„Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Elín Margrét Böðvarsdóttir og Tómas Arnar Þorláksson skrifa 22. desember 2024 20:48 Daði Már segir engin dulin skilaboð liggja að baki gjöfinni til Sigurðar Inga. Vísir/Viktor „Ég mun verða með aðhald í þinginu,“ sagði Sigurður Ingi Jóhannsson um leið og hann færði nýjum fjármála- og efnahagsráðherra lyklavöld og blómvönd í ráðuneytinu í dag. Daði Már Kristófersson færði Sigurði Inga hins vegar lesefni, Álabókina eftir Patrik Svensson, sem er saga um „heimsins furðulegasta fisk,“ líkt og segir á kápu bókarinnar. „Ég vona að þú hafir jafn gaman að henni og ég hafði,“ sagði Daði. Lyklaskipti fóru fram í fjármálaráðuneytinu í dag líkt og í öðrum ráðuneytum og fór vel á með nýjum og fráfarandi ráðherra. „Þú ferð að ná niður verðbólgunni og ég fer að lesa mig til um ála,“ sagði Sigurður Ingi. Daði Már segir það góða tilfinningu að vera tekinn við lyklavöldum og hlakkar til framhaldsins. „Það eru auðvitað krefjandi verkefni framundan en ég mun takast á við þau og er mjög bjartsýnn og ánægður með að fá tækifæri til þess.“ Sigurður Ingi og Daði Már skiptust fyrst og fremst á lyklum að ráðuneytinu í dag.Vísir/Viktor Líkt og kunnugt er er Daði Már eini ráðherrann í nýrri ríkisstjórn sem ekki á sæti á Alþingi. Hann segist aðspurður munu kynna sig betur fyrir kjósendum. „Auðvitað er það þannig að eitthvað hafa kjósendur séð til mín, ég hef verið í framboði og hef verið varaformaður í Viðreisn býsna lengi. En jú jú, sem fjármálaráðherra þarf ég auðvitað að vera þekktur gagnvart þjóðinni og það mun ég gera,“ sagði Daði. Spurður hvað verði fyrsta mál á dagskrá ítrekaði Daði það sem fram kemur í stjórnarsáttmála um þá áherslu sem lögð verði á að ná niður vöxtum og verðbólgu. „Ná tökum á rekstri ríkissjóðs þannig að það geti stutt betur við það markmið okkar allra og Seðlabankans að ná niður vöxtum og verðbólgu fyrir heimilin og fyrirtækin svo að við getum dregið úr kostnaðinum sem allir eru að upplifa þessa daga,“ svaraði Daði. Daði Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra.Vísir/Viktor Spurður hvort einhver sérstök þýðing væri að baki bókagjöfinni til Sigurðar Inga segir Daði svo ekki vera. „Nei þetta var nú bókstaflega skemmtilegasta bókin sem ég fékk um síðustu jól og hugsaði sem svo, Sigurð hef ég þekkt í allnokkurn tíma, að hann myndi kunna að meta hana,“ segir Daði. Síðustu dagar hafa verið annasamir hjá nýjum ráðherra en á persónulegri nótum segist hann enn eiga eftir að afgreiða einhver verkefni tengd jólunum. „Ég rétt náði að kaupa jólatré og koma upp eins og tveimur seríum, þannig að nei, það er dálítill hali af óloknum jólaundirbúningi hjá mér. Hann sé sem betur fer bæði vel giftur og eigi dugleg börn sem hafi haldið áfram með jólaundirbúninginn en sjálfur ætlar hann að reyna að leggja sitt af mörkum til þess í kvöld. Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar (2024) Bókmenntir Tímamót Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Erlent Fleiri fréttir Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Flugmaðurinn hafi verið mjög heppinn Lét öllum illum látum og fær engar bætur Börnin fagna litlu sigrunum með bjölluhringingu Sjá meira
Lyklaskipti fóru fram í fjármálaráðuneytinu í dag líkt og í öðrum ráðuneytum og fór vel á með nýjum og fráfarandi ráðherra. „Þú ferð að ná niður verðbólgunni og ég fer að lesa mig til um ála,“ sagði Sigurður Ingi. Daði Már segir það góða tilfinningu að vera tekinn við lyklavöldum og hlakkar til framhaldsins. „Það eru auðvitað krefjandi verkefni framundan en ég mun takast á við þau og er mjög bjartsýnn og ánægður með að fá tækifæri til þess.“ Sigurður Ingi og Daði Már skiptust fyrst og fremst á lyklum að ráðuneytinu í dag.Vísir/Viktor Líkt og kunnugt er er Daði Már eini ráðherrann í nýrri ríkisstjórn sem ekki á sæti á Alþingi. Hann segist aðspurður munu kynna sig betur fyrir kjósendum. „Auðvitað er það þannig að eitthvað hafa kjósendur séð til mín, ég hef verið í framboði og hef verið varaformaður í Viðreisn býsna lengi. En jú jú, sem fjármálaráðherra þarf ég auðvitað að vera þekktur gagnvart þjóðinni og það mun ég gera,“ sagði Daði. Spurður hvað verði fyrsta mál á dagskrá ítrekaði Daði það sem fram kemur í stjórnarsáttmála um þá áherslu sem lögð verði á að ná niður vöxtum og verðbólgu. „Ná tökum á rekstri ríkissjóðs þannig að það geti stutt betur við það markmið okkar allra og Seðlabankans að ná niður vöxtum og verðbólgu fyrir heimilin og fyrirtækin svo að við getum dregið úr kostnaðinum sem allir eru að upplifa þessa daga,“ svaraði Daði. Daði Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra.Vísir/Viktor Spurður hvort einhver sérstök þýðing væri að baki bókagjöfinni til Sigurðar Inga segir Daði svo ekki vera. „Nei þetta var nú bókstaflega skemmtilegasta bókin sem ég fékk um síðustu jól og hugsaði sem svo, Sigurð hef ég þekkt í allnokkurn tíma, að hann myndi kunna að meta hana,“ segir Daði. Síðustu dagar hafa verið annasamir hjá nýjum ráðherra en á persónulegri nótum segist hann enn eiga eftir að afgreiða einhver verkefni tengd jólunum. „Ég rétt náði að kaupa jólatré og koma upp eins og tveimur seríum, þannig að nei, það er dálítill hali af óloknum jólaundirbúningi hjá mér. Hann sé sem betur fer bæði vel giftur og eigi dugleg börn sem hafi haldið áfram með jólaundirbúninginn en sjálfur ætlar hann að reyna að leggja sitt af mörkum til þess í kvöld.
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar (2024) Bókmenntir Tímamót Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Erlent Fleiri fréttir Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Flugmaðurinn hafi verið mjög heppinn Lét öllum illum látum og fær engar bætur Börnin fagna litlu sigrunum með bjölluhringingu Sjá meira