Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 26. desember 2024 12:26 Úr vefmyndavél Vegagerðarinnar við Súðavíkurhlíð klukkan 12:15. Horft til suðurs. Vegagerðin Snjóflóðahætta er á Vestfjörðum en nokkur snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíðina í nótt og lokaðist vegurinn um hlíðina. Þung færð er víða enn um landið þó jólaveðrið sem hefur verið að hrjá landsmenn sé að mestu gengið niður. Þá er Öxnadalsheiði enn lokuð og óvíst hvort það takist að opna fyrir umferð um hana í dag. Leiðindaveður hefur verið víða um land um jólahátíðina og hvasst og töluverð ofankoma. Á Vestfjörðum féllu snjóflóð í nótt og vegir lokuðust. „Það féllu nokkur flóð á Súðavíkurhlíð um nóttina. Eitt alveg þokkalegt flóð og fleiri minni. Svo féll flóð líka á veginn upp á Gemlufallsheiði í Bjarnadal og svo vitum við um eitt flóð líka í Súgandafirði á leiðinni til Suðureyrar. Þessir þrír vegir lokuðust,“ segir Óliver Hilmarsson sérfræðingur á snjóflóðavakt hjá Veðurstofu Íslands. Þá segir hann veginn enn lokaðan um Súðavíkurhlíð. Langvarandi suðvestanátt hafi haft í för með sér að mikill snjór hafi safnast fyrir ofan vegi á Vestfjörðum. „Má búast við áframhaldandi snjóflóðahættu á þessum vegum þar sem vegir liggja nálægt bröttum hlíðum.“ Starfsfólk Vegagerðarinnar hefur staðið í ströngu yfir jólin við að reyna að halda vegum opnum. Umferð um Hellisheiði og Holtavörðuheiði er jafnan mikil og var lokað fyrir umferð um þær báðar um tíma. Það sama á við um Dynjandisheiði og Öxnadalsheiði sem eru báðar enn ófærar. „Mesta vesenið hjá okkur í dag er Öxnadalsheiðin þar er allt lokað og það koma nýjar upplýsingar núna eftir hádegi klukkan eitt sirka. Þeir segjast ekki vera vongóðir með þetta en það er spurning hvað gerist,“ segir Sveinbjörn Hjálmsson starfsmaður Vegagerðarinnar. Öxnadalsheiði er búin að vera ófær nær öll jólin og segir Sveinbjörn ljóst miðað við álagið á þjónustuveri Vegagerðarinnar að slæm færð hafi haft áhrif á marga ferðalanga. Hann hvetur þá sem ætla að vera á ferðinni í dag að fylgjast vel með en hægt er að sjá allar nýjustu upplýsingar á umferdin.is. „Það er að hlýna svolítið mikið núna og þá getur komið þessi leiðinda krapi og jafnvel flughálka þegar það kemur rigning líka. Kannski fer að rigna á hálkuna, á blautan veg, sem að myndar þá mjög leiðinleg akstursskilyrði. Þannig þetta lítur ekkert rosalega vel út að hafa svona mikinn hita í þessu líka ofan í snjóinn.“ Jólaveðrið sem hefur verið að hrjá landsmenn er nú að mestu gengið niður samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni. „Það er enn þá svolítill vindur en úrkoman er svona ekki jafn áköf og svo er heldur að hlýna. Þannig það verða frekar þessi slydda og rigning á láglendi þó enn þá geti snjóað til fjalla. Það er svona svolítið í dag en síðan kólnar aftur á morgun og þá verður aftur einhver éljagangur,“ segir Eiríkur Örn Jóhannesson veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. Næstu daga megi búast við breytingu á veðrinu og um áramótin verði kalt. „Talsvert frost alveg vel inn í tveggja stafa tölur. Það er ekkert ólíklegt að svona einhvers staðar á landinu detti það niður undir tuttugu stiga frost. Almennt erum við að tala meira átta til fimmtán stiga frost. Það verður vel kalt þó að veðrið að öðru leyti verði fallegt.“ Færð á vegum Vegagerð Súðavíkurhreppur Ísafjarðarbær Snjóflóð á Íslandi Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Fullir í flugi Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots Innlent Fleiri fréttir Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Sjá meira
