Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 27. desember 2024 16:57 Magnús Þór Jónsson er formaður Kennarasambands Íslands. Vísir/Anton Brink Formaður Kennarafélags Íslands (KÍ) segir verkefnið við kjarasamningaborðið oft einfaldað af almenningi. Meginmarkmiðið er jöfnun launa kennara og sambærilegra stétta á almennum markaði. Hann segir sambandið vera meðvitað um að önnur kjör en laun þurfi að ræða við samningaborðið. Kennaraverkfall, sem hófst 29. október síðastliðinn, var frestað um tvo mánuði í lok nóvember en stefnt er aftur upp í Karphús í janúar. Í aðsendri grein á Vísi skrifar Magnús Þór Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands, að afraksturinn eigi að vera „samningur sem gerir laun sérfræðinga í fræðslustarfi samkeppnishæf við aðra sérfræðinga og snúi vörn í sókn, fagmennsku og stöðugleika í skólastarfi til heilla.“ Hann segir verkefnið sem launafólk og launagreiðendur sé falið við kjarasamningaborðið sé einfaldað á opinberum vettvangi. „Oft er teiknuð upp einföld mynd af „merki“ sem öllum ber að fylgja, það sé okkur öllum fyrir bestu að labba eftir línu í takti sem byggir á mati launagreiðenda á því þoli sem þeir hafa fyrir útgjöldum. Sú lína var lögð upp í ársbyrjun 2024 með samningum leiddum af Samtökum atvinnulífsins og þeirra mati á sínu þanþoli,“ skrifar Magnús Þór. Kröfurnar sem fylgja þessum merkjum séu ekki sanngjarnar fyrir félagsfólk Kennarasambandsins. Meginmarkmið sambandsins sé að sérfræðingar í íslenska fræðslugeiranum, sem starfa á opinberum markaði, fái jöfn laun og sambærilegar stéttir á almennum markaði. „Þvert á móti hafa þeir þýtt að munurinn milli þessara hópa hefur aukist síðustu ár,“ skrifar Magnús Þór. Magnús Þór segist vera „fullkomlega meðvitaður um að önnur kjör en laun eru einn þeirra þátta sem sameiginlega þarf að meta við samningaborðið.“ Þá sé hann einnig meðvitaður um að það taki lengri tíma en núverandi rammi kjarasamninga. Fyrsta hænuskrefið Í samkomulagi um jöfnun lífeyrisréttinda frá árinu 2016 komi fram að horfa skuli til þess hvort ómálefnalegur launamunur sé á milli starfsfólks á opinberum og almennum markaði. Sé sá munur til staðar skuli hann vera jafnaður. „Árið 2023 var staðfest með áfangasamkomulagi að slíkan mun væri að finna hjá félagsfólki KÍ. Segja má að þar hafi fyrsta hænuskrefið verið tekið,“ skrifar Magnús Þór. Kjarasamningarnir þurfi að endurspegla kröfuna að fjárfest verði í kennurum og koma þannig í veg fyrir lækkandi hlutfall faglærðra kennara. „Við hjá KÍ tökum hlutverk okkar í menntun þjóðarinnar alvarlega og okkur ber að standa vörð um skólastarf.“ Klappstýra launagreiðenda Magnús Þór segir það sorglegt að horfa upp á tilraunir til að gera lítið úr launafólks á opinberum markaði. Hann segir að Viðskiptaráð, sem hann kallar klappstýru launagreiðenda, hafa fjallað um þau ofboðslegu kjör sem opinber markaður nyti en þar hafi gleymst að taka fram réttindi þeirra sem starfa á almennum markaði. „Inn í umræðuna hefur svo verið fléttað gamalli grýlumynd sem teiknuð hefur verið upp af launafólki á opinberum markaði. Þau hafi svo ofboðslega góð kjör og réttindi, hjá þeim felist nú ekki mikil verðmætasköpun og að þeim sé nú hollast að vera ekki að frekjast mikið,“ skrifar Magnús Þór. Kennaraverkfall 2024 Kjaramál Skóla- og menntamál Grunnskólar Mest lesið Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Fleiri fréttir Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Sjá meira
