Lífið

Sonur Völu og Óskars Loga kominn með nafn

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Vala Eiríks og Óskar Logi nefndu soninn við litla hátiðlega athöfn á dögunum.
Vala Eiríks og Óskar Logi nefndu soninn við litla hátiðlega athöfn á dögunum. Skjáskot

Útvarspkonan Valdís Eiriksdóttir, sem margir þekkja sem Völu Eiríks, og Óskar Logi Ágústssonar úr Vintage Caravan, hafa gefið syni sínum nafn. Drengurinn fékk nafnið Stefán Bjarmi. Parið greinir frá nafngiftinni í færslu á Instagram.

Drengurinn komin í heminn þann 5. desember síðastliðinn og er fyrsta barn parsins.

Í færslunni segir sonur þeirra hafi verið nefndur Stefán í höfðuðið á bróður Óskars Loga, sem féll frá langt fyrir aldur fram. 

„Við Bjarmi misstum af miklu að fá aldrei að kynnast honum, en við þekkjum hann í gegnum sögurnar og minningar ástvina hans af honum. Bjarmi er út í bláinn og er búið að vera nafnið hans síðan hann var lítil baun í mömmumalla,“ skrifar Vala við færsluna og deilir myndum úr athöfninni sem var haldin í heimahúsi í návist þeirra nánustu.

Vala og Óskar Logi opinberuðu samband sitt í lok síðasta árs.

Vala starfar sem framleiðandi og tæknistjóri morgunútvarpsins á Rás, auk þess sem hún heldur utan um plötu vikunnar. 

Óskar Logi er einn reynslu­mesti rokkari landsins og hefur verið for­sprakki hljóm­sveitarinnar Vinta­ge Caravan síðan hann var í grunnskóla á Álftanesinu árið 2006. Vintage Caravan nýtur gríðarlegra vinsælda erlendis og hefur sveitin meðal annars sagt frá því þegar liðsmenn sveitarinnar krotuðu á aðdáanda í Suður-Ameríku sem lét svo húðflúra ofan í það.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.