Þurfti að biðja allt liðið afsökunar: „Þetta var ekkert illa meint“ Valur Páll Eiríksson skrifar 29. desember 2024 08:00 Adam Ægir Pálsson hefur kynnst allskyns áskorunum á Ítalíu. Hann ætlar sér í atvinnumannaharkið af fullum krafti. Vísir/Arnar Margar áskoranir fylgja því að halda á vit ævintýranna sem atvinnumaður í knattspyrnu. Þessu hefur Adam Ægir Pálsson kynnst í Perugia á Ítalíu í vetur. Adam fór sem lánsmaður frá Val til Perugia í sumar og byrjaði einkar vel, skoraði þrennu í fyrsta leik. Síðan hefur gengið á ýmsu bæði innan og utan vallar. Perugia hefur til að mynda skipt um þjálfara, eiganda og tvisvar um íþróttastjóra. Lífinu á Ítalíu fylgja því ýmsar áskoranir. Adam Ægir samdi við Perugia í sumar og fór einkar vel af stað. Það hefur gengið á ýmsu hjá félaginu síðan.AC PERUGIA „Ég held það sé enginn búinn að sigra heiminn á fimm mánuðum, eða hvað sem það er, erlendis. Ég held það hafi allir einhvern tímann í einhverju veseni. Það er bara undir mér komið og hausnum mínum að rífa mig upp frá því,“ „Hvort sem það er öðruvísi fótbolti, hvað þetta er frábrugðið eða að maður sé einmana eða hvað sem það er. Það bara styrkir hausinn,“ segir Adam. Móðgandi að mæta með kaffi á bekkinn Adam hefur gengið vel með tungumálið og byggir á því að kunna spænsku sem skyld ítölskunni. Hann skaut til að mynda á Albert Guðmundsson, leikmann Fiorentina, á samfélagsmiðlum á dögunum en sá síðarnefndi kemst lítt áleiðis með ítölskuna þrátt fyrir að hafa dvalið lengur á Ítalíu. En hver er mesta áskorunin þar ytra? „Ég myndi segja að mesta áskorunin sé að læra á ítalskan kúltúr. Það eru kannski lítil atriði sem eru í lagi hérna en eru ekki í lagi þarna, eða öfugt. Það er fullt af svona atriðum sem spila inn í,“ segir Adam, sem er þá inntur eftir dæmi um slíka hluti. „Eitt sem var svolítið skrýtið. Hér á Íslandi er mjög þekkt að vera með kaffi á bekknum, til að hlýja sér og svona, og það hefur aldrei verið neitt vandamál. Einu sinni var ég á bekknum og kom með kaffi á bekkinn og það er talin vera þvílík óvirðing gagnvart liðinu, klúbbnum og þjálfaranum,“ „Ég náttúrulega fattaði það ekki neitt, pældi ekkert í því og þurfti að biðjast afsökunar fyrir framan hópinn og þurfti að biðja þjálfarann afsökunar. Þetta var ekkert illa meint en svona er þessi litlu atriði sem skipta máli,“ segir Adam af þessari skoplegu reynslu. Langar í harkið Áskorunum sem þessum tekur Adam fagnandi og sér fram á frekara hark í atvinnumennsku. „Ég sé fyrir mér að vera áfram úti. Ég stefni á að vera áfram úti, hvað sem liggur í því, að fara í annað lið eða áfram í Perugia. Ég sé fram á að harka,“ segir Adam sem sér því fram á áframhaldandi atvinnumennsku þegar lánssamningurinn í Perugia klárast í sumar. „Það er sama hvort ég tala við Gylfa [Sigurðsson], Albert [Guðmundsson] eða Aron [Jóhannsson], eða einhverja af vinum mínum sem hafa prófað þetta, þá segja þeir að það komi erfiðir tímar en koma líka góðir tímar. Ég upplifi það líka á þessum fimm mánuðum. Það var einn og hálfur mánuður frábær og allt yndislegt, svo allt í einu er allt hræðilegt,“ „Maður þarf að læra að vera með jafnaðargeð til að höndla bæði. Maður getur ekki alltaf búist við að það gangi vel,“ segir Adam. Fréttina má sjá í spilaranum að ofan. Ítalski boltinn Valur Íslenski boltinn Íslendingar erlendis Mest lesið Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Handbolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Handbolti „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Körfubolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Körfubolti Fleiri fréttir Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Sjá meira
