Sport

Haltur Mahomes skoraði snerti­mark

Siggeir Ævarsson skrifar
Patrick Mahomes lét ekki meiðsli stöðva sig í að skora snertimark í kvöld
Patrick Mahomes lét ekki meiðsli stöðva sig í að skora snertimark í kvöld Vísir/Getty

Leikstjórnandi Kansas Chiefs, Patrick Mahomes, gerði sér lítið fyrir og skoraði snertimark upp á eigin spýtur í kvöld í leik Chiefs og Houston Texans.

Mahomes sér vanalega um að senda boltann á samherja sína sem skora snertimörkin síðan á hlaupum en hann var fljótur að hugsa þegar hann sá glufu opnast í vörn Texans einhverja 13 metra frá endalínunni og tók á rás.

Senur sem þessar sjást vissulega öðru hvoru í NFL deildinni en Mahomes er meiddur á ökkla og nánast á annarri löppinni en hann lætur það greinilega ekki stöðva sig. Eða hvað?

NFL



Fleiri fréttir

Sjá meira


×