Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar 27. desember 2024 08:32 Um jólin fengum við einhver vænan skammt af kærleika og gleði, sumir fengu að upplifa togstreitu og vanlíðan og enn aðrir féllu inn í þann djúpa dal að sakna og syrgja einhvers sem horfinn er úr lífi. Sorgin er ein erfiðasta tilfinning sem við getum gengið í gegnum. Þegar hún allt í einu gerist þá bara stoppast allt. Lömunin sem kemur yfir mann, stefnuleysið og ókyrrðin. Allt jafnvægi hverfur úr lífi manns og sitjandi hér, reynandi að finna réttu orðin. Vitið þið, að hugsunin kemur sú sterkt upp í hugann minn að orðin séu eiginlega ekki til. Þið sem vitið, þið vitið. Þið sem vitið ekki, þið eruð kannski eftir að fá að vita. Þegar maður hefur setið með sorginni í smá tíma og melt hana, þá byrjar maður að líta eftir tækjum og tólum til að takast á við hana. Til er fullt af greinum og tékklistum þarna úti sem lýsa tilfinningum og líðan og gefa hjálpleg ráð til að stíga upp úr sorginni. En ef satt skal segja, þá ég hef aldrei náð að tengja mig við tékklista og stundum ívið köld orð sem lýsa aðstæðum en ekki upplifun. Ég get sagt við sjálfa mig, jú þetta er eitthvað sem ég kannast við og þetta er það sem ég hef gengið í gegnum, en hjá mér var í smá tíma ákveðinn skortur af skilningi af líðaninni sem gerði mig svona ófæra að stíga upp úr sorginni. Ef fólk skyldi velgjast í einhverjum vafa af hverju ég er að skrifa, þá er það akkúrat þetta. Það er mér nauðsynlegt að skilja þær tilfinningar sem ég finn fyrir. Það er mér nauðsynlegt að sitja með þeim og gefa mér fullkomið frelsi til að finna fyrir tilfinningunum. Það er alltaf fyrsta skrefið í skilningnum. Með því að gefa mér þetta frelsi þá poppa upp alls konar hugsanir og hugdettur og ég fer og framkvæmi þá hluti sem ég held að færi mig á betri stað. Og einhvern veginn með tíð og tíma þá eykst skilningurinn á líðaninni og líðanin hættir að hafa völd yfir mér. Það verður mér auðveldara að takast á við aðstæður og aðrar svipaðar aðstæður sem kunna að koma upp. Og það má ekki gleyma að sem lokahnykk á skilningnum þá hjálpar það mér alltaf að skrifa. Svo hér kemur mín lýsing á því hvað ég hef gert, ef það skyldi auðvelda lífið fyrir öðrum og hjálpa einhverjum öðrum þarna úti að stíga upp úr sömu sporum. Fyrst verð ég að fjalla um tengslin við annað fólk og hvað þau eru mikilvæg. Ég var svo heppin að hafa rétta stuðningsnetið fyrir mig þegar sorgin skall á. Ég er að vinna á vinnustað þar sem er stutt í knús frá þeim sem vilja fá knús. Ekki aðeins frá börnum heldur líka frá fullorðnu fólki. Já ég veit, furðuleg tilhugsun, en einhverra hluta vegna þá náði ég á réttum tíma, að kalla fram aðstæður inn í mitt líf sem bjóða fram bros og kæti og knús hægri vinstri. Og Guð minn góður hvað það hefur hjálpað. Manngæska annarra og alúð, gefur manni virkilega hluti sem ekki er hægt að verðleggja. Ég hefði getað tekið það val að vera lokuð fyrir þessari lífsreynslu, horft á hlutina með vantrausti og kaldhæðni og með lokað hjarta yfir kærleika annarra. En það var ekki mitt val. Ég tók meðvitaða ákvörðun að vera opin fyrir því að hleypa góðu að, þegar manni býðst það svona fallega. Stundum er eins og ekkert annað hjálpi manni meira en að hafa eitthvað fyrir stafni. Að vera opin fyrir nýrri lífsreynslu og gefa því gaum að læra nýja hluti. Hér tók ég þann pólinn á, að sameina við sorgarskrefin mín, það að byggja upp mitt eigið sjálfsvirði. Komin á þennan aldur þá lærði ég t.a.m. loksins að nota bor og saga spýtur. Sparsla veggi, rífa af teppi, slípa gólf og