Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 28. desember 2024 20:04 Guðjón Þór er alltaf hress og kátur ekki síst þegar hann er innan um derhúfurnar sínar í bílskúrnum. Magnús Hlynur Hreiðarsson Áhugamál fólks eru æði misjöfn en á Selfossi er maður, sem hefur sérstakt áhugamál en það er að safna derhúfum en hann á fimm hundruð og tvær slíkar húfur þar sem engin þeirra er eins. Hér er ég komin inn í bílskúrinn hjá honum Guðjóni Þór Pálssyni þar sem eru derhúfur eru út um allt, sem hann hefur komið haganlega og snyrtilega fyrir í skúrnum. „1994 sá ég hjá svila mínum í Grindavík haug af derhúfum og þá fékk ég smá bakteríu, fannst þetta töff og fór að safna þessu. Húfurnar voru þar til síðasta sumar í plastkössum og plastpokum út í kofa eða hér og þar,“ segir Guðjón aðspurður hvenær söfnunin hófst. En hvað á Guðjón margar derhúfur í dag? „Heyrðu, 501 húfu hér inn í bílskúr og svo er númer 502 á hausnum á mér,“ segir hann hlæjandi og bætir við. „Þetta er ákveðin bilun að vera að þessu en ég trufla engan. Konan er ekkert ósátt við þetta og ég er alltaf tilbúin að bæta við í safnið mitt.“ Hluti af derhúfunum hans Guðjóns Þórs á Selfossi en alls á hann 502 slíkar húfur.Magnús Hlynur Hreiðarsson Já, ef einhver á derhúfu eða húfur, sem viðkomandi vill losna við og gefa Guðjóni þá er hann alltaf til í það. Engin af derhúfunum í bílskúrnum eru eins og margar þeirra ef ekki flestar eru með einhvers konar áletrun eða merki og oft fyrirtækja, sem eru löngu hætt starfsemi eins og MBF húfa, sem stendur fyrir Mjólkurbú Flóamanna, sem er ekki lengur til. „Ég stend mig oft að því ef ég er að ferðinni út í búð eða annars staðar og sé einhver með derhúfu að ég stend mig að því að stara á húfuna og spá í og athuga hvort þetta sé eitthvað sem ég á,“ segir Guðjón og hlær enn meira. Guðjón Þór er svo mikill Liverpool maður að hann flaggar meira og minna alla daga ársins fyrir liðinu við hús fjölskyldunnar í Miðengi 5 á Selfossi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Árborg Söfn Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Fleiri fréttir Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Sjá meira
Hér er ég komin inn í bílskúrinn hjá honum Guðjóni Þór Pálssyni þar sem eru derhúfur eru út um allt, sem hann hefur komið haganlega og snyrtilega fyrir í skúrnum. „1994 sá ég hjá svila mínum í Grindavík haug af derhúfum og þá fékk ég smá bakteríu, fannst þetta töff og fór að safna þessu. Húfurnar voru þar til síðasta sumar í plastkössum og plastpokum út í kofa eða hér og þar,“ segir Guðjón aðspurður hvenær söfnunin hófst. En hvað á Guðjón margar derhúfur í dag? „Heyrðu, 501 húfu hér inn í bílskúr og svo er númer 502 á hausnum á mér,“ segir hann hlæjandi og bætir við. „Þetta er ákveðin bilun að vera að þessu en ég trufla engan. Konan er ekkert ósátt við þetta og ég er alltaf tilbúin að bæta við í safnið mitt.“ Hluti af derhúfunum hans Guðjóns Þórs á Selfossi en alls á hann 502 slíkar húfur.Magnús Hlynur Hreiðarsson Já, ef einhver á derhúfu eða húfur, sem viðkomandi vill losna við og gefa Guðjóni þá er hann alltaf til í það. Engin af derhúfunum í bílskúrnum eru eins og margar þeirra ef ekki flestar eru með einhvers konar áletrun eða merki og oft fyrirtækja, sem eru löngu hætt starfsemi eins og MBF húfa, sem stendur fyrir Mjólkurbú Flóamanna, sem er ekki lengur til. „Ég stend mig oft að því ef ég er að ferðinni út í búð eða annars staðar og sé einhver með derhúfu að ég stend mig að því að stara á húfuna og spá í og athuga hvort þetta sé eitthvað sem ég á,“ segir Guðjón og hlær enn meira. Guðjón Þór er svo mikill Liverpool maður að hann flaggar meira og minna alla daga ársins fyrir liðinu við hús fjölskyldunnar í Miðengi 5 á Selfossi.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Árborg Söfn Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Fleiri fréttir Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Sjá meira