Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Kristján Már Unnarsson skrifar 22. desember 2024 22:21 Eldur Ólafsson, stofnandi og forstjóri Amaroq-málmvinnslufélagsins, í viðtali við Stöð 2 í Qaqortoq. Stöð 2/Baldur Kristjánsson Nýr flugvöllur sem verið er að gera við Qaqortoq, stærsta bæ Suður-Grænlands, mun hafa gríðarleg áhrif á atvinnulíf og samgöngur í landshlutanum. Hann mun einnig gagnast Íslendingum sem eru með starfsemi á svæðinu. Í fréttum Stöðvar 2 var stærsti bær Suður-Grænlands, Qaqortoq, heimsóttur en þar búa um þrjú þúsund manns. Á veturna, þegar ís hindrar siglingar til Narsarsuaq-flugvallar, er dýrt þyrluflug eina leið íbúa bæjarins til að komast á flugvöllinn og síðan þaðan til annarra byggða Grænlands eða út í heim. Séð yfir framkvæmdasvæðið. Til vinstri sést hvar flugbrautin kemur. Flughlaðið og flugstöðin fyrir miðri mynd.KMU En núna er kanadískur verktaki að leggja nýja flugbraut í útjaðri Qaqortoq. Samtímis reisir grænlenskur verktaki flugstöð og þjónustuhús en byggingarnar urðu fokheldar í haust. Flugbrautin verður 1.500 metra löng, litlu styttri en lengsta braut Reykjavíkurflugvallar, og mun því hæglega getað tekið við öllum vélum íslenska innanlandsflugsins, og jafnvel einnig smærri og meðalstórum farþegaþotum. Jim Riis, hótelstjóri í Qaqortoq.Stöð 2/Baldur Kristjánsson Hótelstjóri og eigandi aðalhótelsins í Qaqortoq, Jim Riis, segir völlinn skapa mikil tækifæri, ekki síst í millilandaflugi. „Þetta hefur gríðarlega þýðingu ef við þorum að grípa tækifærið. Við höfum lengi beðið eftir þessu en núna hefjumst við handa. Þetta þýðir að það opnast dyr til umheimsins og annarra hluta Grænlands. Það er það sem við viljum,“ segir Jim Riis. Nýja flugstöðvarbyggingin í Qaqortoq.KMU Flugvöllurinn í Narsarsuaq, sem Bandaríkjaher gerði á stríðsárunum, er í dag sá eini á Suður-Grænlandi en hefur þann galla að vera fjarri helstu bæjum. Erlendir starfsmenn gullleitarfélags Elds Ólafssonar sjá fram á verulegt hagræði með flugvelli við Qaqortoq. „Þessi nýi flugvöllur mun stytta tímann fyrir starfsfólkið okkar að koma inn. Hann mun stytta tímann til að koma fólki inn og út,“ segir Eldur, sem er stofnandi og forstjóri Amaroq-málmvinnslufélagsins. Stefnt er að því að Qaqortoq-flugvöllur verði opnaður fyrri hluta árs 2026.Greenland Airports „Það á að vera auðveldara að lenda þarna, miðað við þar sem flugvöllurinn er núna. Það verður hægt að koma stærri flugvélum inn. Þannig að þetta mun hafa alveg gígantísk áhrif. Ekki bara fyrir okkar starfsemi heldur alla starfsemi á Suður-Grænlandi, túrisma og annað,“ segir Eldur. Upphaflega átti flugvöllurinn að vera tilbúinn árið 2023. Það reyndist hins vegar þrautin þyngri að þoka verkefninu af stað. Núna gera áætlanir ráð fyrir að völlurinn verði tilbúinn eftir rúmt ár. Qaqortoq er stærsti bær Suður-Grænlands.KMU Hótelstjórinn lýsir stemmningunni gagnvart flugvallagerðinni. „Bjartsýni. Það er þessi bjartsýni sem við þurfum að byggja á,“ segir Jim Riis. „Okkur hefur verið haldið niðri í mörg ár. Það er búið að tala um þennan flugvöll í tuttugu ár. Nú kemur hann, nú kemur hann! En hann kom aldrei. En nú er hann þarna, við vitum að hann kemur. Þá erum við tilbúin að taka á móti umheiminum,“ segir hótelstjóri Hótels Qaqortoq. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Grænland Fréttir af flugi Samgöngur Danmörk Amaroq Minerals Ferðalög Tengdar fréttir Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Grænlendingar fagna í dag nýjum alþjóðflugvelli í Nuuk. Opnun vallarins er sögð marka þáttaskil í samgöngum Grænlands við umheiminn og var almenningi boðið til hátíðar með tónleikum og veisluhöldum í dag og flugeldasýningu í kvöld. 