Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Elín Margrét Böðvarsdóttir og Tómas Arnar Þorláksson skrifa 23. desember 2024 00:30 Logi Einarsson og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir faðmast við lyklaskiptin. Vísir/Viktor Ellefu ráðherrar tóku við lyklum að ráðuneytum sínum í dag. Það var gert ýmist með handaböndum eða faðmlögum. Í dag tók daginn að lengja á nýjan leik sem segja má að sé merki um nýtt upphaf þegar ráðherrar tóku við lyklum. Lyklaskiptunum voru gerð góð skil í kvöldfréttum Stöðvar 2 líkt og sjá má í meðfylgjandi myndskeiði. Dagurinn hófst í Stjórnarráðinu þar sem að Kristrún Frostadóttir tók við lyklum frá Bjarna Benediktssyni en hann átti reyndar eftir að afhenda tvenna lykla til viðbótar. Kristrún tekin við Stjórnarráðinu af Bjarna.Vísir/Viktor Næst var það utanríkisráðuneytið en þar tók Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir við lyklum frá Þórdísi Kolbrúnu R. Gylfadóttur en þær áttu tilfinningaríka stund saman. „Ég er mjög glöð að þú sért að taka við þessu ráðuneyti,“ sagði Þórdís við arftaka sinn Þorgerði. Þórdís og Þorgerður féllust í faðma.Vísir/Viktor Bjarni og Inga Sæland féllust síðan í faðma í félagsráðuneytinu og hinu megin við ganginn í sama húsi varð Alma Möller fyrsti læknirinn til að taka við lyklum að heilbrigðisráðuneytinu. Þá tók Hanna Katrín Friðriksson við lyklum að atvinnuvegaráðuneytinu, áður matvælaráðuneytinu þangað sem fleiri málaflokkar verða færðir undir. Alma Möller tók við lykli úr hönd ráðuneytisstjóra.Vísir/Viktor Í dómsmálaráðuneytinu var skipt á lykli og nútímalegu korti þegar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir tók við lyklavöldum af Guðrúnu Hafsteinsdóttur. Í umhverfisráðuneytinu kom Guðlaugur Þór klyfjaður gjöfum og veitti Jóhanni Páli Jóhannsyni arftaka sínum ítarlegt lesefni en í fjármálaráðuneytinu gaf Sigurður Ingi Jóhannsson nýjum fjármálaráðherra, Daða Má Kristóferssyni bók um ála. Sigurður Ingi og Daði Már kátir við lyklaskiptin.Vísir/Viktor Eyjólfur Ármannsson og Ásthildur Lóa Þórsdóttir, nýjir ráðherrar Flokks fólksins, fengu einnig lykla að sínum ráðuneytum. Loks tók Logi Einarsson við lyklum í háskóla- og nýsköpunarráðuneytinu, en hann tók einnig myndskreytingar Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur í sátt. Áslaug lét Loga hafa lykil.Vísir/Viktor Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar (2024) Tímamót Samfylkingin Flokkur fólksins Viðreisn Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Erlent Fleiri fréttir „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Svona var haldið upp á fimmtíu ára afmæli kvennafrídagsins Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sjá meira
Lyklaskiptunum voru gerð góð skil í kvöldfréttum Stöðvar 2 líkt og sjá má í meðfylgjandi myndskeiði. Dagurinn hófst í Stjórnarráðinu þar sem að Kristrún Frostadóttir tók við lyklum frá Bjarna Benediktssyni en hann átti reyndar eftir að afhenda tvenna lykla til viðbótar. Kristrún tekin við Stjórnarráðinu af Bjarna.Vísir/Viktor Næst var það utanríkisráðuneytið en þar tók Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir við lyklum frá Þórdísi Kolbrúnu R. Gylfadóttur en þær áttu tilfinningaríka stund saman. „Ég er mjög glöð að þú sért að taka við þessu ráðuneyti,“ sagði Þórdís við arftaka sinn Þorgerði. Þórdís og Þorgerður féllust í faðma.Vísir/Viktor Bjarni og Inga Sæland féllust síðan í faðma í félagsráðuneytinu og hinu megin við ganginn í sama húsi varð Alma Möller fyrsti læknirinn til að taka við lyklum að heilbrigðisráðuneytinu. Þá tók Hanna Katrín Friðriksson við lyklum að atvinnuvegaráðuneytinu, áður matvælaráðuneytinu þangað sem fleiri málaflokkar verða færðir undir. Alma Möller tók við lykli úr hönd ráðuneytisstjóra.Vísir/Viktor Í dómsmálaráðuneytinu var skipt á lykli og nútímalegu korti þegar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir tók við lyklavöldum af Guðrúnu Hafsteinsdóttur. Í umhverfisráðuneytinu kom Guðlaugur Þór klyfjaður gjöfum og veitti Jóhanni Páli Jóhannsyni arftaka sínum ítarlegt lesefni en í fjármálaráðuneytinu gaf Sigurður Ingi Jóhannsson nýjum fjármálaráðherra, Daða Má Kristóferssyni bók um ála. Sigurður Ingi og Daði Már kátir við lyklaskiptin.Vísir/Viktor Eyjólfur Ármannsson og Ásthildur Lóa Þórsdóttir, nýjir ráðherrar Flokks fólksins, fengu einnig lykla að sínum ráðuneytum. Loks tók Logi Einarsson við lyklum í háskóla- og nýsköpunarráðuneytinu, en hann tók einnig myndskreytingar Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur í sátt. Áslaug lét Loga hafa lykil.Vísir/Viktor
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar (2024) Tímamót Samfylkingin Flokkur fólksins Viðreisn Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Erlent Fleiri fréttir „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Svona var haldið upp á fimmtíu ára afmæli kvennafrídagsins Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sjá meira