Adam fór sem lánsmaður frá Val til Perugia í sumar og byrjaði einkar vel, skoraði þrennu í fyrsta leik. Síðan hefur gengið á ýmsu bæði innan og utan vallar. Perugia hefur til að mynda skipt um þjálfara, eiganda og tvisvar um íþróttastjóra. Lífinu á Ítalíu fylgja því ýmsar áskoranir. Adam Ægir samdi við Perugia í sumar og fór einkar vel af stað. Það hefur gengið á ýmsu hjá félaginu síðan.AC PERUGIA „Ég held það sé enginn búinn að sigra heiminn á fimm mánuðum, eða hvað sem það er, erlendis. Ég held það hafi allir einhvern tímann í einhverju veseni. Það er bara undir mér komið og hausnum mínum að rífa mig upp frá því,“ „Hvort sem það er öðruvísi fótbolti, hvað þetta er frábrugðið eða að maður sé einmana eða hvað sem það er. Það bara styrkir hausinn,“ segir Adam. Móðgandi að mæta með kaffi á bekkinn Adam hefur gengið vel með tungumálið og byggir á því að kunna spænsku sem skyld ítölskunni. Hann skaut til að mynda á Albert Guðmundsson, leikmann Fiorentina, á samfélagsmiðlum á dögunum en sá síðarnefndi kemst lítt áleiðis með ítölskuna þrátt fyrir að hafa dvalið lengur á Ítalíu. En hver er mesta áskorunin þar ytra? „Ég myndi segja að mesta áskorunin sé að læra á ítalskan kúltúr. Það eru kannski lítil atriði sem eru í lagi hérna en eru ekki í lagi þarna, eða öfugt. Það er fullt af svona atriðum sem spila inn í,“ segir Adam, sem er þá inntur eftir dæmi um slíka hluti. „Eitt sem var svolítið skrýtið. Hér á Íslandi er mjög þekkt að vera með kaffi á bekknum, til að hlýja sér og svona, og það hefur aldrei verið neitt vandamál. Einu sinni var ég á bekknum og kom með kaffi á bekkinn og það er talin vera þvílík óvirðing gagnvart liðinu, klúbbnum og þjálfaranum,“ „Ég náttúrulega fattaði það ekki neitt, pældi ekkert í því og þurfti að biðjast afsökunar fyrir framan hópinn og þurfti að biðja þjálfarann afsökunar. Þetta var ekkert illa meint en svona er þessi litlu atriði sem skipta máli,“ segir Adam af þessari skoplegu reynslu. Langar í harkið Áskorunum sem þessum tekur Adam fagnandi og sér fram á frekara hark í atvinnumennsku. „Ég sé fyrir mér að vera áfram úti. Ég stefni á að vera áfram úti, hvað sem liggur í því, að fara í annað lið eða áfram í Perugia. Ég sé fram á að harka,“ segir Adam sem sér því fram á áframhaldandi atvinnumennsku þegar lánssamningurinn í Perugia klárast í sumar. „Það er sama hvort ég tala við Gylfa [Sigurðsson], Albert [Guðmundsson] eða Aron [Jóhannsson], eða einhverja af vinum mínum sem hafa prófað þetta, þá segja þeir að það komi erfiðir tímar en koma líka góðir tímar. Ég upplifi það líka á þessum fimm mánuðum. Það var einn og hálfur mánuður frábær og allt yndislegt, svo allt í einu er allt hræðilegt,“ „Maður þarf að læra að vera með jafnaðargeð til að höndla bæði. Maður getur ekki alltaf búist við að það gangi vel,“ segir Adam. Fréttina má sjá í spilaranum að ofan.
Ítalski boltinn Valur Íslenski boltinn Íslendingar erlendis Mest lesið Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Handbolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Handbolti „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Körfubolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Körfubolti Fleiri fréttir Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Sjá meira