28. nóvember 2024 21:42 Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Fyrsta gullið úr grænlenskri gullnámu, sem Íslendingar standa fyrir, er komið úr gullkvörninni. Eldur Ólafsson, stofnandi og forstjóri málmleitarfélagsins Amaroq, segir þetta ólýsanlega tilfinningu eftir tíu ára undirbúningsstarf. 28. nóvember 2024 22:42 Ný flugbraut kallaði á stærstu sprengingu í sögu Grænlands Gerð nýs aðalflugvallar fyrir Suður-Grænland virðist loksins komin á beinu brautina eftir langvarandi óvissu. Við flugbrautargerðina var hleypt af stærstu sprengingu í sögu Grænlands. 16. október 2023 22:11 Suður-Grænland fær loksins nýjan flugvöll Eftir marga ára vandræðagang vegna fjárskorts, tvö útboðsferli og ítrekaðar frestanir virðist gerð nýs aðalflugvallar Suður-Grænlands við bæinn Qaqortoq loksins í höfn. Flugvallafélag landsstjórnar Grænlands hefur undirritað samning við verktaka um gerð flugbrautarinnar og á hún að vera tilbúin haustið 2025 en loðnutekjur af Íslandsmiðum tryggðu fjármögnun. 26. febrúar 2022 08:48 Loðnutekjur af Íslandsmiðum redda grænlenskum flugvelli Væntanlegur loðnugróði Grænlendinga af Íslandsmiðum veldur því að íbúar stærsta bæjar Suður-Grænlands fá loksins nýjan flugvöll. Þar var tíðindunum fagnað með söng og flugeldasýningu á dögunum. 13. desember 2021 20:40 Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 var stærsti bær Suður-Grænlands, Qaqortoq, heimsóttur en þar búa um þrjú þúsund manns. Á veturna, þegar ís hindrar siglingar til Narsarsuaq-flugvallar, er dýrt þyrluflug eina leið íbúa bæjarins til að komast á flugvöllinn og síðan þaðan til annarra byggða Grænlands eða út í heim. Séð yfir framkvæmdasvæðið. Til vinstri sést hvar flugbrautin kemur. Flughlaðið og flugstöðin fyrir miðri mynd.KMU En núna er kanadískur verktaki að leggja nýja flugbraut í útjaðri Qaqortoq. Samtímis reisir grænlenskur verktaki flugstöð og þjónustuhús en byggingarnar urðu fokheldar í haust. Flugbrautin verður 1.500 metra löng, litlu styttri en lengsta braut Reykjavíkurflugvallar, og mun því hæglega getað tekið við öllum vélum íslenska innanlandsflugsins, og jafnvel einnig smærri og meðalstórum farþegaþotum. Jim Riis, hótelstjóri í Qaqortoq.Stöð 2/Baldur Kristjánsson Hótelstjóri og eigandi aðalhótelsins í Qaqortoq, Jim Riis, segir völlinn skapa mikil tækifæri, ekki síst í millilandaflugi. „Þetta hefur gríðarlega þýðingu ef við þorum að grípa tækifærið. Við höfum lengi beðið eftir þessu en núna hefjumst við handa. Þetta þýðir að það opnast dyr til umheimsins og annarra hluta Grænlands. Það er það sem við viljum,“ segir Jim Riis. Nýja flugstöðvarbyggingin í Qaqortoq.KMU Flugvöllurinn í Narsarsuaq, sem Bandaríkjaher gerði á stríðsárunum, er í dag sá eini á Suður-Grænlandi en hefur þann galla að vera fjarri helstu bæjum. Erlendir starfsmenn gullleitarfélags Elds Ólafssonar sjá fram á verulegt hagræði með flugvelli við Qaqortoq. „Þessi nýi flugvöllur mun stytta tímann fyrir starfsfólkið okkar að koma inn. Hann mun stytta tímann til að koma fólki inn og út,“ segir Eldur, sem er stofnandi og forstjóri Amaroq-málmvinnslufélagsins. Stefnt er að því að Qaqortoq-flugvöllur verði opnaður fyrri hluta árs 2026.Greenland Airports „Það á að vera auðveldara að lenda þarna, miðað við þar sem flugvöllurinn er núna. Það verður hægt að koma stærri flugvélum inn. Þannig að þetta mun hafa alveg gígantísk áhrif. Ekki bara fyrir okkar starfsemi heldur alla starfsemi á Suður-Grænlandi, túrisma og annað,“ segir Eldur. Upphaflega átti flugvöllurinn að vera tilbúinn árið 2023. Það reyndist hins vegar þrautin þyngri að þoka verkefninu af stað. Núna gera áætlanir ráð fyrir að völlurinn verði tilbúinn eftir rúmt ár. Qaqortoq er stærsti bær Suður-Grænlands.KMU Hótelstjórinn lýsir stemmningunni gagnvart flugvallagerðinni. „Bjartsýni. Það er þessi bjartsýni sem við þurfum að byggja á,“ segir Jim Riis. „Okkur hefur verið haldið niðri í mörg ár. Það er búið að tala um þennan flugvöll í tuttugu ár. Nú kemur hann, nú kemur hann! En hann kom aldrei. En nú er hann þarna, við vitum að hann kemur. Þá erum við tilbúin að taka á móti umheiminum,“ segir hótelstjóri Hótels Qaqortoq. