsta flokksins og sá sem hefur stjórnarmyndunarumboðið, Kristrún Frostadóttir - það er gert ráð fyrir að hún verði forsætisráðherra - og að Viðreisn fái bæði fjármálaráðuneytið og utanríkisráðuneytið. Það blasir auðvitað við að Flokkur fólksins mun vilja hafa félagsmálin og velferðarmálin á sinni könnu,“ segir Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði. Eru einhverjar sérstakar persónur sem eru líklegri en aðrar til að fá þarna sæti? „Auðvitað skiptir mestu máli hvar formennirnir lenda. Þetta verður ríkisstjórn sem mun þurfa á töluverðrar samhæfingar að halda milli formannanna þriggja.“ Rík áhersla á á sem höllustum fæti standa Formennirnir munu kynna stjórnarsáttmála og ráðherraskipan á blaðamannafundi klukkan eitt á morgun í Hafnarborg í Hafnarfirði. „Ég held að tvö mál verði nokkuð örugglega mjög áberandi. Það er annars vegar hvernig eigi að takast á við ríkisfjármálin og stöðu efnahagsmála. Að sama skapi verður þarna örugglega rík áhersla á að rétta hlut þeirra sem höllustum fæti standa,“ segir Eiríkur. Morgundagurinn endar svo á Bessastöðum þar sem tveir ríkisráðsfundir verða haldnir. Sá fyrri, með fráfarandi ríkisráði, hefst klukkan þrjú og sá síðar, fyrsti fundur nýs ríkisráðs, hefst hálf fimm. Á þeim fundi mun Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, skipa nýtt ráðuneyti - ríkisstjórn Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins.
Alþingiskosningar 2024 Samfylkingin Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Viðreisn Flokkur fólksins Tengdar fréttir „Nokkuð þægilegt samtal um hver fái hvað“ Almannatengill telur víst að Kristrún Frostadóttir verði næsti forsætisráðherra landins og Viðreisn fái fjármálaráðuneyti og utanríkisráðuneyti. Boðað hefur verið til blaðamannafundar í Hafnarborg í Hafnarfirði klukkan eitt á morgun þar sem stjórnarsáttmáli og ráðherraskipan verður tilkynnt. 20. desember 2024 12:32 Kynna ráðherraskipan í Hafnarborg Formenn Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins hafa boðað til fréttamannafundar klukkan eitt á á morgun, laugardaginn 21. desember, í Hafnarborg í Hafnarfirði. 20. desember 2024 11:42 Viðreisn fær utanríkis- og fjármálaráðuneytið Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar verður forsætisráðherra í þeirri ríkisstjórn sem brátt verður kynnt til sögunnar. 20. desember 2024 09:45 Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent „Það er engin sleggja“ Innlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Fleiri fréttir Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Sjá meira
„Nokkuð þægilegt samtal um hver fái hvað“ Almannatengill telur víst að Kristrún Frostadóttir verði næsti forsætisráðherra landins og Viðreisn fái fjármálaráðuneyti og utanríkisráðuneyti. Boðað hefur verið til blaðamannafundar í Hafnarborg í Hafnarfirði klukkan eitt á morgun þar sem stjórnarsáttmáli og ráðherraskipan verður tilkynnt. 20. desember 2024 12:32
Kynna ráðherraskipan í Hafnarborg Formenn Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins hafa boðað til fréttamannafundar klukkan eitt á á morgun, laugardaginn 21. desember, í Hafnarborg í Hafnarfirði. 20. desember 2024 11:42
Viðreisn fær utanríkis- og fjármálaráðuneytið Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar verður forsætisráðherra í þeirri ríkisstjórn sem brátt verður kynnt til sögunnar. 20. desember 2024 09:45