Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar 27. desember 2024 07:33 Andrés Pétursson fjallar um stöðu smáþjóðar í Evrópusambandi í Vísi 11. desember 2024. Tilefnið er að líkindum að Hjörtur J. Guðmundsson hefur í ýmsu samhengi minnt á að örþjóð á borð við Íslendinga sé að heita má valdalaus í Evrópusambandinu. Í grein Andrésar er fjallað um fögrum orðum um ýmis konar evrópsk samvinnuverkefni í vísindum og listum, hversu góð þau séu og að í þeim verkefnum séu menn alls ekki vondir við Íslendinga eða menn af öðrum smáþjóðum og allir jafnir. Tvennt ættu lesendur að íhuga í sambandi við þessi skrif. Í fyrsta lagi er ekkert samhengi milli verklags í einstökum verkefnum sem Evrópusambandið styrkir og stjórnarhátta Evrópusambandsins. Í verkefni um æviskeið ánamaðka er hlustað af athygli á líffræðing frá Möltu, ef hann hefur eitthvað merkilegt að segja. Við stjórn Evrópusambandsins hefur Malta hins vegar lítil sem engin völd. Maltverjar verða að búa við löggjöf sem mótuð er að þörfum stórveldanna, hvort sem hún hentar þeim eða ekki. Reyndar má segja að annað væri ólýðræðislegt. Í öðru lagi hafa mörg Evrópuverkefni í vísindum, menntun og annarri menningu sjálfsagt skilað einhverju, og sum ef til vill miklu. Ekkert vitum við þó um hversu miklu verkefnin hefðu skilað ef Evrópusambandið hefði ekki haft milligöngu um fjármögnun verkefnanna, tekið sér bita til eigin þarfa og sett stimpil sinn á þau. Það eru ýmsar leiðir til að borga fyrir vísindi og listir og engin ástæða til að ætla að besta leiðin sé fundin í sjóðum Evrópusambandsins. Staðreyndin er eftir sem áður að örþjóð á borð við Íslendinga hefur lítil sem engin völd þegar kemur að stjórn og löggjöf Evrópusambandsins. Annað væri svo ólýðræðislegt að meira að segja Evrópusambandið gæti ekki verið þekkt fyrir slíkt. Höfundur er formaður Heimssýnar, félags um fullveldi Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Haraldur Ólafsson Mest lesið Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal Skoðun Halldór 26.04.2025 Halldór Mega bara íslenskir karlmenn nauðga konum á Íslandi? Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Andrés Pétursson fjallar um stöðu smáþjóðar í Evrópusambandi í Vísi 11. desember 2024. Tilefnið er að líkindum að Hjörtur J. Guðmundsson hefur í ýmsu samhengi minnt á að örþjóð á borð við Íslendinga sé að heita má valdalaus í Evrópusambandinu. Í grein Andrésar er fjallað um fögrum orðum um ýmis konar evrópsk samvinnuverkefni í vísindum og listum, hversu góð þau séu og að í þeim verkefnum séu menn alls ekki vondir við Íslendinga eða menn af öðrum smáþjóðum og allir jafnir. Tvennt ættu lesendur að íhuga í sambandi við þessi skrif. Í fyrsta lagi er ekkert samhengi milli verklags í einstökum verkefnum sem Evrópusambandið styrkir og stjórnarhátta Evrópusambandsins. Í verkefni um æviskeið ánamaðka er hlustað af athygli á líffræðing frá Möltu, ef hann hefur eitthvað merkilegt að segja. Við stjórn Evrópusambandsins hefur Malta hins vegar lítil sem engin völd. Maltverjar verða að búa við löggjöf sem mótuð er að þörfum stórveldanna, hvort sem hún hentar þeim eða ekki. Reyndar má segja að annað væri ólýðræðislegt. Í öðru lagi hafa mörg Evrópuverkefni í vísindum, menntun og annarri menningu sjálfsagt skilað einhverju, og sum ef til vill miklu. Ekkert vitum við þó um hversu miklu verkefnin hefðu skilað ef Evrópusambandið hefði ekki haft milligöngu um fjármögnun verkefnanna, tekið sér bita til eigin þarfa og sett stimpil sinn á þau. Það eru ýmsar leiðir til að borga fyrir vísindi og listir og engin ástæða til að ætla að besta leiðin sé fundin í sjóðum Evrópusambandsins. Staðreyndin er eftir sem áður að örþjóð á borð við Íslendinga hefur lítil sem engin völd þegar kemur að stjórn og löggjöf Evrópusambandsins. Annað væri svo ólýðræðislegt að meira að segja Evrópusambandið gæti ekki verið þekkt fyrir slíkt. Höfundur er formaður Heimssýnar, félags um fullveldi Íslands.
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar