Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Siggeir Ævarsson skrifar 21. desember 2024 23:02 Marcus Rashford virðist ekki vera fullkomlega hamingjusamur í Manchester vísir/Getty Sagan endalausa um framtíð Marcus Rashford, leikmanns Manchester United, virðist mögulega ætla fá nýjan kafla í janúar en sögusagnir eru á kreiki um að Rashford verði lánaður frá félaginu á nýju ári. Framtíð Rashford hefur á allra vörum undanfarið en hann var ekki í leikmannahópi Manchester United þegar liðið lagði erkifjendurna í Manchester City síðustu helgi og ekki heldur í deildarbikarnum gegn Tottenham í fyrradag. Sjálfur sagðist hann vera tilbúinn fyrir nýja áskorun í viðtali í vikunni og gaf þannig kjaftasögum um brotthvarf hans frá liðinu byr undir báða vængi. Ruben Amorim, knattspyrnustjóri Manchester United, hefur sjálfur sagt að United séu betri með Rashford innan borðs og þá hefur BBC eftir sínum heimildarmönnum að Rashford vilji vera áfram í United þar sem hann hefur leikið allan sinn feril. Af hverju Amorim heldur honum utan hóps kemur þó ekki heim og saman við þessa fullyrðingu. Einn stærsti steinninn í götu United, vilji liðið raunverulega selja Rashford, er sú staðreynd að Rashford er á svimandi háum launum hjá félaginu og ekki líklegt að mörg lið séu tilbúin að greiða honum 300.000 pund á viku líkt og hann fær á Old Trafford. Orðið á götunni er að United skoði nú möguleikann á að lána Rashford í janúar og eru þrjú lið í Sádí-Arabíu sögð áhugasöm en það eru Al Ahli, Al Ittihad og Al Qadsiah. Hjá Al Ahli myndi Rashford hitta fyrir landa sinn Ivan Toney en hann var einmitt orðaður við United í sumar. United mætir Bournemouth á morgun klukkan 14:00 og Amorim hefur gefið í skyn að Rashford snúi aftur í liðið í þeim leik. Enski boltinn Fótbolti Mest lesið Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Sjá meira
Framtíð Rashford hefur á allra vörum undanfarið en hann var ekki í leikmannahópi Manchester United þegar liðið lagði erkifjendurna í Manchester City síðustu helgi og ekki heldur í deildarbikarnum gegn Tottenham í fyrradag. Sjálfur sagðist hann vera tilbúinn fyrir nýja áskorun í viðtali í vikunni og gaf þannig kjaftasögum um brotthvarf hans frá liðinu byr undir báða vængi. Ruben Amorim, knattspyrnustjóri Manchester United, hefur sjálfur sagt að United séu betri með Rashford innan borðs og þá hefur BBC eftir sínum heimildarmönnum að Rashford vilji vera áfram í United þar sem hann hefur leikið allan sinn feril. Af hverju Amorim heldur honum utan hóps kemur þó ekki heim og saman við þessa fullyrðingu. Einn stærsti steinninn í götu United, vilji liðið raunverulega selja Rashford, er sú staðreynd að Rashford er á svimandi háum launum hjá félaginu og ekki líklegt að mörg lið séu tilbúin að greiða honum 300.000 pund á viku líkt og hann fær á Old Trafford. Orðið á götunni er að United skoði nú möguleikann á að lána Rashford í janúar og eru þrjú lið í Sádí-Arabíu sögð áhugasöm en það eru Al Ahli, Al Ittihad og Al Qadsiah. Hjá Al Ahli myndi Rashford hitta fyrir landa sinn Ivan Toney en hann var einmitt orðaður við United í sumar. United mætir Bournemouth á morgun klukkan 14:00 og Amorim hefur gefið í skyn að Rashford snúi aftur í liðið í þeim leik.
Enski boltinn Fótbolti Mest lesið Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Sjá meira