mála. Með aðstoð annarra og bara ein, ein, ein. Og ég fæ víst ekki nóg. Komin með 20 atriði á lista sem mig langar til að prófa að gera sjálf. En þið vitið bara rólega því helvítis stiginn er búinn að taka mig hálft ár, eins glæsilegur og hann er nú. Blessuð skipamálningin og allt sagið, ja, þið sem vitið, þið bara vitið. Ég minni mig stöðugt á að það er í lagi að taka sér tíma til að gera hluti í ró og næði og að leyfa sér að njóta ferlisins. Sorgin heimsækir mann alltaf aftur og aftur og það er í lagi að gefa sér tíma til að komast yfir hana. Ef maður þarf að gráta þá gerir maður það, ef maður þarf að bægja sorginni frá sér um stund með afþreyfingu þá gerir maður það. En verkefni sem eru komin á listann, bæði halda manni við efnið og byggja upp sjálfstraust. Sjálfstraust sem segir við mann að manneskjan ég muni alltaf verða til staðar fyrir mig. Ég geri hluti fyrir mig sjálfa. Ég get fundið mér eitthvað til að dunda við og reitt á mig sjálfa til grípa mig þegar tilgangsleysið og vanlíðanin læðist að. Það að hafa tilgang í lífinu, er eitthvað svo mikilvægt. Ekki bara með 20 atriða tékklista sem maður vill framkvæma fyrir sig sjálfan, heldur líka það að upplifa að maður hafi tilgang í lífi annarra. En kannski að þetta séu ekki alveg réttu orðin. Það að rétta annarri manneskju hjálparhönd þegar þörf er fyrir hendi og sjá það með eigin augun að manns eigin gjörðir létti lífið fyrir aðra. Að hægt sé að gera lífið betra fyrir aðra. Maður fær tækifæri að upplifa þá líðan fyrir sig um stund. Maður verður þátttakandi í hamingju annarra og vellíðan og það er gjöf sem gefur. En þar er sá ljóður á að fólk almennt sér ekki heiminn með manns eigin augum, sér ekki hvernig gjöfin hefur vaxið og finnst það standa í þakkarskuld við mann. Það getur tekið smá jafnvægi út úr samskiptunum. En einhverra hluta vegna þá hefur ratað inn í mitt líf manneskjur sem jafna út skuld þeirri sem þau finna fyrir, með litlum gjöfum tilbaka. Sem gerir þá vináttu verðmætari fyrir vikið. Vináttan sem helst í jafnvægi. Hver gjöfin er skiptir ekki máli. Það er svo mikið virði í viljanum fyrir því að finna leiðir til að endurgreiða, því það gefur þau skilaboð að þetta sé vinátta sem það vill halda í. Hér erum við líka komin að punkti sem sjaldan eða aldrei er minnst á. Það hversu varnarlaus maður er þegar maður er að ganga í gegnum sorgina. Þessi þörf fyrir tengslum við annað fólk, setur mann í smá hættu að aðrir færi sér í nyt sorg manns og hjálpsemi. Það eru margir sem kunna að setja sér mörk og vaða ekki yfir neinar línur, en það eru líka svo margir sem kunna ekkert slíkt. Hér hef ég gengið í gegnum smá kennslustund í sorgarferlinu. Það hefur verið svolítið sterkt þema í mínu lífi að setja engar línur upp gagnvart öðru fólki. Eitthvað sem hefur verið mér áskorun að læra að gera, smá saman í gegnum sorgina. Það hefur einhvern veginn verið auðveldara að gera eftir að ég áttaði mig á því að ég vil ekki byggja mitt sjálfsvirði á því að taka almenna ábyrgð á annarra manna hlutskiptum. Það skiptir mig meira máli að mynda mitt sjálfsvirði á því að geta sýnt fólki að það er ekkert svo erfitt að taka ábyrgð á sjálfum sér. Og fá að upplifa gleðina og ánægjuna sem kemur upp þegar fólk áttar sig á að stundum eru óyfirstíganlegir hlutir, ekkert svo óyfirstíganlegir. Vandinn er bara að geta gert þetta fallega og að taka það ekki nærri sér þegar fólk sem virðir almennt ekki annarra manna mörk, býr til lælælælælælæti... En já, það er þess virði að reyna, því að mynda sitt eigið sjálfsvirði með því að auka við