„Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ Jón Ísak Ragnarsson skrifar 22. desember 2024 17:00 Hanna Katrín Friðriksson er atvinnuvegaráðherra, Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra og Ásthildur Lóa Þórsdóttir mennta- og barnamálaráðherra. Vísir/viktor Ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar fengu lyklana að ráðuneytum sínum afhenta í dag frá forverum sínum. Mikið var um blendnar tilfinningar og velfarnaðaróskir. Jólin komu snemma hjá Þorbjörgu Sigríði dómsmálaráðherra, Hanna Katrín finnur fyrir mikilli ábyrgð og Ásthildur Lóa ætlar að kenna börnum að lesa. Hanna Katrín tók við lyklunum að atvinnuvegaráðuneytinu frá Bjarna Benediktssyni, sem var matvælaráðherra í fráfarandi starfsstjórn. Hún segir að tilfinningin að taka við ráðuneytinu sé góð. Hún finni fyrir mikilli ábyrgð. „Þetta er risaverkefni, hér liggja undir grunnatvinnuvegir þjóðarinnar sem skipta miklu máli ekki bara sem efnahagslegar stoðir heldur líka menningarlegar stoðir í samfélaginu okkar,“ segir hún. Bjarni Benediktsson afhenti Hönnu Birnu Friðriksson lyklana að atvinnuvegaráðuneytinu, sem áður hét matvælaráðuneytið.Vísir/Viktor „Þannig að ég mun leggja mig alla fram. Mun verja fyrstu dögum, og vikum, ef til vill mánuðum í að setja mig vel inn í mál. Það er margt að gera og ég mun hlaupa hratt.“ Atvinnuvegaráðuneytið er nýtt ráðuneyti sem áður var matvælaráðuneyti, en undir það heyra málefni landbúnaðar, sjávarútvegs, iðnaðar, viðskipta, neytendamála og ferðamála. Jólin koma snemma hjá dómsmálaráðherra Guðrún Hafsteinsdóttir afhenti Þorbjörgu Sigríði Gunnlaugsdóttur lyklana að dómsmálaráðuneytinu, eða öllu heldur plastspjaldið sem notað er sem lykil. Svo gaf hún Þorbjörgu táknrænan lykil. Þorbjörg kvaðst mjög glöð að vera komin í ráðuneytið. „Þetta er sérstök tilfinning að koma hérna inn og kveðja ráðherra sem ég hef auðvitað unnið með á alþing og hérna þakkað henni auðvitað fyrir sín störf. En ég er voða glöð og ég er björt þennan dag og hlakka mikið til framhaldsins að fá að takast á við þá málaflokka sem hér eru,“ segir Þorbjörg. Hún segir að dómsmálaráðuneytið sé það ráðuneyti sem hún hefði helst óskað sér að setjast í, ef til þess kæmi að hún fengi til þess traust. Guðrún afhendir Þorbjörgu táknrænan lykil.Vísir/viktor „Þannig að jólin koma snemma hjá mér,“ segir hún. Í hennar huga er um að ræða ráðuneyti öryggis og réttlætis, og hún ætlar að verða málsvari þeirra gilda. „Þeir málaflokkar sem ég tel að sé brýnast að horfa til núna eru málaflokkar sem að snerta öryggisþáttinn. Við sjáum að það eru að verða breytingar á íslensku samfélagi. Alvarlegum afbrotum fer fjölgandi, morðum fer fjölgandi, skipulögð glæpastarfsemi hefur náð að festa rætur hér í samfélaginu. Síðan myndi ég segja sem kona að það sem við erum að upplifa og sjá varðandi alvarlegt ofbeldi gagnvart konum séu þau verkefni sem þarf að horfa fast á og taka alvarlegum og föstum tökum.“ Tilfinningin yfirþyrmandi en hlý Ásthildur Lóa nýr mennta- og barnamálaráðherra segir að tilfinningin að taka við ráðuneytinu sé yfirþyrmandi, en hlý og góð. Ásmundur Einar Daðason afhenti lyklana að ráðuneytinu. Ásmundur Einar Daðason og Ásthildur Lóa Þórsdóttir.Vísir/viktor Fyrsta verk hjá henni verður að setjast niður með ráðuneytisstjóranum og fara yfir helstu mál. „En það sem stendur upp úr er að takast á við læsi barna og svo íslenskukennslu fyrir innflytjendur, bæði fullorðna og börn,“ segir hún. Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Tímamót Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar (2024) Viðreisn Samfylkingin Flokkur fólksins Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Fleiri fréttir Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Sjá meira
