Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Elín Margrét Böðvarsdóttir og Heimir Már Pétursson skrifa 21. desember 2024 18:48 Fyrsta ráðuneyti Kristrúnar Frostadóttur. Það var engin lognmolla á Bessastöðum þegar, hefð samkvæmt, voru teknar myndir nýrri ríkisstjórn á tröppum Bessastaða. Herramennirnir í öftustu röð voru í minna brasi en aðrir ráðherrar með hárið í rokinu. Vísir/Vilhelm Kristrún Frostadóttir, forsætisráðherra, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra og Inga Sæland, félagsmálaráðherra komu syngjandi út af ríkisráðsfundi á Bessastöðum sem lauk á sjötta tímanum í dag. Líkt og kunnugt er var ríkisstjórn Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins skipuð á fundi ríkisráðs Íslands á Bessastöðum í dag. Þess má geta að Kristrún verður yngsti forsætisráðherra Íslandssögunnar en í stjórninni eru konur einnig í miklum meirihluta en stjórnina skipa sjö konur og fjórir karlar. Ríkisráð kom saman til tveggja funda í dag. Á fyrri fundinum endurstaðfesti Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, tillögu Bjarna Benediktssonar um að veita ráðuneyti hans lausn frá störfum. Á seinni fundi ríkisráðs féllst forseti á tillögu Kristrúnar Frostadóttur um skipun ráðuneytis hennar. Forseti undirritaði einnig forsetaúrskurð um skiptingu starfa ráðherra sem er með eftirfarandi hætti en ráðherrum fækkar úr tólf í ellefu. „Þetta er verkstjórn en ekki setustjórn,“ sagði Kristrún Frostadóttir meðal annars í viðtali að fundi loknum. Þá séu þær allar meðvitaðar um að þær þurfi að vera samstíga og þær hafi rætt mikið um það á undanförnum vikum. „Við erum komnar með okkar eigin innri sáttmála um það hvernig við ætlum að vinna saman í þágu þjóðar,“ sagði Kristrún og ítrekaði að mikið traust ríki á milli formannanna þriggja. Inga Sæland sagðist aðspurð leggja einna mesta áherslu á löggildingu samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks og að hleypa almannatryggingaþegum að kjaraborðinu. „Þetta er eitthvað sem að brennur á okkur öllum og við erum algjörlega sammála vegna þess að þetta er eitt þetta risastóra skref sem að við getum stigið strax í áttina að því bæði að draga úr fátækt og að koma á auknu réttlæti,“ sagði Inga meðal annars. Aðeins einn ráðherra af ellefu áður setið í ríkisstjórn Þorgerður Katrín er sú eina í nýrri ríkisstjórn sem hefur áður setið í ríkisstjórn. Allir hinir ráðherrarnir ellefu eru nýir í þessu hlutverki. Þorgerður segist gríðarlega spennt fyrir framhaldinu, reynsla sé oft vanmetin og hún sé fullviss um að hennar reynsla á vettvangi stjórnmálanna komi að góðum notum. „Ég hef oft sagt að reynsla er svolítið vanmetið fyrirbæri. Maður tekur oft bæði góðu en líka oft erfiðu reynsluna með sér. En þegar ég horfði á þær, þær sátu á móti mér, þá varð ég bæði stolt en líka ótrúlega þakklát fyrir það að fara að vinna með þeim tveimur. Við þekktumst kannski mjög mikið en ég vil leyfa mér að segja að við erum orðnar vinkonur, samstarfskonur og ég sé fram á bjarta tíma framundan,“ sagði Þorgerður Katrín. Hún tók fram að það væri ekki aðeins vegna þess að í dag eru vetrarsólstöður og bjartari tímar því framundan í bókstaflegri merkingu. Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Samfylkingin Viðreisn Flokkur fólksins Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi Innlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Innlent Fleiri fréttir Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Ríkisstjórn sem þarfnist mikillar samhæfingar milli formannanna Sjá meira
Ríkisráð kom saman til tveggja funda í dag. Á fyrri fundinum endurstaðfesti Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, tillögu Bjarna Benediktssonar um að veita ráðuneyti hans lausn frá störfum. Á seinni fundi ríkisráðs féllst forseti á tillögu Kristrúnar Frostadóttur um skipun ráðuneytis hennar. Forseti undirritaði einnig forsetaúrskurð um skiptingu starfa ráðherra sem er með eftirfarandi hætti en ráðherrum fækkar úr tólf í ellefu. „Þetta er verkstjórn en ekki setustjórn,“ sagði Kristrún Frostadóttir meðal annars í viðtali að fundi loknum. Þá séu þær allar meðvitaðar um að þær þurfi að vera samstíga og þær hafi rætt mikið um það á undanförnum vikum. „Við erum komnar með okkar eigin innri sáttmála um það hvernig við ætlum að vinna saman í þágu þjóðar,“ sagði Kristrún og ítrekaði að mikið traust ríki á milli formannanna þriggja. Inga Sæland sagðist aðspurð leggja einna mesta áherslu á löggildingu samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks og að hleypa almannatryggingaþegum að kjaraborðinu. „Þetta er eitthvað sem að brennur á okkur öllum og við erum algjörlega sammála vegna þess að þetta er eitt þetta risastóra skref sem að við getum stigið strax í áttina að því bæði að draga úr fátækt og að koma á auknu réttlæti,“ sagði Inga meðal annars. Aðeins einn ráðherra af ellefu áður setið í ríkisstjórn Þorgerður Katrín er sú eina í nýrri ríkisstjórn sem hefur áður setið í ríkisstjórn. Allir hinir ráðherrarnir ellefu eru nýir í þessu hlutverki. Þorgerður segist gríðarlega spennt fyrir framhaldinu, reynsla sé oft vanmetin og hún sé fullviss um að hennar reynsla á vettvangi stjórnmálanna komi að góðum notum. „Ég hef oft sagt að reynsla er svolítið vanmetið fyrirbæri. Maður tekur oft bæði góðu en líka oft erfiðu reynsluna með sér. En þegar ég horfði á þær, þær sátu á móti mér, þá varð ég bæði stolt en líka ótrúlega þakklát fyrir það að fara að vinna með þeim tveimur. Við þekktumst kannski mjög mikið en ég vil leyfa mér að segja að við erum orðnar vinkonur, samstarfskonur og ég sé fram á bjarta tíma framundan,“ sagði Þorgerður Katrín. Hún tók fram að það væri ekki aðeins vegna þess að í dag eru vetrarsólstöður og bjartari tímar því framundan í bókstaflegri merkingu.
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Samfylkingin Viðreisn Flokkur fólksins Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi Innlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Innlent Fleiri fréttir Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Ríkisstjórn sem þarfnist mikillar samhæfingar milli formannanna Sjá meira