sjálfsvirði annarra, er fallega, jákvæða hliðin á að setja öðru fólki mörk. Sorgarferlið verður auðveldara þegar maður leggur áherslu á að gera sig að bættari manneskju en maður hefur verið. Þegar maður þorir að takast á við hluti í eigin fari sem hafa plagað mann í kannski lengri tíma. Og tekur opnum örmum við því sem samfélagið hefur upp á að bjóða. En það sem hefur hjálpað mér mest hefur verið að takast á við ástina. Ástin heilar öll sár er máltakið, en hvernig ást er mér spurn? Það er svolítið eins og við berum mesta ást til þeirra sem við upplifum mesta öryggið í kringum. Og mestu sorgina þegar við missum þá ást út úr lífinu. En af hverju er svo mikið auðveldara að opna hjarta sitt gagnvart öðru fólki, frekar en að sitja í núinu, í ástarhugleiðslu, smá ástfangin af sjálfum sér? Skyldi það vera því mesta ofbeldið í lífinu er iðulega það sem við beitum okkur sjálf? Er það þessi skortur á trausti að við séum fær um að setja okkur í fyrsta sæti, sem truflar getu okkar til að elska? Erum við að eltast of mikið við skoðanir og tilfinningar annarra? Er það vegna skorts að sjá og samþykkja þá fallegu sál sem strögglar stundum við að gera alla hluti rétt? Það að hafa farið í þessa innri vinnu, að hafa leyft mér að spyrja þessara spurninga og komist að þeirri niðurstöðu að ég sé bara manneskja sem ég get tekið í sátt og elskað. Það hefur verið minn mesti sigur í baráttunni við sorgina. Gleðilegt nýtt ár kæri lesandi. Megi komandi ár færa okkur öllum smá meiri ást í hjarta, gagnvart okkur sjálfum sem og innan allra þeirra samfélaga sem við tilheyrum. Höfundur greinar er með MAcc í reikningshaldi og endurskoðun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birna Guðný Björnsdóttir Mest lesið Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Fimm ár í feluleik Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Halldór 16.08.2025 Halldór Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Um jólin fengum við einhver vænan skammt af kærleika og gleði, sumir fengu að upplifa togstreitu og vanlíðan og enn aðrir féllu inn í þann djúpa dal að sakna og syrgja einhvers sem horfinn er úr lífi. Sorgin er ein erfiðasta tilfinning sem við getum gengið í gegnum. Þegar hún allt í einu gerist þá bara stoppast allt. Lömunin sem kemur yfir mann, stefnuleysið og ókyrrðin. Allt jafnvægi hverfur úr lífi manns og sitjandi hér, reynandi að finna réttu orðin. Vitið þið, að hugsunin kemur sú sterkt upp í hugann minn að orðin séu eiginlega ekki til. Þið sem vitið, þið vitið. Þið sem vitið ekki, þið eruð kannski eftir að fá að vita. Þegar maður hefur setið með sorginni í smá tíma og melt hana, þá byrjar maður að líta eftir tækjum og tólum til að takast á við hana. Til er fullt af greinum og tékklistum þarna úti sem lýsa tilfinningum og líðan og gefa hjálpleg ráð til að stíga upp úr sorginni. En ef satt skal segja, þá ég hef aldrei náð að tengja mig við tékklista og stundum ívið köld orð sem lýsa aðstæðum en ekki upplifun. Ég get sagt við sjálfa mig, jú þetta er eitthvað sem ég kannast við og þetta er það sem ég hef gengið í gegnum, en hjá mér var í smá tíma ákveðinn skortur af skilningi af líðaninni sem gerði mig svona ófæra að stíga upp úr sorginni. Ef fólk skyldi velgjast í einhverjum vafa af hverju ég er að skrifa, þá er það akkúrat þetta. Það er mér nauðsynlegt að skilja þær tilfinningar sem ég finn fyrir. Það er mér nauðsynlegt að sitja með þeim og gefa mér fullkomið frelsi til að finna fyrir tilfinningunum. Það er alltaf fyrsta skrefið í skilningnum. Með því að gefa mér þetta frelsi