Íslensku strákarnir mættu heimamönnum í þýska liðinu í úrslitum eftir að hafa unnið Serba með minnsta mun fyrr í dag, 28-27.
Þýska liðið reyndist hins vegar sterkara en það íslenska í kvöld og vann að lokum fjögurra marka sigur, 31-27. Staðan í hálfleik var jöfn, 12-12, en í síðari hálfleik dró í sundur með liðunum.
Íslensku strákarnir þurfa því að gera sér silfur að góðu annað árið í röð, en Þjóðverjar taka gullið.
Ágúst Guðmundsson, Garðar Ingi Sindrason og Stefán Magni Hjartarson voru markahæstir í liði Íslands með fjögur mörk hver. Bjarni Fritz Bjarnason og Elís Þór Aðalsteinsson komu þar á eftir með þrjú mörk hvor.