Hanna Katrín tók við lyklunum að atvinnuvegaráðuneytinu frá Bjarna Benediktssyni, sem var matvælaráðherra í fráfarandi starfsstjórn. Hún segir að tilfinningin að taka við ráðuneytinu sé góð. Hún finni fyrir mikilli ábyrgð. „Þetta er risaverkefni, hér liggja undir grunnatvinnuvegir þjóðarinnar sem skipta miklu máli ekki bara sem efnahagslegar stoðir heldur líka menningarlegar stoðir í samfélaginu okkar,“ segir hún. Bjarni Benediktsson afhenti Hönnu Birnu Friðriksson lyklana að atvinnuvegaráðuneytinu, sem áður hét matvælaráðuneytið.Vísir/Viktor „Þannig að ég mun leggja mig alla fram. Mun verja fyrstu dögum, og vikum, ef til vill mánuðum í að setja mig vel inn í mál. Það er margt að gera og ég mun hlaupa hratt.“ Atvinnuvegaráðuneytið er nýtt ráðuneyti sem áður var matvælaráðuneyti, en undir það heyra málefni landbúnaðar, sjávarútvegs, iðnaðar, viðskipta, neytendamála og ferðamála. Jólin koma snemma hjá dómsmálaráðherra Guðrún Hafsteinsdóttir afhenti Þorbjörgu Sigríði Gunnlaugsdóttur lyklana að dómsmálaráðuneytinu, eða öllu heldur plastspjaldið sem notað er sem lykil. Svo gaf hún Þorbjörgu táknrænan lykil. Þorbjörg kvaðst mjög glöð að vera komin í ráðuneytið. „Þetta er sérstök tilfinning að koma hérna inn og kveðja ráðherra sem ég hef auðvitað unnið með á alþing og hérna þakkað henni auðvitað fyrir sín störf. En ég er voða glöð og ég er björt þennan dag og hlakka mikið til framhaldsins að fá að takast á við þá málaflokka sem hér eru,“ segir Þorbjörg. Hún segir að dómsmálaráðuneytið sé það ráðuneyti sem hún hefði helst óskað sér að setjast í, ef til þess kæmi að hún fengi til þess traust. Guðrún afhendir Þorbjörgu táknrænan lykil.Vísir/viktor „Þannig að jólin koma snemma hjá mér,“ segir hún. Í hennar huga er um að ræða ráðuneyti öryggis og réttlætis, og hún ætlar að verða málsvari þeirra gilda. „Þeir málaflokkar sem ég tel að sé brýnast að horfa til núna eru málaflokkar sem að snerta öryggisþáttinn. Við sjáum að það eru að verða breytingar á íslensku samfélagi. Alvarlegum afbrotum fer fjölgandi, morðum fer fjölgandi, skipulögð glæpastarfsemi hefur náð að festa rætur hér í samfélaginu. Síðan myndi ég segja sem kona að það sem við erum að upplifa og sjá varðandi alvarlegt ofbeldi gagnvart konum séu þau verkefni sem þarf að horfa fast á og taka alvarlegum og föstum tökum.“ Tilfinningin yfirþyrmandi en hlý Ásthildur Lóa nýr mennta- og barnamálaráðherra segir að tilfinningin að taka við ráðuneytinu sé yfirþyrmandi, en hlý og góð. Ásmundur Einar Daðason afhenti lyklana að ráðuneytinu. Ásmundur Einar Daðason og Ásthildur Lóa Þórsdóttir.Vísir/viktor Fyrsta verk hjá henni verður að setjast niður með ráðuneytisstjóranum og fara yfir helstu mál. „En það sem stendur upp úr er að takast á við læsi barna og svo íslenskukennslu fyrir innflytjendur, bæði fullorðna og börn,“ segir hún.
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Tímamót Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar (2024) Viðreisn Samfylkingin Flokkur fólksins Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Fleiri fréttir Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Sjá meira