þá poppa upp alls konar hugsanir og hugdettur og ég fer og framkvæmi þá hluti sem ég held að færi mig á betri stað. Og einhvern veginn með tíð og tíma þá eykst skilningurinn á líðaninni og líðanin hættir að hafa völd yfir mér. Það verður mér auðveldara að takast á við aðstæður og aðrar svipaðar aðstæður sem kunna að koma upp. Og það má ekki gleyma að sem lokahnykk á skilningnum þá hjálpar það mér alltaf að skrifa. Svo hér kemur mín lýsing á því hvað ég hef gert, ef það skyldi auðvelda lífið fyrir öðrum og hjálpa einhverjum öðrum þarna úti að stíga upp úr sömu sporum. Fyrst verð ég að fjalla um tengslin við annað fólk og hvað þau eru mikilvæg. Ég var svo heppin að hafa rétta stuðningsnetið fyrir mig þegar sorgin skall á. Ég er að vinna á vinnustað þar sem er stutt í knús frá þeim sem vilja fá knús. Ekki aðeins frá börnum heldur líka frá fullorðnu fólki. Já ég veit, furðuleg tilhugsun, en einhverra hluta vegna þá náði ég á réttum tíma, að kalla fram aðstæður inn í mitt líf sem bjóða fram bros og kæti og knús hægri vinstri. Og Guð minn góður hvað það hefur hjálpað. Manngæska annarra og alúð, gefur manni virkilega hluti sem ekki er hægt að verðleggja. Ég hefði getað tekið það val að vera lokuð fyrir þessari lífsreynslu, horft á hlutina með vantrausti og kaldhæðni og með lokað hjarta yfir kærleika annarra. En það var ekki mitt val. Ég tók meðvitaða ákvörðun að vera opin fyrir því að hleypa góðu að, þegar manni býðst það svona fallega. Stundum er eins og ekkert annað hjálpi manni meira en að hafa eitthvað fyrir stafni. Að vera opin fyrir nýrri lífsreynslu og gefa því gaum að læra nýja hluti. Hér tók ég þann pólinn á, að sameina við sorgarskrefin mín, það að byggja upp mitt eigið sjálfsvirði. Komin á þennan aldur þá lærði ég t.a.m. loksins að nota bor og saga spýtur. Sparsla veggi, rífa af teppi, slípa gólf og mála. Með aðstoð annarra og bara ein, ein, ein. Og ég fæ víst ekki nóg. Komin með 20 atriði á lista sem mig langar til að prófa að gera sjálf. En þið vitið bara rólega því helvítis stiginn er búinn að taka mig hálft ár, eins glæsilegur og hann er nú. Blessuð skipamálningin og allt sagið, ja, þið sem vitið, þið bara vitið. Ég minni mig stöðugt á að það er í lagi að taka sér tíma til að gera hluti í ró og næði og að leyfa sér að njóta ferlisins. Sorgin heimsækir mann alltaf aftur og aftur og það er í lagi að gefa sér tíma til að komast yfir hana. Ef maður þarf að gráta þá gerir maður það, ef maður þarf að bægja sorginni frá sér um stund með afþreyfingu þá gerir maður það. En verkefni sem eru komin á listann, bæði halda manni við efnið og byggja upp sjálfstraust. Sjálfstraust sem segir við mann að manneskjan ég muni alltaf verða til staðar fyrir mig. Ég geri hluti fyrir mig sjálfa. Ég get fundið mér eitthvað til að dunda við og reitt á mig sjálfa til grípa mig þegar tilgangsleysið og vanlíðanin læðist að. Það að hafa tilgang í lífinu, er eitthvað svo mikilvægt. Ekki bara með 20 atriða tékklista sem maður vill framkvæma fyrir sig sjálfan, heldur líka það að upplifa að maður hafi tilgang í lífi annarra. En kannski að þetta séu ekki alveg réttu orðin. Það að rétta annarri manneskju hjálparhönd þegar þörf er fyrir hendi og sjá það með eigin augun að manns eigin gjörðir létti lífið fyrir aðra. Að hægt sé að gera lífið betra fyrir aðra. Maður fær tækifæri að upplifa þá líðan fyrir sig um stund. Maður verður þátttakandi í hamingju annarra og vellíðan og það er gjöf sem gefur. En þar er sá ljóður á að fólk almennt sér ekki heiminn með manns eigin augum, sér ekki hvernig