Leiðindaveður hefur verið víða um land um jólahátíðina og hvasst og töluverð ofankoma. Á Vestfjörðum féllu snjóflóð í nótt og vegir lokuðust. „Það féllu nokkur flóð á Súðavíkurhlíð um nóttina. Eitt alveg þokkalegt flóð og fleiri minni. Svo féll flóð líka á veginn upp á Gemlufallsheiði í Bjarnadal og svo vitum við um eitt flóð líka í Súgandafirði á leiðinni til Suðureyrar. Þessir þrír vegir lokuðust,“ segir Óliver Hilmarsson sérfræðingur á snjóflóðavakt hjá Veðurstofu Íslands. Þá segir hann veginn enn lokaðan um Súðavíkurhlíð. Langvarandi suðvestanátt hafi haft í för með sér að mikill snjór hafi safnast fyrir ofan vegi á Vestfjörðum. „Má búast við áframhaldandi snjóflóðahættu á þessum vegum þar sem vegir liggja nálægt bröttum hlíðum.“ Starfsfólk Vegagerðarinnar hefur staðið í ströngu yfir jólin við að reyna að halda vegum opnum. Umferð um Hellisheiði og Holtavörðuheiði er jafnan mikil og var lokað fyrir umferð um þær báðar um tíma. Það sama á við um Dynjandisheiði og Öxnadalsheiði sem eru báðar enn ófærar. „Mesta vesenið hjá okkur í dag er Öxnadalsheiðin þar er allt lokað og það koma nýjar upplýsingar núna eftir hádegi klukkan eitt sirka. Þeir segjast ekki vera vongóðir með þetta en það er spurning hvað gerist,“ segir Sveinbjörn Hjálmsson starfsmaður Vegagerðarinnar. Öxnadalsheiði er búin að vera ófær nær öll jólin og segir Sveinbjörn ljóst miðað við álagið á þjónustuveri Vegagerðarinnar að slæm færð hafi haft áhrif á marga ferðalanga. Hann hvetur þá sem ætla að vera á ferðinni í dag að fylgjast vel með en hægt er að sjá allar nýjustu upplýsingar á umferdin.is. „Það er að hlýna svolítið mikið núna og þá getur komið þessi leiðinda krapi og jafnvel flughálka þegar það kemur rigning líka. Kannski fer að rigna á hálkuna, á blautan veg, sem að myndar þá mjög leiðinleg akstursskilyrði. Þannig þetta lítur ekkert rosalega vel út að hafa svona mikinn hita í þessu líka ofan í snjóinn.“ Jólaveðrið sem hefur verið að hrjá landsmenn er nú að mestu gengið niður samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni. „Það er enn þá svolítill vindur en úrkoman er svona ekki jafn áköf og svo er heldur að hlýna. Þannig það verða frekar þessi slydda og rigning á láglendi þó enn þá geti snjóað til fjalla. Það er svona svolítið í dag en síðan kólnar aftur á morgun og þá verður aftur einhver éljagangur,“ segir Eiríkur Örn Jóhannesson veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. Næstu daga megi búast við breytingu á veðrinu og um áramótin verði kalt. „Talsvert frost alveg vel inn í tveggja stafa tölur. Það er ekkert ólíklegt að svona einhvers staðar á landinu detti það niður undir tuttugu stiga frost. Almennt erum við að tala meira átta til fimmtán stiga frost. Það verður vel kalt þó að veðrið að öðru leyti verði fallegt.“
Færð á vegum Vegagerð Súðavíkurhreppur Ísafjarðarbær Snjóflóð á Íslandi Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Fullir í flugi Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots Innlent Fleiri fréttir Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Sjá meira