Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 27. desember 2024 16:57 Magnús Þór Jónsson er formaður Kennarasambands Íslands. Vísir/Anton Brink Formaður Kennarafélags Íslands (KÍ) segir verkefnið við kjarasamningaborðið oft einfaldað af almenningi. Meginmarkmiðið er jöfnun launa kennara og sambærilegra stétta á almennum markaði. Hann segir sambandið vera meðvitað um að önnur kjör en laun þurfi að ræða við samningaborðið. Kennaraverkfall, sem hófst 29. október síðastliðinn, var frestað um tvo mánuði í lok nóvember en stefnt er aftur upp í Karphús í janúar. Í aðsendri grein á Vísi skrifar Magnús Þór Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands, að afraksturinn eigi að vera „samningur sem gerir laun sérfræðinga í fræðslustarfi samkeppnishæf við aðra sérfræðinga og snúi vörn í sókn, fagmennsku og stöðugleika í skólastarfi til heilla.“ Hann segir verkefnið sem launafólk og launagreiðendur sé falið við kjarasamningaborðið sé einfaldað á opinberum vettvangi. „Oft er teiknuð upp einföld mynd af „merki“ sem öllum ber að fylgja, það sé okkur öllum fyrir bestu að labba eftir línu í takti sem byggir á mati launagreiðenda á því þoli sem þeir hafa fyrir útgjöldum. Sú lína var lögð upp í ársbyrjun 2024 með samningum leiddum af Samtökum atvinnulífsins og þeirra mati á sínu þanþoli,“ skrifar Magnús Þór. Kröfurnar sem fylgja þessum merkjum séu ekki sanngjarnar fyrir félagsfólk Kennarasambandsins. Meginmarkmið sambandsins sé að sérfræðingar í íslenska fræðslugeiranum, sem starfa á opinberum markaði, fái jöfn laun og sambærilegar stéttir á almennum markaði. „Þvert á móti hafa þeir þýtt að munurinn milli þessara hópa hefur aukist síðustu ár,“ skrifar Magnús Þór. Magnús Þór segist vera „fullkomlega meðvitaður um að önnur kjör en laun eru einn þeirra þátta sem sameiginlega þarf að meta við samningaborðið.“ Þá sé hann einnig meðvitaður um að það taki lengri tíma en núverandi rammi kjarasamninga. Fyrsta hænuskrefið Í samkomulagi um jöfnun lífeyrisréttinda frá árinu 2016 komi fram að horfa skuli til þess hvort ómálefnalegur launamunur sé á milli starfsfólks á opinberum og almennum markaði. Sé sá munur til staðar skuli hann vera jafnaður. „Árið 2023 var staðfest með áfangasamkomulagi að slíkan mun væri að finna hjá félagsfólki KÍ. Segja má að þar hafi fyrsta hænuskrefið verið tekið,“ skrifar Magnús Þór. Kjarasamningarnir þurfi að endurspegla kröfuna að fjárfest verði í kennurum og koma þannig í veg fyrir lækkandi hlutfall faglærðra kennara. „Við hjá KÍ tökum hlutverk okkar í menntun þjóðarinnar alvarlega og okkur ber að standa vörð um skólastarf.“ Klappstýra launagreiðenda Magnús Þór segir það sorglegt að horfa upp á tilraunir til að gera lítið úr launafólks á opinberum markaði. Hann segir að Viðskiptaráð, sem hann kallar klappstýru launagreiðenda, hafa fjallað um þau ofboðslegu kjör sem opinber markaður nyti en þar hafi gleymst að taka fram réttindi þeirra sem starfa á almennum markaði. „Inn í umræðuna hefur svo verið fléttað gamalli grýlumynd sem teiknuð hefur verið upp af launafólki á opinberum markaði. Þau hafi svo ofboðslega góð kjör og réttindi, hjá þeim felist nú ekki mikil verðmætasköpun og að þeim sé nú hollast að vera ekki að frekjast mikið,“ skrifar Magnús Þór. Kennaraverkfall 2024 Kjaramál Skóla- og menntamál Grunnskólar Mest lesið Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Innlent Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent Viðkvæmur friður þegar í hættu? Erlent Dónatal í desember Erlent Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Innlent Biður Pútín um að afhenda Assad Erlent Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Innlent Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Innlent „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Innlent Hæstiréttur hafnar Alex Jones Erlent Fleiri fréttir Bankinn hafi frumkvæði að yfirferð og endurgreiðslu Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Íslandsbanki ætlar að hafa frumkvæði að endurgreiðslu til kúnna Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Þurrt og bjart suðaustan til og stinningskaldi í kortunum Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Óútgefnum handritum stolið: Kallaði rithöfundinn skíthaus Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Verkfall yfirvofandi hjá flugumferðarstjórum og stórbruni á Siglufirði Sjá meira
Kennaraverkfall, sem hófst 29. október síðastliðinn, var frestað um tvo mánuði í lok nóvember en stefnt er aftur upp í Karphús í janúar. Í aðsendri grein á Vísi skrifar Magnús Þór Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands, að afraksturinn eigi að vera „samningur sem gerir laun sérfræðinga í fræðslustarfi samkeppnishæf við aðra sérfræðinga og snúi vörn í sókn, fagmennsku og stöðugleika í skólastarfi til heilla.“ Hann segir verkefnið sem launafólk og launagreiðendur sé falið við kjarasamningaborðið sé einfaldað á opinberum vettvangi. „Oft er teiknuð upp einföld mynd af „merki“ sem öllum ber að fylgja, það sé okkur öllum fyrir bestu að labba eftir línu í takti sem byggir á mati launagreiðenda á því þoli sem þeir hafa fyrir útgjöldum. Sú lína var lögð upp í ársbyrjun 2024 með samningum leiddum af Samtökum atvinnulífsins og þeirra mati á sínu þanþoli,“ skrifar Magnús Þór. Kröfurnar sem fylgja þessum merkjum séu ekki sanngjarnar fyrir félagsfólk Kennarasambandsins. Meginmarkmið sambandsins sé að sérfræðingar í íslenska fræðslugeiranum, sem starfa á opinberum markaði, fái jöfn laun og sambærilegar stéttir á almennum markaði. „Þvert á móti hafa þeir þýtt að munurinn milli þessara hópa hefur aukist síðustu ár,“ skrifar Magnús Þór. Magnús Þór segist vera „fullkomlega meðvitaður um að önnur kjör en laun eru einn þeirra þátta sem sameiginlega þarf að meta við samningaborðið.“ Þá sé hann einnig meðvitaður um að það taki lengri tíma en núverandi rammi kjarasamninga. Fyrsta hænuskrefið Í samkomulagi um jöfnun lífeyrisréttinda frá árinu 2016 komi fram að horfa skuli til þess hvort ómálefnalegur launamunur sé á milli starfsfólks á opinberum og almennum markaði. Sé sá munur til staðar skuli hann vera jafnaður. „Árið 2023 var staðfest með áfangasamkomulagi að slíkan mun væri að finna hjá félagsfólki KÍ. Segja má að þar hafi fyrsta hænuskrefið verið tekið,“ skrifar Magnús Þór. Kjarasamningarnir þurfi að endurspegla kröfuna að fjárfest verði í kennurum og koma þannig í veg fyrir lækkandi hlutfall faglærðra kennara. „Við hjá KÍ tökum hlutverk okkar í menntun þjóðarinnar alvarlega og okkur ber að standa vörð um skólastarf.“ Klappstýra launagreiðenda Magnús Þór segir það sorglegt að horfa upp á tilraunir til að gera lítið úr launafólks á opinberum markaði. Hann segir að Viðskiptaráð, sem hann kallar klappstýru launagreiðenda, hafa fjallað um þau ofboðslegu kjör sem opinber markaður nyti en þar hafi gleymst að taka fram réttindi þeirra sem starfa á almennum markaði. „Inn í umræðuna hefur svo verið fléttað gamalli grýlumynd sem teiknuð hefur verið upp af launafólki á opinberum markaði. Þau hafi svo ofboðslega góð kjör og réttindi, hjá þeim felist nú ekki mikil verðmætasköpun og að þeim sé nú hollast að vera ekki að frekjast mikið,“ skrifar Magnús Þór.
Kennaraverkfall 2024 Kjaramál Skóla- og menntamál Grunnskólar Mest lesið Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Innlent Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent Viðkvæmur friður þegar í hættu? Erlent Dónatal í desember Erlent Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Innlent Biður Pútín um að afhenda Assad Erlent Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Innlent Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Innlent „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Innlent Hæstiréttur hafnar Alex Jones Erlent Fleiri fréttir Bankinn hafi frumkvæði að yfirferð og endurgreiðslu Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Íslandsbanki ætlar að hafa frumkvæði að endurgreiðslu til kúnna Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Þurrt og bjart suðaustan til og stinningskaldi í kortunum Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Óútgefnum handritum stolið: Kallaði rithöfundinn skíthaus Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Verkfall yfirvofandi hjá flugumferðarstjórum og stórbruni á Siglufirði Sjá meira