gjöfin hefur vaxið og finnst það standa í þakkarskuld við mann. Það getur tekið smá jafnvægi út úr samskiptunum. En einhverra hluta vegna þá hefur ratað inn í mitt líf manneskjur sem jafna út skuld þeirri sem þau finna fyrir, með litlum gjöfum tilbaka. Sem gerir þá vináttu verðmætari fyrir vikið. Vináttan sem helst í jafnvægi. Hver gjöfin er skiptir ekki máli. Það er svo mikið virði í viljanum fyrir því að finna leiðir til að endurgreiða, því það gefur þau skilaboð að þetta sé vinátta sem það vill halda í. Hér erum við líka komin að punkti sem sjaldan eða aldrei er minnst á. Það hversu varnarlaus maður er þegar maður er að ganga í gegnum sorgina. Þessi þörf fyrir tengslum við annað fólk, setur mann í smá hættu að aðrir færi sér í nyt sorg manns og hjálpsemi. Það eru margir sem kunna að setja sér mörk og vaða ekki yfir neinar línur, en það eru líka svo margir sem kunna ekkert slíkt. Hér hef ég gengið í gegnum smá kennslustund í sorgarferlinu. Það hefur verið svolítið sterkt þema í mínu lífi að setja engar línur upp gagnvart öðru fólki. Eitthvað sem hefur verið mér áskorun að læra að gera, smá saman í gegnum sorgina. Það hefur einhvern veginn verið auðveldara að gera eftir að ég áttaði mig á því að ég vil ekki byggja mitt sjálfsvirði á því að taka almenna ábyrgð á annarra manna hlutskiptum. Það skiptir mig meira máli að mynda mitt sjálfsvirði á því að geta sýnt fólki að það er ekkert svo erfitt að taka ábyrgð á sjálfum sér. Og fá að upplifa gleðina og ánægjuna sem kemur upp þegar fólk áttar sig á að stundum eru óyfirstíganlegir hlutir, ekkert svo óyfirstíganlegir. Vandinn er bara að geta gert þetta fallega og að taka það ekki nærri sér þegar fólk sem virðir almennt ekki annarra manna mörk, býr til lælælælælælæti... En já, það er þess virði að reyna, því að mynda sitt eigið sjálfsvirði með því að auka við sjálfsvirði annarra, er fallega, jákvæða hliðin á að setja öðru fólki mörk. Sorgarferlið verður auðveldara þegar maður leggur áherslu á að gera sig að bættari manneskju en maður hefur verið. Þegar maður þorir að takast á við hluti í eigin fari sem hafa plagað mann í kannski lengri tíma. Og tekur opnum örmum við því sem samfélagið hefur upp á að bjóða. En það sem hefur hjálpað mér mest hefur verið að takast á við ástina. Ástin heilar öll sár er máltakið, en hvernig ást er mér spurn? Það er svolítið eins og við berum mesta ást til þeirra sem við upplifum mesta öryggið í kringum. Og mestu sorgina þegar við missum þá ást út úr lífinu. En af hverju er svo mikið auðveldara að opna hjarta sitt gagnvart öðru fólki, frekar en að sitja í núinu, í ástarhugleiðslu, smá ástfangin af sjálfum sér? Skyldi það vera því mesta ofbeldið í lífinu er iðulega það sem við beitum okkur sjálf? Er það þessi skortur á trausti að við séum fær um að setja okkur í fyrsta sæti, sem truflar getu okkar til að elska? Erum við að eltast of mikið við skoðanir og tilfinningar annarra? Er það vegna skorts að sjá og samþykkja þá fallegu sál sem strögglar stundum við að gera alla hluti rétt? Það að hafa farið í þessa innri vinnu, að hafa leyft mér að spyrja þessara spurninga og komist að þeirri niðurstöðu að ég sé bara manneskja sem ég get tekið í sátt og elskað. Það hefur verið minn mesti sigur í baráttunni við sorgina. Gleðilegt nýtt ár kæri lesandi. Megi komandi ár færa okkur öllum smá meiri ást í hjarta, gagnvart okkur sjálfum sem og innan allra þeirra samfélaga sem við tilheyrum. Höfundur greinar er með MAcc í reikningshaldi og endurskoðun.
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun