Innlent

Vegir víða hálir á morgun og blint á fjall­vegum

Jón Ísak Ragnarsson skrifar
Færð gæti spillst á fjallvegum og vegir orðið hálir í suðaustanstormi á morgun.
Færð gæti spillst á fjallvegum og vegir orðið hálir í suðaustanstormi á morgun. Vísir/Vilhelm

Spáð er suðaustanstormi á vestanverðu landinu í nótt og til morguns, og hríðarveðri norðanlands annað kvöld. Gul veðurviðvörun tekur gildi eftir miðnætti um allt land fyrir utan austfirði og suðausturland. Vegir gætu víða orðið mjög hálir meðan snjó og klaka leysir.

„Gengur í suðaustan storm í nótt með snjókomu og hlýnar svo með rigningu, snýst svo í hægari suðvestanátt með skúrum í fyrramálið. Vegir víða mjög hálir á meðan snjó og klaka leysir. Blint í éljum á fjallvegum á vestur helmingi landsins seinni partinn á morgun og hvöss suðvestanátt með hviðum um 35 m/s í við fjöll um norðvestanvert landið annað kvöld.“

Þetta segir í ábendingu til vegfarenda frá veðurfræðingi Vegagerðarinnar.

Sjá nánar á heimasíðu Veðurstofunnar.

Gular viðvaranir taka gildi víða um land eftir miðnætti.Veðurstofa Íslands



Fleiri fréttir

Sjá meira


×