Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Kjartan Kjartansson skrifar 23. desember 2024 13:40 Útibú Subway í Hamraborg í Kópavogi. Fyrirtækið er eitt af fimm sem Efling sakar um að standa að baki gervikjarasamningi SVEIT og Virðingar. Vísir/Vilhelm Skyndibitakeðjan Subway er á meðal fimm veitingastaða og fyrirtækja sem stéttarfélagið Efling sakar um að standa að baki því sem það kallar „gervikjarasamning“ sem hlunnfari starfsfólk. Fyrirtækin hafi ekki svarað erindum Eflingar. Efling hefur átt í illdeilum við Samtök fyrirtækja á veitingamarkaði (SVEIT) vegna stéttarfélagsins Virðingar. Fullyrða fulltrúar Eflingar að Virðing sé „gervistéttarfélag“ sem tengist SVEIT. Þau hafi svo skrifað undir „gervikjarasamning“ sem skerði launakjör og réttindi starfsfólks verulega. Framkvæmdastjóri SVEIT vísaði því á bug að samtökin tengdust Virðingu fyrr í þessum mánuði. Fyrirtækin fimm sem Efling heldur því fram að standa að baki kjarasamningi SVEIT og Virðingar eru Rok, Subway, Public House Gastropub, Hard Rock Cafe og Finnsson Bistro. Ekkert þeirra hafi svarað erindum Eflingar varðandi afstöðu þeirra til kjarasamningsins. Í tilkynningu Eflingar er því meðal annars haldið fram að félagið hafi undir höndum gögn sem sýni að starfsfólk Subway hafi verið látið greiða félagsgjöld til Virðingar. Skúli Gunnar Sigfússon, eigandi og framkvæmdastjóri móðurfélags Subway, sitji í stjórn SVEIT. Þá hafi félagið heimildir fyrir því að Óskar Finnsson, matreiðslumaður á Finnsson og stjórnarformaður félagsins sem á staðinn, hafi lýst því yfir að hann ætli sér að skrá starfsfólk í Virðingu og hefa því engan annan kost í þeim efnum. Efling bendir einnig á að Ronja Björk Bjarnadóttir, dóttir Hrefnu Bjarkar Sverrisdóttur, eiganda og framkvæmdastjóra Roks, sé ein af stofnendum Virðingar og sitji í varastjórn. Hrefna Björk sé stofnandi, stjórnarmaður og fyrrum formaður SVEIT. Mikill meirihluti fyrirtækja sem hafi verið í félagatali SVEIT hafi staðfest við Eflingu að þau hafi sagt sig úr samtökunum eða að starfsfólk vinni ekki eftir kjarasamningi SVEIT við Virðingu. Veitingastaðir Kjaramál Stéttarfélög Vinnumarkaður Deilur Eflingar og SVEIT vegna Virðingar Mest lesið Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Viðskipti innlent Varar við framtíðarreikningum í nafni barnsins Neytendur Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Viðskipti innlent Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Viðskipti innlent Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Viðskipti innlent Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Viðskipti innlent Verð á innlendri dagvöru hækkar hraðar en verð á erlendri Neytendur Apple skoðar að stýra snjalltækjum með hugsunum Viðskipti erlent Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Viðskipti innlent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Sjá meira
Efling hefur átt í illdeilum við Samtök fyrirtækja á veitingamarkaði (SVEIT) vegna stéttarfélagsins Virðingar. Fullyrða fulltrúar Eflingar að Virðing sé „gervistéttarfélag“ sem tengist SVEIT. Þau hafi svo skrifað undir „gervikjarasamning“ sem skerði launakjör og réttindi starfsfólks verulega. Framkvæmdastjóri SVEIT vísaði því á bug að samtökin tengdust Virðingu fyrr í þessum mánuði. Fyrirtækin fimm sem Efling heldur því fram að standa að baki kjarasamningi SVEIT og Virðingar eru Rok, Subway, Public House Gastropub, Hard Rock Cafe og Finnsson Bistro. Ekkert þeirra hafi svarað erindum Eflingar varðandi afstöðu þeirra til kjarasamningsins. Í tilkynningu Eflingar er því meðal annars haldið fram að félagið hafi undir höndum gögn sem sýni að starfsfólk Subway hafi verið látið greiða félagsgjöld til Virðingar. Skúli Gunnar Sigfússon, eigandi og framkvæmdastjóri móðurfélags Subway, sitji í stjórn SVEIT. Þá hafi félagið heimildir fyrir því að Óskar Finnsson, matreiðslumaður á Finnsson og stjórnarformaður félagsins sem á staðinn, hafi lýst því yfir að hann ætli sér að skrá starfsfólk í Virðingu og hefa því engan annan kost í þeim efnum. Efling bendir einnig á að Ronja Björk Bjarnadóttir, dóttir Hrefnu Bjarkar Sverrisdóttur, eiganda og framkvæmdastjóra Roks, sé ein af stofnendum Virðingar og sitji í varastjórn. Hrefna Björk sé stofnandi, stjórnarmaður og fyrrum formaður SVEIT. Mikill meirihluti fyrirtækja sem hafi verið í félagatali SVEIT hafi staðfest við Eflingu að þau hafi sagt sig úr samtökunum eða að starfsfólk vinni ekki eftir kjarasamningi SVEIT við Virðingu.
Veitingastaðir Kjaramál Stéttarfélög Vinnumarkaður Deilur Eflingar og SVEIT vegna Virðingar Mest lesið Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Viðskipti innlent Varar við framtíðarreikningum í nafni barnsins Neytendur Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Viðskipti innlent Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Viðskipti innlent Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Viðskipti innlent Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Viðskipti innlent Verð á innlendri dagvöru hækkar hraðar en verð á erlendri Neytendur Apple skoðar að stýra snjalltækjum með hugsunum Viðskipti erlent Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Viðskipti innlent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Sjá meira