Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 28. desember 2024 23:58 Beðið fyrir Palestínumönnum sem létust í loftárásum Ísraela í nótt. Heilbrigðisyfirvöld á Gasa segja átján hafa látið lífið í árásum í dag. AP Ísraelsher handtók meira en 240 Palestínumenn er hann gerði áhlaup á sjúkrahús í Gasa í gær. Forstjóri og tugir starfsmanna sjúkrahússins eru sagðir í haldi Ísraela eftir áhlaupið. Þetta hefur fréttastofa Reuters eftir heilbrigðisyfirvöldum á Gasa. Þau lýstu yfir áhyggjum af Hussam Abu Safiya, forstjóra Kamal Adwan sjúkrahússins, eftir að starfsmenn sem látnir hafa verið lausir sögðu hann hafa orðið fyrir ofbeldi í haldi Ísraela. Ísraelsher grunar þá sem enn eru í haldi um að vera vígamenn Hamas, og að í sjúkrahúsinu sé stjórnstöð vegna aðgerða samtakanna. Hamas hafnaði ásökununum í gær og sagði enga vígamenn hafa dvalið í sjúkrahúsinu. Í yfirlýsingu sem Hamas birti í dag var gert ákall til Sameinuðu þjóðanna um að grípa inn í og vernda þau sjúkrahús sem eftir standa á Gasa. Þá kölluðu samtökin eftir því að eftirlitsmenn Sameinuðu þjóðanna yrðu sendir á sjúkrahúsin til að sannreyna staðhæfingar Hamas um að vígamenn samtakanna starfi ekki innan þeirra. WHO verulega áhyggjufull Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin birti færslu á X þar sem kemur fram að eftir áhlaupið hafi sjúkrahúsinu, sem var eina starfrækta heilbrigðisstofnunin í Norðurhluta Gasa, verið lokað. Hermenn Ísraelshers hafi kveikt í og eyðilagt nokkrar mikilvægustu deildir sjúkrahússins. Sjúklingar hafi þurft að rýma sjúkrahúsið þegar áhlaupið var gert og verið færðir á sjúkrahús sem búið er að eyðileggja. Stofnunin hafi verulegar áhyggjur af öryggi þeirra. Um sextíu heilbrigðisstarfsmenn og 25 sjúklingar hafi verið eftir á Kamal Adwan sjúkrahúsinu. Reuters hefur eftir Ísraelsher að 350 sjúklingar og heilbrigðisstarfsmenn hafi rýmt sjúkrahúsið fyrir aðgerðina og að 95 hafi verið færðir yfir á hitt sjúkrahúsið meðan á henni stóð. Rýmingarnar hafi verið framkvæmdar í samstarfi við heilbrigðisyfirvöld á Gasa. Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Innlent Fleiri fréttir Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Sjá meira
Þetta hefur fréttastofa Reuters eftir heilbrigðisyfirvöldum á Gasa. Þau lýstu yfir áhyggjum af Hussam Abu Safiya, forstjóra Kamal Adwan sjúkrahússins, eftir að starfsmenn sem látnir hafa verið lausir sögðu hann hafa orðið fyrir ofbeldi í haldi Ísraela. Ísraelsher grunar þá sem enn eru í haldi um að vera vígamenn Hamas, og að í sjúkrahúsinu sé stjórnstöð vegna aðgerða samtakanna. Hamas hafnaði ásökununum í gær og sagði enga vígamenn hafa dvalið í sjúkrahúsinu. Í yfirlýsingu sem Hamas birti í dag var gert ákall til Sameinuðu þjóðanna um að grípa inn í og vernda þau sjúkrahús sem eftir standa á Gasa. Þá kölluðu samtökin eftir því að eftirlitsmenn Sameinuðu þjóðanna yrðu sendir á sjúkrahúsin til að sannreyna staðhæfingar Hamas um að vígamenn samtakanna starfi ekki innan þeirra. WHO verulega áhyggjufull Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin birti færslu á X þar sem kemur fram að eftir áhlaupið hafi sjúkrahúsinu, sem var eina starfrækta heilbrigðisstofnunin í Norðurhluta Gasa, verið lokað. Hermenn Ísraelshers hafi kveikt í og eyðilagt nokkrar mikilvægustu deildir sjúkrahússins. Sjúklingar hafi þurft að rýma sjúkrahúsið þegar áhlaupið var gert og verið færðir á sjúkrahús sem búið er að eyðileggja. Stofnunin hafi verulegar áhyggjur af öryggi þeirra. Um sextíu heilbrigðisstarfsmenn og 25 sjúklingar hafi verið eftir á Kamal Adwan sjúkrahúsinu. Reuters hefur eftir Ísraelsher að 350 sjúklingar og heilbrigðisstarfsmenn hafi rýmt sjúkrahúsið fyrir aðgerðina og að 95 hafi verið færðir yfir á hitt sjúkrahúsið meðan á henni stóð. Rýmingarnar hafi verið framkvæmdar í samstarfi við heilbrigðisyfirvöld á Gasa.
Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Innlent Fleiri fréttir Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Sjá meira