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Grænland Fréttir af flugi Samgöngur Danmörk Amaroq Minerals Ferðalög Tengdar fréttir Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Grænlendingar fagna í dag nýjum alþjóðflugvelli í Nuuk. Opnun vallarins er sögð marka þáttaskil í samgöngum Grænlands við umheiminn og var almenningi boðið til hátíðar með tónleikum og veisluhöldum í dag og flugeldasýningu í kvöld. 28. nóvember 2024 21:42 Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Fyrsta gullið úr grænlenskri gullnámu, sem Íslendingar standa fyrir, er komið úr gullkvörninni. Eldur Ólafsson, stofnandi og forstjóri málmleitarfélagsins Amaroq, segir þetta ólýsanlega tilfinningu eftir tíu ára undirbúningsstarf. 28. nóvember 2024 22:42 Ný flugbraut kallaði á stærstu sprengingu í sögu Grænlands Gerð nýs aðalflugvallar fyrir Suður-Grænland virðist loksins komin á beinu brautina eftir langvarandi óvissu. Við flugbrautargerðina var hleypt af stærstu sprengingu í sögu Grænlands. 16. október 2023 22:11 Suður-Grænland fær loksins nýjan flugvöll Eftir marga ára vandræðagang vegna fjárskorts, tvö útboðsferli og ítrekaðar frestanir virðist gerð nýs aðalflugvallar Suður-Grænlands við bæinn Qaqortoq loksins í höfn. Flugvallafélag landsstjórnar Grænlands hefur undirritað samning við verktaka um gerð flugbrautarinnar og á hún að vera tilbúin haustið 2025 en loðnutekjur af Íslandsmiðum tryggðu fjármögnun. 26. febrúar 2022 08:48 Loðnutekjur af Íslandsmiðum redda grænlenskum flugvelli Væntanlegur loðnugróði Grænlendinga af Íslandsmiðum veldur því að íbúar stærsta bæjar Suður-Grænlands fá loksins nýjan flugvöll. Þar var tíðindunum fagnað með söng og flugeldasýningu á dögunum. 13. desember 2021 20:40 Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Sjá meira
Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Grænlendingar fagna í dag nýjum alþjóðflugvelli í Nuuk. Opnun vallarins er sögð marka þáttaskil í samgöngum Grænlands við umheiminn og var almenningi boðið til hátíðar með tónleikum og veisluhöldum í dag og flugeldasýningu í kvöld. 28. nóvember 2024 21:42
Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Fyrsta gullið úr grænlenskri gullnámu, sem Íslendingar standa fyrir, er komið úr gullkvörninni. Eldur Ólafsson, stofnandi og forstjóri málmleitarfélagsins Amaroq, segir þetta ólýsanlega tilfinningu eftir tíu ára undirbúningsstarf. 28. nóvember 2024 22:42
Ný flugbraut kallaði á stærstu sprengingu í sögu Grænlands Gerð nýs aðalflugvallar fyrir Suður-Grænland virðist loksins komin á beinu brautina eftir langvarandi óvissu. Við flugbrautargerðina var hleypt af stærstu sprengingu í sögu Grænlands. 16. október 2023 22:11
Suður-Grænland fær loksins nýjan flugvöll Eftir marga ára vandræðagang vegna fjárskorts, tvö útboðsferli og ítrekaðar frestanir virðist gerð nýs aðalflugvallar Suður-Grænlands við bæinn Qaqortoq loksins í höfn. Flugvallafélag landsstjórnar Grænlands hefur undirritað samning við verktaka um gerð flugbrautarinnar og á hún að vera tilbúin haustið 2025 en loðnutekjur af Íslandsmiðum tryggðu fjármögnun. 26. febrúar 2022 08:48
Loðnutekjur af Íslandsmiðum redda grænlenskum flugvelli Væntanlegur loðnugróði Grænlendinga af Íslandsmiðum veldur því að íbúar stærsta bæjar Suður-Grænlands fá loksins nýjan flugvöll. Þar var tíðindunum fagnað með söng og flugeldasýningu á dögunum. 13. desember 2021 20:40