Kennaraverkfall, sem hófst 29. október síðastliðinn, var frestað um tvo mánuði í lok nóvember en stefnt er aftur upp í Karphús í janúar. Í aðsendri grein á Vísi skrifar Magnús Þór Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands, að afraksturinn eigi að vera „samningur sem gerir laun sérfræðinga í fræðslustarfi samkeppnishæf við aðra sérfræðinga og snúi vörn í sókn, fagmennsku og stöðugleika í skólastarfi til heilla.“ Hann segir verkefnið sem launafólk og launagreiðendur sé falið við kjarasamningaborðið sé einfaldað á opinberum vettvangi. „Oft er teiknuð upp einföld mynd af „merki“ sem öllum ber að fylgja, það sé okkur öllum fyrir bestu að labba eftir línu í takti sem byggir á mati launagreiðenda á því þoli sem þeir hafa fyrir útgjöldum. Sú lína var lögð upp í ársbyrjun 2024 með samningum leiddum af Samtökum atvinnulífsins og þeirra mati á sínu þanþoli,“ skrifar Magnús Þór. Kröfurnar sem fylgja þessum merkjum séu ekki sanngjarnar fyrir félagsfólk Kennarasambandsins. Meginmarkmið sambandsins sé að sérfræðingar í íslenska fræðslugeiranum, sem starfa á opinberum markaði, fái jöfn laun og sambærilegar stéttir á almennum markaði. „Þvert á móti hafa þeir þýtt að munurinn milli þessara hópa hefur aukist síðustu ár,“ skrifar Magnús Þór. Magnús Þór segist vera „fullkomlega meðvitaður um að önnur kjör en laun eru einn þeirra þátta sem sameiginlega þarf að meta við samningaborðið.“ Þá sé hann einnig meðvitaður um að það taki lengri tíma en núverandi rammi kjarasamninga. Fyrsta hænuskrefið Í samkomulagi um jöfnun lífeyrisréttinda frá árinu 2016 komi fram að horfa skuli til þess hvort ómálefnalegur launamunur sé á milli starfsfólks á opinberum og almennum markaði. Sé sá munur til staðar skuli hann vera jafnaður. „Árið 2023 var staðfest með áfangasamkomulagi að slíkan mun væri að finna hjá félagsfólki KÍ. Segja má að þar hafi fyrsta hænuskrefið verið tekið,“ skrifar Magnús Þór. Kjarasamningarnir þurfi að endurspegla kröfuna að fjárfest verði í kennurum og koma þannig í veg fyrir lækkandi hlutfall faglærðra kennara. „Við hjá KÍ tökum hlutverk okkar í menntun þjóðarinnar alvarlega og okkur ber að standa vörð um skólastarf.“ Klappstýra launagreiðenda Magnús Þór segir það sorglegt að horfa upp á tilraunir til að gera lítið úr launafólks á opinberum markaði. Hann segir að Viðskiptaráð, sem hann kallar klappstýru launagreiðenda, hafa fjallað um þau ofboðslegu kjör sem opinber markaður nyti en þar hafi gleymst að taka fram réttindi þeirra sem starfa á almennum markaði. „Inn í umræðuna hefur svo verið fléttað gamalli grýlumynd sem teiknuð hefur verið upp af launafólki á opinberum markaði. Þau hafi svo ofboðslega góð kjör og réttindi, hjá þeim felist nú ekki mikil verðmætasköpun og að þeim sé nú hollast að vera ekki að frekjast mikið,“ skrifar Magnús Þór.
Kennaraverkfall 2024 Kjaramál Skóla- og menntamál Grunnskólar Mest lesið Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Fleiri fréttir Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Sjá meira